Umheimur 2016

... Ég hafði ráðgert að segja ítarlega frá ráðstefnunni og því
sem þar kom fram en í ljósi hryðjuverkaárasarinnar í Istanbul um
helgina þar sem 39 létu lífið og 154 særðust
illa, læt ég, að sinni alla vega, sitja við það eitt
að leggja áherslu á að upp úr hverjum einasta manni á
ráðstefnunni - og þarna voru margir helstu forystmenn Kúrda - stóð
stuðningur við friðsamlegar lausnir .... Sama fólkið og sat
ráðstefnuna, altént skoðansystkini þess, bræður og systur í
friðarandanum, er nú hneppt í fangelsisfjötra. Þetta kemur ofan á
fjöldafangelsanir Kúrda á undanförnum mánuðum. Áróður tyrknesku
stjórnarinnar gengur nú allur út á setja alla Kúrda undir sama
hatt. Einn morðingi úr þeirra röðum og þá skulu þeir allir
morðingjar heita ...
Lesa meira

... Kannski er sú kenning rétt að Donald Trump hafi unnið vegna
þess að meintir gáfumenn hafi sagt hann vera fordómafullan og
illgjarnan. Og þar á ofan fífl. Undan því hafi mest sviðið.
Kjósendur sem hafi talið sig eiga samleið með honum í skoðunum að
einhverju eða öllu leyti, hafi tekið slíkri gagnrýni sem árás á sig
og látið þykkjuna síðan ráða í lokuðum kjörklefanum. En engum sagt
frá. Að sjálfsögðu ekki. Maður segir ekki upphátt að maður styðji
fífl. Maður gæti þá hæglega verið álitinn fífl sjálfur. En einmitt
þess vegna hafi allar skoðanakannanir gefið ranga mynd
...
Lesa meira

FEBRÚAR 1933. Kveikt í þinghúsinu í Berlín. Hitler var þá
nýorðinn kanslari og nasistar fjölmennasti þingflokkurinn með rúm
33% atkvæða á bak við sig. Heldur hafði dregið úr fylginu og völdin
ótrygg. Eftir þinghúsbrunann varð valdstjórnarbrautin hins vegar
greiðfær, með lagabreytingum og ofsóknum á hendur "óvinum
ríkisins". JÚLÍ 016. Herinn reynir valdarán í Tyrklandi
...
Lesa meira

... Nú berast fréttir af því að þessir fangar hafi verið
fluttir til meginlandsins og Öcalan settur í
algera einangrun. Fær enginn leyfi til að hafa við hann samband og
hafa stðuningsmenn hans og fjölskylda af þessu þungar áhyggjur ...
Kúrdar eru byrjaðir að svara fyrir sig með árásum á tyrkneskar
hersöðvar og urðu þær kveikjan að mótmælunum í Tyrklandi sem voru
látin heita mótmæli gegn hryðjuverkum Kúrda! Viðurstyggielg
flétta Erdogans er með öðrum orðum að ganga upp! ...
Sammtímis öllu þessu berast fyrrgreindar fréttir frá Imrali eyju.
Það er ástæða til að baráttufólk fyrir mannréttindum
fylgist vel með ...
Lesa meira
Birtist í DV 08.01.16.
... Í öllum
tilvikum eru gerendur ofbeldisins fjarri okkur landfræðilega en
ekki er þar með sagt að við getum firrt okkur ábyrgð. Á
vandamálum stríðshrjáðs heims eru ekki alltaf til einfaldar lausnir
en þær eru þó til oftar en margir vilja vera láta. Ef allir
horfðu í eigin barm og tækju á þeim hluta vandans sem er að finna
heima fyrir má ætla að við byrjuðum á því að þokast fram á
við ... Og varðandi hinar einföldu lausnir sem vikið var
að í upphafi, þá rúmast þær undir regnhlífinni lýðræði. Það
er umhugsunarvert að lausnir stórveldanna á taflborði sýrlenskra
valdastjórnmála, svo nærtækasta dæmið sé notað, snúast aldrei
um þetta hugtak heldur ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum