RÍKISSTJÓRNIN OG LÍBANON: BETUR MÁ EF DUGA SKAL

Birtist í Morgunblaðinu 01.08.06.
...Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: "Réttur" Ísraels til að verja sig. Þessi "réttur" er rækilega tíundaður í hinu "harðorða" bréfi. Hvergi er minnst á "rétt" Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðilega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að "aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila", eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið "harðorða" var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að ...

Fréttabréf