Umheimur Ágúst 2006
Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um aðkomu
Íslendinga að friðargæslustörfum. Eins og kunnugt er olli það
talsverðum deilum þegar íslenskir friðargæsluliðar voru sendir til
Afganistans til starfa í tengslum við Bandaríkjaher og NATÓ. Þótti
okkur mörgum að verið væri að koma á fót íslenskum her
bakdyramegin. Þessu var afdráttarlaust neitað af hálfu
utanríkisráðuneytisins þótt myndir af íslenskum friðargæsluliðum
sýndu menn með alvæpni og fram kæmi að þeir bæru titla og heiti sem
notuð eru í herjum.
Lesa meira
Áfram berast fréttir frá Ísrael, Palestínu og Líbanon þar sem
ekkert lát er á ofbeldinu. Mér varð hugsað til ferðar minnar til
Palestíunu þegar ég sá í fréttum að minn ágæti félagi og bílstjóri
í ferðinni, Qosai Odeh, hafði verið tekinn
höndum fyrir mótmæli við bandarísku ræðismannsskrifstofuna í
Jerúsalem og beittur harðræði af hálfu ísraelskra hermanna.
Qosai er íslenskur ríkisborgari og væri fróðlegt að vita
hvort íslensk stjórnvöld hafi mótmælt handtökunni. Mér varð hugsað
til foreldra Qosais, sem ... Þá hafa birst bréf hér á síðunni þar
sem skrif mín og annarra, sem hafa verið mjög gagnrýnin í garð
Ísraela, eru sögð of einstrengingsleg. En hvað skyldi þeim hinum
sömu þá þykja um skrif hins heimsþekkta norska rithöfundar
Josteins Gaarder í Aftenposten um
síðustu helgi undir fyrirsögninni Guðs útvalda
þjóð. Jostein Gaarder segir að Ísrael sé liðin
tíð; að við eigum ekki lengur að viðurkenna Ísrael. Ekki verði
lengur umflúið að komast að þessari niðurstöðu. Ísrael hafi svívirt
viðurkennigu heimsins á tilvist sinni. Ísraelum sé sjálfum um að
kenna og eigi þeir ekki að fá frið fyrr en þeir leggi niður vopn.
Jostein Gaarder segir stofnum Ísraels hafa verið réttlætanlega í
kjölfar Heimsstyrjaldarinnar síðari en með skefjalausu ofbeldi,
ofsóknum og rasisma hafi ríkið fyrirgert tilverurétti sínum. Nú sé
nóg komið og að menn eigi að tala tæpitungulaust. Grein Josteins er
birt hér að neðan á norsku ásamt slóð inn á greinina í Aftenposten.
Ég skal viðureknna að ég verð sífellt meira og meira efins um þann
rétt sem gömlu nýlenduveldin tóku sér til að stofna ríkið
Ísrael með því að hrekja þáverandi íbúa á brott eins og gert var.
Ef gyðingar áttu siðferðilegan rétt til stofnunar sjálfstæðs ríkis,
eftir Helförina,...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 03.08.06.
...Það getur vel verið að á Fréttablaðinu þyki þetta fyndið. Okkur
sem sóttum fundinn þótti hann hins vegar vel mannaður, þótt það
veki óneitanlega áhyggjur hvílíkt sinnuleysi margir sýna þeim
stríðsglæpum sem heimurinn verður nú vitni að í Líbanon og
Palestínu og læt ég þá liggja á milli hluta afstöðu hinna sem telja
ástæðu til að hafa þessi mál í flimtingum. Með því að gera lítið úr
mótmælum sem þessum, er Fréttablaðið að taka afstöðu. Að vísu með
hinum lítilmannlegu vopnum, hroka og kaldhæðni, en afstöðu
samt...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 01.08.06.
...Í bréfi Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, er uppi sama framsetningin og Bandaríkjastjórn og sú ísraelska leggja mest upp úr: "Réttur" Ísraels til að verja sig. Þessi "réttur" er rækilega tíundaður í hinu "harðorða" bréfi. Hvergi er minnst á "rétt" Palestínumanna, hvorki til að verja sig né hafa sjálfsforræði yfir eigin málum. Nýkjörin stjórn Palestínu hefur þannig ekki fengið leyfi til að starfa, þingmenn og ráðherrar verið fangelsaðir af ísraelska hernámsliðinu, skatttekjum haldið frá lýðræðilega kjörinni stjórn þannig að hún hefur ekki getað rekið velferðarþjónustu og aðra samfélagsþjónustu. Allt þetta og utanríkisráðherra Íslands á varla nógu sterk orð til að lýsa vináttu Íslands í garð Ísraelsríkis og leyfir sér þar í ofanálag að segja í þessu samhengi að "aldrei (sé) einum að kenna þegar tveir deila", eins og Valgerður Sverrisdóttir gerði í viðtali við Sjónvarpið þegar bréfið "harðorða" var til umfjöllunar í fréttum. Nei, utanríkisráðherrann þarf ekki að ...
Lesa meira
Þorleifur Gunnlaugsson, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna þar sem hann hvetur til þess að stjórnmálasambandi verði slitið við Ísrael og viðskiptabann sett á landið. Þorleifur minnir á viðskiptabannið sem sett var á Suður-Afríku á dögum aphartheidstefnunnar: " Í Ísrael situr engu minni ofbeldisstjórn en kynþáttastjórnin í Pretoríu, sem fór með stjórn Suður-Afríku. Ég bið menn um að íhuga þetta vel – vel en hratt. Svo hrikalegt er ástandið nú fyrir botni Miðjarðarhafs, svo skelfilegt er ofbeldið, að engan tíma má missa. Okkur hreinlega ber að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma þeim, sem fyrir ofsóknunum verða, til hjálpar."
Undir þetta skal tekið. Ég setti fram svipaðar vangaveltur vorið 2004. Til sanns vegar má færa að ástandið sé nú orðið mun verra en það var þá og full ástæða til að íhuga þennan kost vel. Sjálfum fyndist mér að fyrsta skrefið eigi að vera...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum