AÐ HRUNI KOMINN Júní 2004

Bláhenda

Í dag fréttist að Jón Steinar Gunnlaugsson ætli að sækjast eftir því að komast að sem dómari í Hæstarétti. Það vakti sérstaka athygli undirritaðs að Jón skyldi láta hafa það eftir sér að hann gæti ekki ímyndað sér að það væri nokkrum manni á móti skapi að hann fengi að gerast hæstaréttardómari.
Að gefnu tilefni varð til þessi bláhenda:

Fæstir reiða refsivönd
og ranglætinu svara
þegar Davíðs hægri hönd
í Hæstarétt vill fara.

Kristján Hreinsson, skáld

Lesa meira

Nei Ólafur, nei

Í sunnudagsmogga sitja forsetaframbjóðendur fyrir svörum. Þeir svara ágætlega fyrir sig, ekki síst Ólafur Ragnar. Vanur maður. Af hverju er núverandi forseti stoltastur frá átta ára forsetaferli sínum, spyr blaðamaður. Ólafur Ragnar Grímsson hefur upp mikla frásögn af því sem hann telur að vel hafi tekist til um. Hann hafi til dæmis stuðlað að framgangi íslenskra listamanna. Ágætt, prýðilegt. En í sömu setningu er upptalningunni haldið áfram, hann hafi...
Hafsteinn Orrason

Lesa meira


Á öskuhaugum sögunnar

Íslenskan hefur á ýmsum sviðum breyst svo hratt að hinir mætustu menn hafa lent í dómstólaveseni vegna rangrar hugtakanotkunar. Ekki fyrir svo mörgum árum var t.d. óspart talað um skattsvik og skattsvikara og var það hugtak notað um menn sem reyndu að skjóta sér undan að greiða þau gjöld til samfélagsins sem þeim bar. En nú heyra skattsvikin, sem ég er enn vel að merkja fastur í og nota í tíma og ótíma, sögunni til. Nú er talað um áætlaða "skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga" eins og segir til að mynda í Fréttablaðinu 12. júní s.l. En í fréttinni kemur skýrt fram að...
Þjóðólfur

Lesa meira


Heimskan á sér engin takmörk

Kæri Ögmundur.
Rétt til gamans langar mig að benda á eftirfarandi dæmi sem sýnir hversu fáránleg hugmynd það er að krefjast meira en 50% þátttöku við atkvæðagreiðslur yfirleitt. Gerum ráð fyrir því að kjósa eigi milli tveggja ólíkra kosta sem ég vel að kalla A og B. Gerum ráð fyrir því að settar verði reglur um það að a.m.k. 75% kosningabærra manna verði að taka þátt í kosningunni til þess að niðurstaða hennar teljist gild.Gerum síðan ráð fyrir því að...
Sigmundur Guðmundsson, stærðfræðingur

Lesa meira


Dæmigert fyrir Alþingi?

Samkvæmt nýjum fréttum er fram komin tillaga, soðin saman af Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni, þar sem þeir mæla með að í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin yrði krafist 75% þátttöku kosningabærra manna. Ef þátttaka væri minni væri tillagan fallin. Ef þessi háttur væri á hafður þyrfti ekki einu sinni að telja atkvæðin ef 25.1% kjósenda skiluðu sér ekki á kjörstað. Málið væri úr sögunni vegna ónógrar þátttöku, jafnvel þó öll greidd atkvæði kosningabærra manna féllu á annan veginn. Ég er að velta fyrir mér hvort ...
Benedikt Sigurðsson.

Lesa meira

Þetta er frábært Ólafur!

Í framhaldi af þessari litlu leiðréttingu tek ég undir hamingjuóskir Runólfs til Herra Ólafs sem hefur aldeilis staðið sig í stykkinu í boltanum með Baugsurum, að ekki sé nú talað um meistarataktana á skíðunum með fræga fólkinu í Aspen eins og berlega má sjá á veraldarvefnum, nánar tilekið á aspensnowmass.com. Mér er orða vant að lýsa...
Þórólfur Þórðarson

Lesa meira

Til hamingju Ólafur forseti!

Ef marka má skoðanakönnun Baugstíðinda í dag hlýtur að vera hátíð í bæ á Bessastöðum. Samkvæmt könnuninni nýtur sitjandi forseti hvorki meira né minna en 66,3% fylgis meðal þjóðarinnar en mótframbjóðendur hans, sem alls endis óþarft er að kynna, eiga svo sannarlega á brattann að sækja. Til marks um firnasterka stöðu Herra Ólafs má t.a.m. geta þess að Vigdís Finnbogadóttir hlaut aðeins...
Runólfur Áki

Lesa meira

Frá lesendum

VIÐ LÁTIN BORGA ERLENDRI AUGLÝSINGASTOFU TIL AÐ TREKKJA AÐ ÍSLANDI!

Í fjölmiðlum kemur fram að innan heilbrigðisgeirans sé gagnrýnt hve hratt eigi að fara í að opna landið fyrir ferðamönnum. Nú les ég að skattgreiðendur verði látnir greiða reikning til breskrar auglýsingastofu upp á fleiri hundruð milljónir til að trekkja að sem allra flest aðkomufólk. Af þessi vakna tvær spurningar: 1) Meina stjórnendur þessa lands ekkert með tali sínu og skrifum um að kaupa eigi íslenskt? 2) Eitt er að opna landið, annað að vilja gleypa allan heiminn! Þykir þetta góð dómgreind? Var meiri hófsemi í ferðamennskunni ekki ...
Sunna Sara

Lesa meira

HÓF VERÐI Á TÚRISMANUM!

Oft hef ég séð þig skrifa til stuðnings ferðamennsku Ögmundur. Ég hef verið þér sammála en finn að ég er að snúa við blaðinu - svona innra með mér.
Nú í veirufárinu er ferðamennskan fyrir bí - í bili.
Hvílíkur léttir! Getur ekki orðið of mikið um áganginn af ferðamönnum - bæði þeim hér og þá sömuleiðis af okkur í útlöndum? Barselóna og Feneyjar vilja helst ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

NÓG AÐ GERA FYRIR NÝFENGIÐ VINNUAFL

Komdu sæll og ávallt blessaður. Þar eð þú ert fyrrum þing- og enbættismaður langar mig að koma því í letur til þín nú þegar allar horfur eru á að mikill fjöldi manna verði á launum  hjá ríkinu að þegar túrisminn kom svo ört til landsins að fólkið örnaði sér úti um móa og holt í landinu til litils sóma, hvort ekki væri nú tækifæri nú til að setja göngustíga, varnargirðingar, salerni með nýfengnu vinnuafli? ...
Jónas

Lesa meira

EKKI NAFN OG KENNITALA HELDUR KJARATALA

Sammála því sem fram kemur í stuttu en skýru 1. maí ávarpi þínu hér á síðunni um hvað þurfi að ræða svo við verðum viðbúin því að endurreisa Ísland á nýjum forsendum. Það er rétt sem þú segir að í þeirri umræðu þurfi menn að segja til nafns og hver kjör þeir búa við sjálf(ir).
Guðf. Sig.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA TVÖ - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ORKUPAKKI 4

Þessi grein er framhald síðustu greinar, frá 20. janúar 2020, um sama efni. Haldið verður áfram að rekja innihald tilskipunar ESB 2019/944 um raforku. Tilskipunin er hluti af orkupakka 4. Í síðustu grein var endað á 16. gr. tilskipunarinnar. Eins og áður hefur komið fram brugðust Alþingi og ríkisstjórn Íslands algerlega í orkumálum þjóðarinnar með innleiðingu á orkupakka 3. Hið sama gerðu fyrri þing og fyrri ríkisstjórnir sem vörðuðu leiðina að takmarki einka- og braskvæðingar orkulindanna og nýtingar þeirra. Þjóðin er aldrei spurð álits en vísað til þess að menn hafi umboð kjósenda eftir kosningar. Það eru rök sem halda alls ekki enda eru þeir fáir þingmennirnir sem standa við loforð sín eftir kosningar. „Það er leikur að ljúga leikur sá er mér kær“ var sungið í áramótaskaupinu árið 1967, í umsjón Flosa Ólafssonar ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: COVID-FARALDUR OG KREPPA - SKOÐUN

Ísland er nú á miðjum skala yfir dánartíðni vegna Covid-19 í heiminum. Dánartíðnin á heimsvísu sýnist sambærileg við árstíðabundna inflúensu, en viðbrögðin eru alveg ósambærileg. „Aukaverkanir“ heilbrigðisstefnunnar eru kreppa sem er líkleg til að valda miklu meiri þjáningu en veikin sjálf. Íslensk stjórnvöld stæra sig af glæstum árangri í baráttunni við heimsfaraldurinn Covid-19. Aðeins 10 eru dánir af veikinni á Íslandi (af Covid-19 og öðrum undirliggjandi sjúkdómum), af 357 þúsund manna þjóð. Dánartíðni vegna sjúkdóma er gjarnan mæld sem hlutfall af milljón, og íslenska dánartalan tilsvarar 28 eða 29 af milljón. Our World in Data er rannsóknarstofnun tengd háskólanum í Oxford og ástundar útreikninga um hnattræn vandamál, fátækt, sjúkdóma, hungur, loftslagsbreytingar, stríð m.m. og byggir á ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: HUGLEIÐINGAR UM COVID-KREPPU

... Getur ein veira sem er ekki sýnist afskaplega mannskæð miðað við sumar aðrar (sjá hér aftar) valdið þvílíkum skaða á efnahagslífi og samfélagi? Nei, en veiran kemur sem viðbót við aðra sjúkdóma sem hrjá hið kapítalíska efnahags- og samfélagskerfi og því verða afleiðingarnar meiri en sjúkdómurinn sjálfur gefur tilefni til ... Fæðuöryggið er í öfugu hlutfalli við stig hnattvæðingar. Kreppan opinberar að „fæðuflæðið“ er líka mjög viðkvæmt. Það má ljóst vera, og tengist hnattvæðingarþróun, að sjálfbjargarstig Íslands hefur aldrei verið minna en nú. Í þessu efni eiga bændur og bæjarbúar (og umhverfissinnar) nú augljóslega sameiginlega hagsmuni af að byggja það aftur upp. ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar