Umheimur 2014

... Undir lok umfjöllunar sinnar er vikið að hernaðaraðgerðum
sem nú standa yfir: loftárásum á ISIS í Sýrlandi. Vitnað er í
nafngreinda sérfræðinga CIA sem segja að vísbendingar geti verið um
að afskipti Bandaríkjamanna hefðu stuðlað að uppgangi ISIS og að
loftárásirnar nú séu að þjappa saman Jabhat al-Nusra (grein úr Al
Queda) og ISIS, sem að undanförnu hafa deilt. Nú hafa þessi
samtök sameiginlegan óvin - sem eru Bandaríkin og taglhnýtingar
þeirra. Þar erum við Íslendingar því miður hnýttir í tagl ...
Lesa meira
... Á yfirlitsfundi í morgun áður en við hurfum á braut var
farið yfir framkvæmdina og sagði sænskur eftirlitsmaður sem hafði
eins konar yfirumsjón með höndum að hann væri ánægður með framkvæmd
kosninganna. Hnökrar hefðu verið til þess að gera litlir. Nú
verður ahyglisvert að fylgjast með framvindunni að afloknum
þingkosningunum. Svo fór sem spáð var að flokkur Porosjenkós
forseta fékk mest fylgi og næstmest fékk flokkur forsætisráðherrans
Yatsenyeks ... Öllum ber saman um að sríðið og afstaða til þess mun
verði helsti ásteitingarsteinn í úkraínskum stjórnmálum á komandi
misserum og síðan mun verða horft á hitt, hvernig muni takast
að kveða niður spillingu í landinu. Porosjenkó, forsetii, er
sjálfur auðkýfingur og verður fróðlegt að sjá hvort honum muni
takast að aftengjast hagsmunagæslu fyrir sig og sína líka. Allir
helstu ...
Lesa meira

... Utan þingsalar fóru einnig fram umræður og fundir sem voru
ekki síður áhugaverðir. Sérstaklega athyglisvert þótti mér að hlýða
á Petro Symoneko, formann Kommúnistaflokksins í Úkraínu, en
flokkurinn var sl. júlí leystur upp samkvæmt forsetaúrskurði
og mál samhliða höfðað gegn einstökum flokksmönnum fyrir landráð.
Svo einhliða hefur umræðan verið um Úkraínu að á sjálfu
mannréttindaþingi Evrópuráðsins í Strasbourg hefur það ekki
þótt tiltökumál ...
Lesa meira
Birtist í DV 26.08.14.
...Eftir fund
sinn með framkvæmdastjóra NATÓ hafði Gunnar Bragi Sveinsson,
utanríkisráðherra riðið á vaðið með eindregnum
stuðningsyfirlýsingum við hernaðarbandalagið. Engum leyndist áhugi
utanríkisráðherra á því að leiða framrétta betlihönd gestar síns
ofan í vasa íslenskra skattgreiðenda: "Við framkvæmdastjóri
NATÓ áttum mjög góð samtöl í þessa veru," er haft eftir
ráðherra í Fréttablaðinu föstudaginn 15. ágúst og vísaði hann í ...
Ég hef oft haldið því fram að eftir þessar áherslubreytingar hafi
NATÓ orðið okkur hættulegri félagsskapur en nokkru sinni, og því
hættulegri eftir því sem ...
...
Lesa meira
Birtist í DV 06.08.14.
Allur almenningur
í heiminum stendur agndofa frammi fyrir ofbeldinu sem Ísraelar
beita Palestínumenn, nú síðast á Gaza. Og forsvarsmönnum margra
ríkja heims er órótt. Þegar ráðist er á flóttamannabúðir á vegum
Sameinuðu þjóðanna, talar framkvæmdastjóri SÞ um stríðsglæpi.
Frakklandsstjórn segir nú í byrjun vikunnar að Evrópusambandið
verði að beita sér af meira krafti til í að stöðva blóðbaðið.
Bandaríkjastjórn tekur undir. Líka íslensk stjórnvöld. Það er gott.
En svo kemur hún, setningin sem gerir gagnrýnina nánst að
engu: "Ísrael hefur rétt til að verja sig!" Þetta er siðlausasta
setningin af þeim öllum. Vegna þess ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 29.07.14.
Bandaríska vikuritið Time helgar útgáfu sína síðustu
viku júlímánaðar þeirri tilgátu að nýtt Kalt stríð sé í
uppsiglingu og að þar sé Pútín Rússlandsforseti höfuðsökudólgur.
Umfjöllun Time minnir reyndar mjög á nálgun og orðfæri Kalda
stríðsins eins og ég kynntist því m.a. sem fréttamaður
erlendra frétta á áttunda og níunda áratugnum. Í umræddu Time blaði
er ítarleg umfjöllun um malasísku flugvélina sem var skotin niður
yfir Úkraínu, sýndar myndir af limlestum líkum og slitrum úr bókum
barna sem höfðu farist. Rifjað er upp að 298 manns hafi farist.
Lesendum er greint frá því að bandaríska leyniþjónustan segi með
"vaxandi vissu" að aðskilnaðarsinnar hafi skotið vélina niður með
eldflaugum sem Moskvu-stjórnin hafi fengið þeim í hendur. Slíkar
flaugar hafi ...
Lesa meira

Ég er óráðinn í því hvað mér finnst vera rétt að gera varðandi
stjórnmálaslit við ofbeldisfullt ríki. Hallast þó gegn því. Mér
finnst hins vegar gott að slíkur möguleiki komi upp í umræðu
gagnvart Ísrael vegna ofbeldisglæpa ísraelska ríkisins ...
Auðvitað vitum við innst inni að hægt er að sýna andúð okkar á
enn markvissari hátt: Með því að slíta stjórnmálasambandi við
Bandaríkin því það eru þau sem skapa Ísrael alþjóðlegt skjól og
hafa gert í meira en hálfa öld. Slíkt kæmi líka meira við okkur.
Alvaran í málinu myndi þá brenna heitar á okkur. Öllum yrði ljóst
hve okkur væri misboðið og að við vildum eitthvað á okkur leggja.
Eins og til að árétta söguleg tengsl ...
Lesa meira

Athygli vekur röksemdafærslan sem John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, notaði á fundi með fréttamönnum þegar hann fordæmdi
íhlutun Rússa á Krímskaga: "Það er ekki við hæfi að ráðast inn
í land og þröngva þar fram vilja sínum að baki byssuhlaupi.
Þetta er ekki 21. öldin, eða háttalag G-8 stórvelda".
... Forseti Rússlands svaraði á eftirfarandi hátt á
fréttamannafundi: " Það er nauðsynlegt að minnast ...
Obama forseti segir nú fáheyrt að ætlast til þess að vilji íbúa á
Krím-skaga eigi að ráða því innan hvaða ríkis þeir vilji vera.
Hvers vegna skyldi það vera svona fráleit hugmynd Rússa? Og er það
ekkert undarlegt að helstu "lýðræðisríki" heims í Evrópu og
Bandaríkjunum skuli leggjast á sveif með fasískum og ný-nasískum
öflum sem ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum