AÐ HRUNI KOMINN Júní 2004

Bláhenda

Í dag fréttist að Jón Steinar Gunnlaugsson ætli að sækjast eftir því að komast að sem dómari í Hæstarétti. Það vakti sérstaka athygli undirritaðs að Jón skyldi láta hafa það eftir sér að hann gæti ekki ímyndað sér að það væri nokkrum manni á móti skapi að hann fengi að gerast hæstaréttardómari.
Að gefnu tilefni varð til þessi bláhenda:

Fæstir reiða refsivönd
og ranglætinu svara
þegar Davíðs hægri hönd
í Hæstarétt vill fara.

Kristján Hreinsson, skáld

Lesa meira

Nei Ólafur, nei

Í sunnudagsmogga sitja forsetaframbjóðendur fyrir svörum. Þeir svara ágætlega fyrir sig, ekki síst Ólafur Ragnar. Vanur maður. Af hverju er núverandi forseti stoltastur frá átta ára forsetaferli sínum, spyr blaðamaður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur upp mikla frásögn af því sem hann telur að vel hafi tekist til um. Hann hafi til dæmis stuðlað að framgangi íslenskra listamanna. Ágætt, prýðilegt. En í sömu setningu er upptalningunni haldið áfram, hann hafi...
Hafsteinn Orrason

Lesa meira


Á öskuhaugum sögunnar

Íslenskan hefur á ýmsum sviðum breyst svo hratt að hinir mætustu menn hafa lent í dómstólaveseni vegna rangrar hugtakanotkunar. Ekki fyrir svo mörgum árum var t.d. óspart talað um skattsvik og skattsvikara og var það hugtak notað um menn sem reyndu að skjóta sér undan að greiða þau gjöld til samfélagsins sem þeim bar. En nú heyra skattsvikin, sem ég er enn vel að merkja fastur í og nota í tíma og ótíma, sögunni til. Nú er talað um áætlaða "skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga" eins og segir til að mynda í Fréttablaðinu 12. júní s.l. En í fréttinni kemur skýrt fram að...
Þjóðólfur

Lesa meira


Heimskan á sér engin takmörk

Kæri Ögmundur.
Rétt til gamans langar mig að benda á eftirfarandi dæmi sem sýnir hversu fáránleg hugmynd það er að krefjast meira en 50% þátttöku við atkvæðagreiðslur yfirleitt. Gerum ráð fyrir því að kjósa eigi milli tveggja ólíkra kosta sem ég vel að kalla A og B. Gerum ráð fyrir því að settar verði reglur um það að a.m.k. 75% kosningabærra manna verði að taka þátt í kosningunni til þess að niðurstaða hennar teljist gild.Gerum síðan ráð fyrir því að...
Sigmundur Guðmundsson, stærðfræðingur

Lesa meira


Dæmigert fyrir Alþingi?

Samkvæmt nýjum fréttum er fram komin tillaga, soðin saman af Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni, þar sem þeir mæla með að í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin yrði krafist 75% þátttöku kosningabærra manna. Ef þátttaka væri minni væri tillagan fallin. Ef þessi háttur væri á hafður þyrfti ekki einu sinni að telja atkvæðin ef 25.1% kjósenda skiluðu sér ekki á kjörstað. Málið væri úr sögunni vegna ónógrar þátttöku, jafnvel þó öll greidd atkvæði kosningabærra manna féllu á annan veginn. Ég er að velta fyrir mér hvort ...
Benedikt Sigurðsson.

Lesa meira

Þetta er frábært Ólafur!

Í framhaldi af þessari litlu leiðréttingu tek ég undir hamingjuóskir Runólfs til Herra Ólafs sem hefur aldeilis staðið sig í stykkinu í boltanum með Baugsurum, að ekki sé nú talað um meistarataktana á skíðunum með fræga fólkinu í Aspen eins og berlega má sjá á veraldarvefnum, nánar tilekið á aspensnowmass.com. Mér er orða vant að lýsa...
Þórólfur Þórðarson

Lesa meira

Til hamingju Ólafur forseti!

Ef marka má skoðanakönnun Baugstíðinda í dag hlýtur að vera hátíð í bæ á Bessastöðum. Samkvæmt könnuninni nýtur sitjandi forseti hvorki meira né minna en 66,3% fylgis meðal þjóðarinnar en mótframbjóðendur hans, sem alls endis óþarft er að kynna, eiga svo sannarlega á brattann að sækja. Til marks um firnasterka stöðu Herra Ólafs má t.a.m. geta þess að Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins...
Runólfur Áki

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar