Umheimur 2012

DEILUAÐILAR?

Birtist í DV 23.11.12.
DV

...Um Gaza er það að segja að þar býr 1,7 milljón manns í því sem lýst hefur verið sem stærstu fangabúðum heims því svæðið hefur verið í herkví frá árinu 2007 og raunar mun lengur. Þetta er það sem nú er vísað til sem "deiluaðila".Voru deiluaðilar í Auschwitz? Voru deiluaðilar í Suður-Afríku? ...Í kjölfar útifundarins kom fram fólk sem gagnrýndi útifundinn og sérstaklega undirritaðan fyrir að tala tveim tungum. Annars vegar fordæma fjöldamorð á Gaza og hins vegar framfylgja Dyflinnarsáttmálanum um að senda hælisleitendur til þess lands sem þeir fyrst komu til inn á Schengen-svæðið. Rangar fullyrðingar hafa komið fram um þetta efni ...

Lesa meira

ÁVARP VIÐ SENDIRÁÐ: SLEGGJAN OG STEÐJINN

palestina -öj

...Hvað þyrfti að gera til að koma OKKUR aftur í miðaldir? Við værum alla vega komin hundrað ár til baka ef Gvendarbrunnunum  - vatnsbólum okkar Reykvíkinga - yrði spillt. Svo yrði Perlan sprengd og hitavatnstankarnir undir henni, síðan rafmagnið og þá sjúkrahúsin. Allt þetta er nú að gerast á Gaza. Það er að gerast í alvöru - eina ferðina enn.  Og við sitjum og fylgjumst með. Bíðum eftir næsta fréttatíma. Hvað verður búið að drepa mörg börn í tíu fréttum? Marga gyðinga dreymdi um land þar sem allir væru...

Lesa meira

FJÖLMENNUM Á ÚTIFUND Í DAG!

Palestina 1

Í dag klukkan 17:00 verður efnt til mótmælafundar vegna voðaverkanna á Gaza fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi. Í tilkynningu frá Félaginu Ísland-Palestína segir að tilefni fundarins séu "grimmilegar árásir Ísraelshers og fjöldamorð þeirra á palestínskum borgurum á Gaza ströndinni... Bandaríkin eru í lykilstöðu til að stöðva blóðbaðið á Gaza. Félagið Ísland-Palestína krefst þess að Bandaríkjamenn með Obama forseta í fararbroddi stöðvi fjöldamorðin í Palestínu... Kröfur fundarins: - STÖÐVUM BLÓÐBLAÐIÐ - RJÚFUM HERKVÍNA - OBAMA, STOP THE MASSACRE! - ALÞJÓÐLEGA VERND - FRJÁLS PALESTÍNA...

Lesa meira

Frá lesendum

AFVEGALEIDD UMRÆÐA

Hvað er varaflugvöllur?  Flugvélar á leið til Íslands, Keflavíkur eða Reykjavíkur, þurfa að hafa varaflugvöll ef veður breytist á leiðinni og ekki hægt að lenda við komu til landsins. Sá varaflugvöllur þarf eðli málsins samkvæmt að vera á öðru veðursvæoi svo tryggt sé. Varaflugvellir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvalla eru og hafa verið um áratugi, Akureyri, Egilsstaðir og Glasgow. Umræða um ...
Grétar H. Óskarsson,
flugvélaverkfræðingur

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Sveinn Rúnar Hauksson skrifar: VIÐSNÚNINGUR ÍSLANDS GAGNVART PALESTÍNU?

Allt frá 18. maí 1989 er Alþingi mótaði samhljóða stefnu í Palestínumálinu hefur Ísland tekið afstöðu með mannréttindum og sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar. Sú afstaða var staðfest samhljóða af Alþingi hinn 29. nóvember 2011 þegar samþykkt var mótatkvæðalaust að viðurkenna Palestínu sem fullvalda sjálfstætt ríki. Þessi grundvallarafstaða hefur meðal annars birst í afstöðu í atkvæðagreiðslum innan Sameinuðu þjóðanna.
Nýverið varð viðsnúningur ...

Lesa meira

Kári skrifar: DÓPNEYSLA Á EKKI ERINDI HJÁ ÞEIM SEM HAFNA DÓPINU

Illa áttað fólk á Alþingi og utan þess sér lausn í því að afglæpavæða eiturlyf og vill jafnvel gera þau lögleg. Þar eru menn augljóslega á rangri braut. Það er merkilegt að á sama tíma og tóbaki er víða úthýst[i], m.a. vegna áherslna innan Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna, virðast sumir telja að eitthvað allt annað eigi að gilda um eiturlyf. Þar vilja sumir ganga í þveröfuga átt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ER ÚRELTUR EVRÓPURÉTTUR ÁFRAM GILDANDI RÉTTUR INNAN EFTA?

Það er bæði gömul og gild spurning hver sé gildandi réttur [lex applicabilis]. Ágætir menn hafa á það bent að gerðir orkupakka þrjú séu ekki ekki lengur gildandi réttur innan Evrópusambandsins, heldur gerðir orkupakka fjögur. Þetta eru mjög áhugaverðar hugleiðingar og eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er ekkert í lögfræði sem er hafið yfir gagnrýni.
Þarna er lagalegt álitaefni sem ekki verður afgreitt burt með því að fá „keypt álit“...

Lesa meira

Kári skrifar: Lækkar samkeppni á raforkumarkaði verð til notenda?

...  Enn fremur þarf að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það [þar sem þingið skuldbindur sig til að hlíta niðurstöðunni] hvort þjóðin er samþykk því að reistir verið vindorkugarðar á Íslandi og þá hvar. Það gengur ekki að stjórnmálamenn, braskarar og fjárglæframenn, vaði yfir lönd og jarðir, á „skítugum skónum“, og spyrji þjóðina ekki álits. Það er algerlega ótækt ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: FASISMINN 100 ÁRA - HAR ER HANN NÚ?

Í þessum mánuði eru 100 ár liðin frá því ítalskir fasistar fóru „Gönguna til Rómar“ sem endaði á því að konungur Ítalíu skipaði Mússólíni forsætisráðherra 29. október 1922. Árin 1919-1921 á Ítalíu voru eftir á nefnd Bennio Rosso „Tvö árin rauðu“. Þau einkenndust af efnahagslegri og pólitískri kreppu, upplausn og mjög róttækri verkalýðshreyfingu sem skoraði kapítalismann á hólm. Víðtæk ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar