UM MÆTINGU Á MÓTMÆLAFUNDI GEGN STRÍÐSGLÆPUM
Birtist í Fréttablaðinu 03.08.06.
...Það getur vel verið að á Fréttablaðinu þyki þetta fyndið. Okkur
sem sóttum fundinn þótti hann hins vegar vel mannaður, þótt það
veki óneitanlega áhyggjur hvílíkt sinnuleysi margir sýna þeim
stríðsglæpum sem heimurinn verður nú vitni að í Líbanon og
Palestínu og læt ég þá liggja á milli hluta afstöðu hinna sem telja
ástæðu til að hafa þessi mál í flimtingum. Með því að gera lítið úr
mótmælum sem þessum, er Fréttablaðið að taka afstöðu. Að vísu með
hinum lítilmannlegu vopnum, hroka og kaldhæðni, en afstöðu
samt...