AÐ HRUNI KOMINN Júlí 2006
Ég var á útifundinum við sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi í
kvöld og klappaði þegar þú fagnaðir því að ríkisstjórn Íslands
krefðist vopnahlés í Líbanon. Auðvitað fögnuðum við þessu. En svo
fór ég heim og hlustaði á fréttir. Frétttastofa Sjónvarpsins sagði
að utanríkisráðherra hefði sent utanríkisráðherra Ísraels harðort
bréf og Valgerður, utanríkisráðherra, sagði að vissulega væri
"langt gengið" með þessu bréfi. Hvílkt endemis rugl og hjá
fréttastofu Sjónvarps er þetta sljóleiki og dómgreindarleysi eða
hrein fréttafölsun. Þegar bréf ríkisstjórnarinnar er skoðað fer því
afar fjarri að bréfið sé harðort. Formúleringin er hin gamalkunna,
að Ísrael hafi rétt til að verja sig; Íslendingar skilji að staðan
"sé flókin" og að það sé bráðnauðsynlegt að Ísraelar verji
sig..."vital need of Israel to defend itself". Engu að síður séu
aðstæður oðnar þannig fyrir hundruð þúsunda að Ísraelar eru hvattir
til að "leita leiða" til að koma á vopnahléi...
Haffi
Lesa meira
Þakka greinaskrifin um ofbeldið gegn Palestínumönnum og
innrásina í Líbanon. Sérstaklega var ég ánægður með bréf
þingflokks VG til forseta ísraelska þingsins. Það var kominn
tími til að láta í sér heyra vegna ofbeldis ísraelska hersins gegn
saklausu fólki í Palestínu og Líbanon. Er ekki kominn tími á
útifund og það meira að segja...
HH
Lesa meira
Hvernig líst ykkur á að hefja aðildarviðræður um kosti og galla
evru og sjá svo til eða vitið þið kannski allt um evru...?
Jón Þórarinsson
Lesa meira
Sú var tíð að mest lá á því í íslensku samfélagi að selja
Lyfjaverslunina sem við þegnarnir áttum - skuldlausa. Gengu ákveðin
öfl (Sjálfstæðisflokkurinn) ötullega fram í því að koma gjörningi
þessum í höfn. Beitt var hinum ódauðlegu, varanlegu og einu rökum
frjálshyggjunar: "Ríkið á ekki að vera að vasast í... bla bla bla".
Engum vörnum var við komið, enda rökin afar sterk og greindarlega
fram sett eins og ævinlega úr þeirri áttinni. Helst var að skilja
að þessi Lyfjaverslun okkar væri helsti dragbítur á framfarir og
...
Guðmundur Brynjólfsson
Lesa meira
Það gladdi mig og ég fann til stolts að heyra viðtal við Laufey
Erlu Jónsdóttur landvörð í Kverkfjöllum í útvarpsfréttum í
gærkveldi og einnig á baksíðu Morgunblaðsins í dag. En
flaggað var í hálfa stöng víða á hálendinu í gær. 19. júlí 2002 er
dapur dagur í sögu þjóðarinnar en þá skrifuðu íslensk
stjórnvöld og erlendi álrisinn Alcoa undir viljayfirlýsingu um
byggingu álvers á Reyðarfirði og mestu náttúruspjöll
Íslandssögunnar af mannavöldum, Kárahnjúkavirkjun var sett af
stað." Við viljum tjá sorg okkar vegna landsins sem verður fórnað
undir virkjanir á hálendinu" sagði Laufey Erla Jónsdóttir, sem
hefur á hverju ári síðan þá tjáð náttúrunni tilfinningar sínar og
annarra landvarða með þessum hætti.
Mér er líka misstæð barátta Vinstri grænna á Alþingi gegn
þessum hervirkjum , en þá stóðu þið einir flokka með náttúru
Íslands gegn Kárahnjúkaflokkunum, Framsókn, Sjálfstæðisflokki og
Samfylkingu sem allir studdu hermdarverkin við Kárahnjúka
hvort sem var á Alþingi eða í Borgarstjórn Reykjavíkur.
Laufey minntist á að ..
.Hafdís Guðmundsdóttir
Lesa meira
Gott er að sjá að heimasíðan er aftur komin í gang en aldrei
þessu vant kom ekkert inn á hana í nokkra daga. Ég man ekki eftir
því að áður hafi þetta gerst! Ég saknaði þess að sjá ekki ný skrif
á ogmundur.is, því það er orðin föst rútína hjá mér að opna síðuna
með morgunkaffinu. Hvað um það, þá er eitt sem veldur mér
heilabrotum og hlýtur svo að eiga við um fleiri. Út kom skýrsla
formanns matvælaverðsnefndar eins og alþjóð veit. Að baki henni
stóð hann einn en ekki nefndin sem hann stýrði. Hins vegar fóru
nefndarmenn og fulltrúar þeirra samtaka sem að baki þeim standa að
tjá sig um málefnið. Skyldi vera jafnræði með þeim og sjónarmiðum
þeirra gert jafnhátt undir höfði í fjölmiðlum? Aldeilis ekki. Þeir
sem hafa uppi gamla...
Grímur G.
Lesa meira
Las grein þína hér á síðunni um spilakassana, ekki þá fyrstu.
Mér finnst rosalega sterkt orðalag hjá þér að "frábiðja sér
ræðuhöld um ágæti Rauða krossins, Landsbjargar og HÍ á meðan þessir
aðilar hafa fé af veiku fólki". Við þessa upptalningu mætti svo
væntanlega bæta SÁÁ að ógleymdri íþróttahreyfingunni eins og hún
leggur sig (eða er Lottóið og Getraunirnar þar sem aldurstakmarkið
er ekkert undir aðra sök seld heldur en kassarnir)? Stóra
spurningin er, og henni hef ég aldrei heyrt þig svara og kalla því
eftir því hér...
Tumi Kolbeinsson
Lesa meira
Mér þótti gott að sjá bréfið frá Ágústi um spilafíknina. Sjálf
þekki ég þennan vanda vel því sonur minn er háður þessum fjanda.
Það er hárrétt hjá Ágústi að þetta friðþægingartal þeirra sem reka
spilakassana um að flestir sem spili geri það fyrir lítinn pening
og sjálfum sér að skaðlausu, er algerlega út í hött. Það er þessum
aðilum til vansa að gera út á veikt fólk og get ég skrifað upp á
hvert einasta orð þitt Ögmundur í grein þinni hér á síðunni um
fjármögnun Háskóla Íslands. Ég hef enga þolinmæði fyrir þetta tal
um "háskóla í fresmtu röð" ef hann á að komast þangað með því
að...
Helga
Lesa meira
Í sambandi við grein þína um starfslokagreiðslu fyrrum forstjóra
Straums-Burðaráss, langar mig að benda á eftirfarandi: Hugsanlegt
er að deyfð fólks gagnvart málinu megi meðal annars rekja til
fulltrúa þess á Alþingi. Á Alþingi tóku forystumenn
stjórnarandstöðunnar höndum saman við þá Halldór og Davíð og sviku
út forréttindi sjálfum sér til handa. Eftirlaunaforréttindi með
lítilli 50% launahækkun til formanna stjórnarandstöðunnar sem
viðbit. Þótt litið sé fram hjá launahækkun til formanna
stjórnarandstöðuflokkanna, hafa Samtök atvinnulífsins virt
eftirlaunaforréttindin ein til 50 milljóna kr. starfslokagreiðslu
fyrir þingmenn og til 100 milljóna kr. starfslokagreiðslu fyrir
ráðherra. Síðustu fréttir af málinu eru þær að...
Hjörtur Hjartarson
Lesa meira
...Sem virkum spilafíkli fer það mest í taugarnar á mér þegar
forsvarsmenn halda þeim þvættingi fram að stærstur hluti teknanna
komi frá fólki sem setji 500-þúsundkall í kassana og láti það got
heita. Sem einstaklingur sem spilað hefur í þessum kössum í langan
tíma, mér og mínum nánustu til mikils skaða, get ég sagt með fullri
vissu að a.m.k. 90 prósent þeirra peninga sem í spilakassa fara eru
frá sjúku fólki sem lagt hefur fjárhag, og það sem verra er,
geðheilsu sína og sinna nánustu í rúst. Ég geri mér grein fyrir því
að ...
Ágúst
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum