Umheimur 2009

Erindi flutt í Norræna húsinu á samstöðudegi SÞ með palestínsku
þjóðinni
...Hvernig skyldi maðurinn sem missti báða fætur sínar í
árásinni á Gaza skilgreina hlutleysi, eða sjómaðurinn sem missti
hönd sína í skotárás, maðurinn sem Hjálmtýr Heiðdal segir okkur
frá? Eða öll hin, sem eiga um sárt að binda? Hvernig skyldi þeim
verða við þegar Öryggisráð SÞ mun neita - að kröfu
Bandaríkjastjórnar - að virða niðurstöður rannsóknarskýrslu
Goldstone-nefndarinnar? Og hvað skyldi þeim þykja um hlutleysi
Norðmanna eða værukærð íslenskra stjórnvalda? Þar er ég líka að
tala um sjálfan mig...Engar patentlausnir eru til. En hitt er ljóst
að heimurinn má ekki sofna. Og ef hann heldur vöku sinni mun sigur
vinnast. Fólkinu í heiminum tókst á endanum að ...
Lesa meira

...Sunnudaginn 29. nóvember verður efnt til
samstöðufundar með Palestínu. Fundurinn er haldinn í
Norræna húsinu í Reykjavík og hefst hann
klukkan 15. Gert er ráð fyrir að hann standi í
klukkustund eða þar um bil. Þessi dagur er alþjóðlegur
samstöðudagur og er haldinn að undirlagi Sameinuðu þjóðanna ár
hvert. Það er nefnilega svo einsog margir vita að Sameinuðu
þjóðirnar hafa margoft... en síðan mun Björn Thoroddsen og félagar
í Guitar Islandicio flytja nokkur lög og
Anna Tómasdóttir hjúkrunarnemi flytur erindi og
sýnir myndir...
Lesa meira

Aldrei hef ég verið í eins mörgum viðtölum við erlenda fjölmiðla
og á undanförnum dögum - í kjölfar afsagnar minnar úr ríkisstjórn.
Þótt ýmsum áhugamönnum um átakalaus stjórnmál hafi ekki orðið
svefnsamt vegna væringa sem tengjast afsögninni þá leyfi ég mér að
fullyrða að viðtöl við íslenska stjórnmálamenn í erlendum
fjölmiðlum eru málstað Íslands til góðs. Þannig get ég huggað mig
við að ég kunni að hafa lagt eitthvað gott af mörkum undanfarna
daga utan heilbrigðisráðuneytisins....Sem dæmi um vefmiðil sem
milljónir heimsækja er vefmiðill breska útvarpsins BBC en þar
birtist í dag grein þar sem m.a. er vísað í mín ummæli og
Stefáns Ólafssonar, prófessors við Háskóla Íslands...
Lesa meira
Í morgun fékk ég senda í tölvupósti myndasyrpuna hér að
neðan. Hún er áhrifarík. Annars vegar af ofsóknum á hendur gyðingum
frá valdaskeiði Nasista og hins vegar af ofsóknum á hendur
Palestínumönnum af hálfu Ísraela. Stundum er eins og við - flest
hver - höldum að ofbeldið og hinir raunverulegu glæpir gegn
mannkyni séu fyrri tíma mál...

Lesa meira

...Undir það vil ég taka og bæta því við að tilraun til að
tengja ríkisábyrgð vegna Iceave við aðildarumsókn Íslands að ESB er
ósvífin og hlýtur að hringja varúðarbjöllum meðal Íslendinga.
Reyndar fagna ég því að þessi afstaða hollensku ríkisstjórnarinnar
skuli ekki liggja í þagnargildi. Það er mikilvægt fyrir okkur
að vera vel upplýst um raunverulega afstöðu viðsemjenda okkar innan
Evrópusambandsins nú þegar rætt er um aðild Íslands að sambandinu;
að þar eru ekki bara viðhlæjendur á ferð, notalegt samstarfsfólk úr
nefndastarfi í Brussel, heldur harðsvíraðir
hagsmunagæslumenn, vel verseraðir í utanríkispólitík
nýlendutímans.
Lesa meira

Allsérstæð umræða hefur farið fram að undanförnu um samhengið á
milli ofurvaxta Seðlabankans og niðurskuðrar á ríkisútgjöldum.
Þannig hefur komið fram að fulltrúar Alþjóðagjaldeyrsissjóðsins
hafa ákaft varað við vaxtalækkkunum og viljað áður að ríkissjórnin
sannaði að hún væri "trúverðug" við að beita
niðurskurðarsveðjunni. Undir þetta sjónarmið hefur formaður
Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tekið og í síðustu viku
einnig prófessor við Háskóla Íslands, Gylfi Zoega. Fleiri
hafa kvatt sér hljóðs til að tala fyrir þessari undarlegu
hagfræðikenningu einsog ég hef vikið að hér á síðunni...Allt þetta
samhengi hlutanna var til umræðu á nýafstöðnu þingi EPSU, European
Public Servises Union, en það eru Evrópusamtök starfsfólks í
almannaþjónustu. Þar kom fram sú einarða afstaða að efling
almannaþjónustu væri lykilatrið við lausn efnahagskreppu. Á vefsíðu
BSRB er...
Lesa meira
Það var ánægjulegt að hitta Dalai Lama, friðarverðlaunahafa
Nóbels og trúarleiðtoga Tíbeta að máli í heimsókn hans til Íslands.
Í seinni tíð hefur athygli mín oft beinst að Tíbet. Það átti ekki
síst við á síðasta ári þegar Ólympíuleikarnir voru haldnir í Kína.
Þá gerðist tvennt í senn: Andófsöfl í Tíbet reyndu að vekja athygli
á hlutskipti Tíbeta innan Kínverska Alþýðulýðveldisins og Kínaher
reyndi af sama tilefni að bæla allt andóf niður. Hér á landi var
efnt til mótmæla við kínverska sendiráðið í Reykjavík nokkra
laugardaga í röð og hinn 24. ágúst var stofnað til sérstakrar
menningar- og baráttuhátíðar í Salnum í Kópavogi af hálfu Vina
Tíbets. Ég tók þátt í hvoru tveggja, mótmælunum við kínverska
sendiráðið og fundinum í Salnum en þar flutti ég jafnframt ræðu. Á
þetta minnti ég þegar ég var spurður...
Lesa meira
Fyrri hluta vikunnar sótti ég ársþing
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, World Health Organization (WHO),
í Genf í Sviss... Þegar dómarar í Old Baily fangelsinu í London
hrundu niður einhvern tímann um miðbik 19. aldarinnar er taugaveiki
geisaði innan múranna, rann það upp fyrir bresku yfirstéttinni að
heilbrigðismál hinna snauðu kæmu einnig henni við. Hvort það er af
sjálfsupphafningu eða einskærri góðmennsku og vorkunsemi að Bill og
Melinda Gates eiga margfalt stærri hlut í frjálsum framlögum til
WHO en sjálf Bandaríkjastjórn veit ég ekki. Sjálfur gæti ég vel
hugsað mér að ...
Lesa meira

Í dag - sunnudag - klukkan 15 gangast fjölmörg félagasamtök,
stjórnmálahreyfingar og fjöldasamtök fyrir mótmælafundi í
Háskólabíói undir kjörorðinu: ÞJÓÐARSAMSTAÐA GEGN FJÖLDMORÐUNUM Á
GAZA. Dagskráin er í senn kröftug og vönduð....Í ljósi
voðaverkanna á Gaza er það nánst skylda sérhvers manns að gera allt
sem í hans valdi stendur til að stöðva ódæðið. Fjöldafundir af því
tagi sem hér er boðað til styrkir kröfu alþjóðasamfélagsins um að
Ísrael verði beitt þrýstingi til að láta af ofbeldinu. Þess vegna
verða allir að mæta sem eiga þess nokkur kost!
Lesa meira

Í dag klukkan 16 verður efnt til fundar í Iðnó í Reykjavík vegna
grimmdarverkanna á Gaza. Það er mikilvægt að fólk sýni samstöðu með
fórnarlömbunum og þá jafnframt og kannski fyrst og
fremst, andstöðu við glórulaust ofbeldið...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum