AÐ HRUNI KOMINN Mars 2007

AÐ KÓA MEÐ VALDHÖFUM

Ég fór að hugsa um það eftir kastljósið ríkissjónvarpsins í gærkvöld hvort manni þætti það skrítið ef þrír vinstri grænir sætu á kjörtíma í sjónvarpi og ræddu stjórnmálaástandið. Eða þrír framsóknarmenn til dæmis. Aldrei hefur maður séð þrjá framsóknarmenn ræða stjórnmálaástandið og gefa pólitískum andstæðingum sínum einkunn og niðurlægja eins og gerðist í gærkvöld. Mér myndi finnast það skrítið. Það sem er verst við þetta er að maður er næstum hættur að taka eftir því hvernig ríkissjónvarpinu er stjórnað, að minnsta kosti litlu fréttastofu útvarpsstjórans. Svona er það stundum maður stendur sig að því að kóa með valdhöfunum. Sá í sænsku blaði að sænskt hrökkbrauð hefur í annan tíma ekki selst meira í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að ein skemmtilegasta kynsystir mín í sjónvarpi vestanhafs...
Ólína

Lesa meira

TEKIÐ UNDIR MEÐ EYVINDI

...Ég ber fulla virðingu fyrir umhverfisbaráttu ykkar í VG og kvenfrelsisbaráttan er fín, líka utanríkisstefnan. Allt er þetta gott í bland. En það er baráttan fyrir réttlátara Íslandi sem skiptir öllu máli. Ég gef lítið fyrir misréttissamfélag, jafnvel þótt það sé í fögru og ómenguðu umhverfi. Eða eins og Eyvindur sagði; " Það er hins vegar hin einarða barátta fyrir félagslegu réttlæti, sem skilgreinir Vinstri Græna og gerir þá ólíka öllum flokkum og reyndist vera ferskur andblær í ..."
Halldóra Jónsdóttir

Lesa meira

UM AFNÁM EFTIRLAUNALAGA

Enn um eftirlaunalögin. Mér finnst svar þitt til Eddu langt frá því að duga. Spurningin snýst ekki um persónulega afstöðu þína heldur um það hvort VG ætlar að láta þessa spillingu gott heita eða beita sér gegn henni. Meðan flokkurinn heitir því ekki að afnema svívirðuna (sem hann ber sjálfur mikla ábyrð á), þá tekur hann fullan þátt í henni...
Hjörtur Hjartarson

Lesa meira

FJARSTÝRING HEGÐUNAR

Ef hægt er að laga til hegðun fólks eftir þínu höfði, þá er það ekki nauðsynlega jákvætt. Það að forstjóri Kók á Íslandi skuli berjast á móti skattlagninu á kók segir okkur ekkert um verðnæmi kóks, heldur aðeins hitt að hann er að reyna að minnka skatta á fyrirtæki sitt. Konsekvent skattlagning væri að hækka verðið upp fyrir greiðslugetu fátækra unglinga, en ekki bara nóg til að gera þeim lífið aðeins leiðara. Ef hegðunarstýring frá Alþingi á rétt á sér, þá mætti hugsa sér milljón prósent skatt á klámblöð, eins á kók. Hegðunarstýring með með tíkall hér og tíkall þar, skiptir aðeins máli í því samhengi að venja fólk við þá pólitísku breytingu sem er að verða í leyni, og frjálslyndir vinstri menn hafa barist gegn af hörku í Evrópu frá stríðslokum. Þetta er barátta gegn hvers kyns...
BJ

Lesa meira

EKKI LETISTJÓRNMÁL TAKK

...Þetta eru flókin vísindi en auðvelt að nálgast umræðuna. Nú er bráðum búið að stela öllum eignum þjóðarinnar, fyrst fóru sjávarauðlindir, verið er að ganga frá náttúrunni og lífeyrissjóðum. Allt undir merkjum stórgróða, og í skjóli svipaðrar skuldsetningar og á sér stað í Zimbabve.  Á meðan ræðir VG um verðnæmi gosdrykkja, eða hvað það nú heitir - einhver talaði um verðteygni hér á síðunni - bann við slæmri hegðun mannkynsins og að stjórnarskrárbinda afnám lýðræðislegra kosninga. Þarna fer flokkur sem hefur verið rænt af unglingum og skipað að fljúga til Kúbu...Það er ekkert að því að hafa feminista innanborðs í VG. Það er líka allt í lagi að hafa íhaldssama forræðishyggjumenn innanborðs. Slík afstaða er  þverpólitísk og á sína fylgismenn í öllum flokkum. Það er hins vegar hin einarða barátta fyrir félagslegu réttlæti, sem skilgreinir Vinstri Græna og gerir þá ólíka öllum flokkum og reyndist vera ferskur andblær í loftlausum vistarverum stjórnmálanna, þar sem samankomnir voru...
Eyvindur

Lesa meira

EKKI HÆGT AÐ VERÐSTÝRA HEGÐUN

Gaman væri við tækifæri að fá að sjá rannsóknir Lýðheilsustofnunar á verðteygni á Coca Cola, sérstaklega því sem lýtur að unglingum. Hvernig er hægt að rannsaka slíkt með leyfi? Þetta er yfirleitt álíka vísindalegt og töfralækningar í Swasilandi, (staðkvæmdarvörur, verðteygni, bull og vitleysa). Hver getur rannsakað þetta af viti? Ég fylgdist með þessari umræðu í Danmörku, þá vildi SF endilega setja krónu á kókið og gera aumingjana aðeins fátækari. Hagfræðiritgerð frá Bifröst bendir á að bæta megi kjör fátækra meira með því að lækka verð á tóbaki verulega heldur en með almennri lækkun á virðausauka. Svona umræða endar aldrei, en á meðan borða vansvefta uppeldislausir unglingar pizzu, drekka kók og horfa á videó, alveg sama hversu mikið verðið er hækkað. Þetta eru bara pyntingar úr fjarska. Það er ekki hægt að stjórna þjóðfélagi með því að...
BJ

Lesa meira

FYRIRTÆKI Í REYKJAVÍK SITJI EKKI EIN AÐ HUGMYNDAAUÐ NÁMSMANNA

Í tengslum við nýlega spurningu sem birtist á síðunni, í tengslum við Marel, langar mig að benda á eitt atriði. Hér er ekki um að ræða rekstur sem Marel lagðist í að eigin frumkvæði, heldur keypti Marel upp fyrirtækið Póls - og það gegn þeim skilningi að rekstri á Ísafirði yrði ekki hætt. Það hefur væntanlega verið annaðhvort tímabundið eða ekki samningsbundið, en það er engum dulið að Marel stóð ekki undir væntingum bæjarbúa. Hér er því ekki um að ræða ókost við svonefndan hátækniiðnað, heldur öllu heldur við hið óhefta ofurveldi fyrirtækjanna sem nú virðist vera í tísku. Hvað varðar getuna til að reka fyrirtæki af þessu tagi á Ísafirði má setja upp spurningamerki...
Herbert Snorrason

Lesa meiraVERJUM TJÁNINGARFRELSIÐ

 ...Sé í pistli frá þér um aðför við tjáningafrelsið að þú ferð mikinn á móti þeim sem eru ekki sammála því ágæta fólki sem barðist gegn klámráðstefnunni. Ertu að gefa í skyn að þú viljir ritstýra mótmælendum þannig að þeir henti stefnu þinni...?
Magnús

Lesa meira

Frá lesendum

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

VEL VIÐ HÆFI AÐ MINNAST ÁRNA STEINARS

Takk fyrir að minnast Árna Steinars heitins eins og þú gerir í sjómannadagspistli þínum hér á síðunni og einmitt vel við hæfi að gera það á þessum degi. Það var fyrir réttum 18 árum, árið 2002, að Samherji var látinn komast upp með meina honum að vera ræðumaður á sjómannadaginn á Akureyri, eins og hann hafði verið beðinn um, því vitað var hve gagnrýninn hann var á kvótakerfið. Í staðinn var fenginn ráðherra úr ríkisstjórn sem sagði að nóg væri komið af gagnrýni á kerfið! Skyldi þetta vera enn svona? Kæmi mér ekki á óvart. Tek undir kröfuna um kvótann heim. Löngu tímabært!!!
Sigríður   

Lesa meira

KEFLAVÍKURGÖNGUR GEGN VINSTRI GRÆNUM!!

Vinstri menn og konur fóru um langa hríð í árvissar Keflavíkurgöngur gegn hersveit á Miðnesheiði. Nú er varnarliðið farið, en þá allt í einu spretta  fram Vinstri grænir og taka sér varðstöðu - um íslenska kvótahafa. Hvað næst? Keflavíkurgöngur gegn Vinstri grænum?
Svik sjálfsæðismanna við eigin gildi, þeas eignaréttinn og frjálsa samkeppni eru svo sem augljós. Þeir mega þó eiga það 1% hægrimennirnir að þeir eru ...
Emil J. Ragnarsson.

Lesa meira

,,FLOTT SUMARFRÍ‘‘

Á húsvögnum nú hendast um landið
hamast við að slappa af
Með kórónuveiruna blús og blandið
og fimmþúsundin sem Bjarni gaf.

Nú Samherjasirkusinn sjáum
því saklausar aðgerðir dáum
múlbinda tarfinn
börnin fá arfinn
öllu haldið á svæðum gráum?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA ÞRJÚ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Nú verður enn haldið áfram að rekja innihald tilskipunar Evrópuþingsins og Ráðsins 2019/944 um raforku. Eins og áður er komið fram er hún hluti af orkupakka 4 („Vetrarpakkanum“). Þessi vegferð skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenska þjóð enda margt sem þarna hangir á spýtunni. Það er hvorki meira né minna en öll raforkuframleiðsla, dreifing og sala hennar. Það er í fullu samræmi við orkupakkana sjálfa að „skera pylsuna“ í þunnar sneiðar og útheimtir umrædd tilskipun því endurtekin greinaskrif ...

Lesa meira

Kári skrifar: MEIRIHLUTI VALDAKLÍKUNNAR ER ANDSNÚINN LÝÐRÆÐI

Meðal þess sem illa hefur gengið að ná fram á Íslandi er lýðræðisumbætur. Kallað hefur verið eftir auknu lýðræði, og þá alveg sérstaklega beinu lýðræði, þannig að hægt sé að skjóta þýðingarmiklum málum beint til þjóðarinnar. Íslenska valdaklíkan er hins vegar almennt skipuð afar valdagráðugu og stjórnlyndu fólki sem lítur á þjóðina sem uppsprettu atkvæða en ekki hóp fólks með sjálfstæðan vilja. Almennt kæra þessir stjórnmálamenn (klíkubræður og systur) ...

Lesa meira

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar