SKILABOÐ VERHAGENS

Verhagen - EU

Fréttir frá Hollandi þess efnis að Maxime Verhagen, utanríkisráðherra landsins, hafi reynt að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi í Icesave málinu vekja upp ýmsar áleitnar spurningar. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherrra Íslands, hefur staðfest að Verhagen hafi sagt að "farsælast" væri að Alþingi afgreiddi ríkisábyrgð vegna Icesave hið snarasta. Í hádegisfréttum RÚV í dag sagði Össur þessi ummæli "óheppileg". Undir það vil ég taka og bæta því við að tilraun til að tengja ríkisábyrgð vegna Iceave við aðildarumsókn Íslands að ESB er ósvífin og hlýtur að hringja varúðarbjöllum meðal Íslendinga. Reyndar fagna ég því að þessi afstaða hollensku ríkisstjórnarinnar skuli ekki liggja í þagnargildi. Það er mikilvægt fyrir okkur að vera vel upplýst um raunverulega afstöðu viðsemjenda okkar innan Evrópusambandsins nú þegar rætt er um aðild Íslands að sambandinu; að þar eru ekki bara viðhlæjendur á ferð, notalegt samstarfsfólk úr nefndastarfi í Brussel,  heldur harðsvíraðir hagsmunagæslumenn, vel verseraðir í utanríkispólitík nýlendutímans.        

Fréttabréf