Umheimur 2006

RÍKISSTJÓRNIN OG LÍBANON: BETUR MÁ EF DUGA SKAL

Birtist í Morgunblaðinu 01.08.06.
...Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: "Réttur" Ísraels til að verja sig. Þessi "réttur" er rækilega tíundaður í hinu "harðorða" bréfi. Hvergi er minnst á "rétt" Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðilega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að "aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila", eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið "harðorða" var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að ... Lesa meira

HVAÐ ER BEST FYRIR HANA?

Þorleifur Gunnlaugsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna þar sem hann hvetur til þess að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og viðskiptabann sett á landið. Þorleifur minnir á viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku á dögum aphartheidstefnunnar: " Í Ísrael situr engu minni ofbeldisstjórn en kynþáttastjórnin í Pretoríu, sem fór með stjórn Suður-Afríku. Ég bið menn um að íhuga þetta vel – vel en hratt. Svo hrikalegt er ástandið nú fyrir botni Miðjarðarhafs, svo skelfilegt er ofbeldið, að engan tíma má missa. Okkur hreinlega ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þeim, sem fyrir ofsóknunum verða, til hjálpar."
Undir þetta skal tekið. Ég setti fram svipaðar vangaveltur vorið 2004. Til sanns vegar má færa að ástandið sé nú orðið mun verra en það var þá og full ástæða til að íhuga þennan kost vel. Sjálfum fyndist mér að fyrsta skrefið eigi að vera... Lesa meira

TVÍSKINNUNGUR STÓRVELDANNA – OG MORGUNBLAÐSINS

Birtist í Morgunblaðinu 30.07.06.
...Jafnframt er haldið uppi stöðugum manndrápum og ofbeldisaðgerðum. Allt þetta gerist eftir að Hamas samtökin, sem kjörin voru lýðræðislega til valda, höfðu einhliða virt vopnahlé í 16 mánuði. Í kjölfar þessara atburða sauð upp úr og bæði Hamas og Hizbollah í Suður-Líbanon gripu til vopna. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið höfðu stutt Ísraela í ofbeldinu og eftir að til átaka kom, var viðkvæðið: "Ísraelar hafa rétt til að verja hendur sínar." Gott ef ekki heyrðist eitthvert taut um þetta í Stjórnarráði Íslands líka, frá umsækjendunum um fulltrúasæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna....

Lesa meira

ÍSLAND GETUR HAFT ÁHRIF Í LÍBANON

Birtist í Fréttablaðinu 29.07.06.
...Ályktun 377,  kom upphaflega til sögunnar árið 1950 að frumkvæði Bandaríkjastjórnar, sem leitaði leiða til að komast framhjá neitunarvaldi Sovétríkjanna í Öryggisráði SÞ. Það var reyndar Bandaríkjastjórn, sem nýtti sér þessa aðkomu í Súezdeilunni vegna neitunarvalds Breta og Frakka í ráðinu. Ályktun 377 gengur einnig undir heitinu Sameining í þágu friðar, Uniting for peace. Í ályktuninni er minnt  á þá skyldu Sameinuðu þjóðanna og allra stofnana þeirra að...

Lesa meira

STÖÐVIÐ MORÐIN NÚNA!!!

Ávarp fyrir framan bandaríska sendiráðið á opnum fundi sem Herstöðvaandstæðingar boðuðu til.

...Nú þarf að reisa kröfu á hendur Ísraelum og bakhjarli þeirra, Bandaríkjunum: Stöðvið stríðsglæpina, stöðvið mannréttindabrotin. Heimurin krefst þess að vopnin verði tekin af fólki, sem ekkert kann annað en að drepa hvert annað.
Ísland á að krefjast þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verði kallað saman þegar í stað svo stöðva megi ofbeldið. Sýnum að okkur er alvara; að við viljum aðgerðir. Enga bið. Okkar krafa er...

Lesa meira

FÖSTUDAG HÁLF SEX FYRIR FRAMAN BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ

Mikilvægt er að sem flestir mæti fyrir framan bandaríska sendiráðið, föstudaginn 27. júlí,  klukkan hálf sex. Samtök herstöðvaandstæðinga efna til fundarins og eiga samtökin lof skilið fyrir að skapa vettvang fyrir mótmæli gegn innrás Ísraela í Líbanon og því skefjalausa ofbeldi sem Ísraelar beita Palestínumenn á herteknu svæðunum í Palestínu. Allt þetta komast Ísraelar upp með ...Söfnum liði, mætum til þessa baráttufundar og allra þeirra funda sem boðað verður til sem mótmæla ofbeldinu og tala máli alþjóðasamninga og friðsamlegra lausna....

Lesa meira

ÞRIGGJA DAGA "AÐGERÐUM" LOKIÐ Í NABLUS


...Augu heimsins beinast augljóslega fyrst og fremst að atburðum innan Líbanon, afleiðingum hernaðarárásanna á landið. Í fréttum fer minna fyrir hernaðarofbeldinu sem samhliða viðgengst af hálfu ísraelska hernámsliðsins víðs vegar á herteknu svæðunum innan Palestínu. Þar verður hvert svæðið á fætur öðru, hver bærinn og hver borgin á fætur annarri fyrir barðinu á ísraelska hernum. Aðferðafræðin er ætíð hin sama. Mikilvægar stjórnarbyggingar rústaðar,  íbúðarhús eyðilögð og ráðist á fólk, að því er virðist af handahófi, til að skapa skelfingu og ringulreið. Fyrir hálfu öðru ári ferðaðist ég um herteknu svæðin ásamt þeim... Lesa meira

FJÖLSÓTTUR UMRÆÐUFUNDUR HJÁ BSRB


Fyrirlesararnir frá PSI, Jurgen Buxbaum og Alan Leather.

Á föstudaginn, 7. júlí, fór fram á vegum BSRB umræðufundur um opnun vinnumarkaða bæði í Evrópu og á heimsvísu. Fjölmenni hlýddi á tvo fyrirlessara frá Public Services International - Samtaka launafólks í almannaþjónustu - sem BSRB á aðild að. ... Jürgen Buxbaum dró upp mjög áhrifaríka mynd af þjóðfélögum í vestanverði álfunni sem byggju við ákveðið grunnkerfi hvað varðar félagsþjónustu, stöðu verkalýðsfélaga, lýðréttindi og lýðræðislegar stofnanir og bar hana saman við austanverða álfuna eftir hrun kommúnismans ... Niðurstaðan hefði orðið óheftur markaðsbúskapur með tilheyrandi misskiptingu og örbirgð hjá drjúgum hluta samfélagsins. Alan Leather setti fleiri drætti inn í þessa mynd - vék að flutningi starfsfólks í heilbrigðisgeiranum bæði innan Evrópu og á heimsvísu. Fram kom að í reynd væru þróunarríkin að fjárfesta í ...

Lesa meira

MÓTMÆLUM OFBELDINU Í PALESTÍNU

Birtist í Fréttablaðinu 07.07.06.
Það er ekki nóg með að vestræn ríki og þá einkum Bandaríkin og Evrópusambandið horfi aðgerðarlaus upp á skefjalaust ofbeldi ísraelska hernámsliðisins í Palestínu, þau eru beinir þátttakendur í ofbeldinu...Til sanns vegar má færa að í mannlegu tilliti skiptir ekki máli hver það er sem verður fyrir ofbeldi. Það hefur hins vegar táknræna þýðingu þegar það nú gerist að ráðherrar og þingmenn Palestínumanna eru numdir nauðugir á brott af ísraelska hernámsliðinu og haldið föngnum. Slíkt er táknrænn máti að svívirða lýðræðið. Skyldi vera nokkur von til þess að ríkisstjórn Íslands hafi sig upp af hnjánum og sýni þann manndóm að mótmæla þessum mannréttindabrotum í Palestínu, glæpsamlegri hóprefsingu á saklausu fólki? Þeir sem styðja ofbeldið eru samsekir. Spurning er hvort það eigi ekki einnig við um hina sem þegja. Okkur ber öllum siðferðileg skylda til að...

Lesa meira

VG SKRIFAR FORSETA ÍSRAELSKA ÞINGSINS

Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur sent forseta ísraelska þingsins, Daliu Itzik, bréf þar sem mannréttindabrotum í Palestínu af hálfu ísraelska hernámsliðsins er harðlega mótmælt, jafnframt því sem óskað er eftir liðsinni þingsins við að fá palestínska þingmenn og ráðherra, sem hafa verið hnepptir í varðhald setta lausa. Fangelsun þingmanna er táknræn um það virðingarleysi sem ísraelska ríkið sýnir lýðræðinu. Bréf þingflokks VG fylgir hér að neðan...

Lesa meira

Frá lesendum

TILLAGA TIL LAUSNAR BRÁÐAVANDA

Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir

Lesa meira

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS OG SNJALLMÆLAVÆÐINGIN

... Alltof lítið hefur verið fjallað um snjallmælavæðingu í þjóðfélagsumræðunni – þar sem tekin er gagnrýnin afstaða – heldur gerist þetta á „sjálfstýringu“. Það er ævinlega versta aðferðafræði sem hugsast getur. Sú besta er að taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli, með fullri aðkomu fjölda fólks og eftir atvikum stjórnenda fyrirtækja. Ákvörðun er þá niðurstaða af opinni og ítarlegri rannsókn máls (stundum kallað „lýðræði“). „Sjálfstýringin“ kemur ekki á óvart. Umræða um ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NORÐURLÖND SAMEINUÐ UNDIR BANDARÍSKUM HERNAÐARYFIRRÁÐUM

Leiðtogafundur NATO í Madríd skilaði einkum þrennu.  a) Fundurinn lýsti yfir: “Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins stafar bein ógn af Rússlandi.”  b) Fundurinn samþykkti næstu útvíkkun NATO, sem sé samþykkti  hann aðildarumsóknir Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu.  c) Í fyrsta sinn tilgreindi NATO í pólitískum viðmiðunarreglum sínum Kína sem andstæðing ...

Lesa meira

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar