MORGUNBLAÐIÐ: SANNFÆRING EÐA TVÍSKINNUNGUR?

Í pistli hér á síðunni í gær lauk ég lofsorði á Staksteinahöfund Morgunblaðsins fyrir ágæta hugvekju frá síðasta sunnudegi. Ekki er efni til að endurtaka lof og prís vegna Staksteinapistils frá í dag. Umræðuefnið er andstaða Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við stjórnarfrumvarp, sem auðveldar Valgerði álráðherra og félögum hennar í ríkisstjórn að veita heimildir til að rannsaka virkjunarkosti svo svara megi orkuþörf þeirra stóriðjufyrirtækja sem lokkuð hafa verið til landsins með kostaboðum um lágt orkuverð og þæg og undirgefin stjórnvöld...Annars vegar er um að ræða meirihluta, sem getur keyrt sitt í gegn í krafti yfirburðastöðu sinnar, hins vegar er það minnihluti sem reynir að breyta gangi mála. Morgunblaðið segist sammála minnihlutanum í þessu máli, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, en biður flokkinn jafnframt um að þegja. Hvað segir þetta okkur um sannfæringu Morgunblaðsins í þessu máli? Mér finnst þessi afstaða jaðra við tvískinnung. Staksteinahöfundur staldrar ekki við til að spyrja hvers vegna alþingismaður flytji vandaða og tilfinningaþrungna ræða í fimm klukkustundir. Staksteinahöfundur gerir þetta að umræðuefni, að því er virðist, til þess eins að ...

Fréttabréf