AÐ HRUNI KOMINN Júní 2003
Sæll Ögmundur!
Ég las grein eftir þig í Mogganum þar sem þú fjallar um Háskólann í
Reykjavík og þær hugmyndir sem Guðfinna rektor hefur haft um
rekstrarform skólans. Ég er þér algjörlega ósammála varðandi það að
þessar hugmyndir þeirra Guðfinnu og rektorsins á Bifröst séu ekki
til góðs fyrir háskólalífið á Íslandi. Ég tel Háskólann í Reykjavík
hafa gjörbreytt landslaginu hérna til hins betra í háskólalífinu og
veitt HÍ tímabært mótvægi. Mig langar hins vegar að vita nánar
hvaða hugmyndir þið í VG hafið um framtíð Háskólans í Reykjavík. Ég
er nemandi hérna og skiptir þetta mig því miklu máli.
Árni Gunnarsson
Lesa meira
Í skólaskýrslum Menntaskólans á Akureyri frá fyrri árum má lesa
sér til um atvinnu foreldra þeirra sem þangað sóttu sér þekkingu og
menntun. Bændur, verkamenn, sjómenn og iðnverkamenn virðast hafa
átt margar dætur og syni í MA, enda fjölmennar starfsstéttir.
Skólinn þar fyrir utan háborg skólamenntunar landsbyggðarfólks
lengi fram eftir öldinni sem leið og heimavistardvölin sá
bjarghringur margra fátækra fjölskyldna sem varð til þess að þeim
tókst að styðja barn sitt og stundum börn sín til mennta. Kannski
gufuðu aðstæður fátæks fólks upp eftir Tryggvi Gíslason varð
meistari í MA.
Ólína
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Ég skrifaði þér lesendabréf 26. mars sl. þar sem ég fjallaði
um blekkingar Bandaríkjastjórnar í Íraksmálinu og gaf vefslóð máli
mínu til stuðnings. Allt þetta birtir þú undir fyrirsögninni
Falsanir notaðar sem röksemdir fyrir styrjöld, og ég sé að
enn er hægt að nálgast þetta bréf með því að fara í eldri
lesendabréf frá þessum tíma.
Kveðja,Helgi
Lesa meira
Upp á síðkastið hef ég lagst í dálitlar heimspekilegar
vangaveltur og tengjast þær þenkingar mínar að stórum hluta Bush
Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Alls kyns fræðingar í íslensku
menningarelítunni tala nú mikið um póstmódernisma eins og ekkert sé
sjálfsagðara. Ekki liggur þetta hugtak fyrir fótum mér en ég veit
þó að þetta tengist ekkert póstþjónustunni eins og sumir, bæði
leikir og lærðir, hafa talið.
Þjóðólfur
Lesa meira
Sæll
Ögmundur.
Oftast er
ég ósammála málflutningi og afstöðu Davíðs Oddssonar og
Björns Bjarnasonar,
en ég virði skoðanir þeirra eins og annarra og viðurkenni
fúslega
að Björn Bjarnason er sá borgaralegi stjórnmálamaður íslenskur
sem býr yfir
hvað víðtækastri þekkingu á utanríkismálum.
Ólína
Lesa meira
Sæll Ögmundur.
Þeir voru að sýna langa auglýsingamynd í dagskrárefnislíki Markús
Örn og Bjarni Guðmundsson. Í dagskrárkynningu hét hún Á ferð og
flugi um Suður-Afríku. Halda mátti að efnið væri auglýsing á
borð við samfylkingarauglýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
sem tekin var í aristókratískri byggingu í Þingholtunum í hvítu og
átti að höfða til íslensks almúga, en nei, þetta átti að vera
dagskrárgerð.
Ólína
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum