Umheimur Febrúar 2006

EGILL OG BJÖRN Í SILFURSPJALLI

Björn Bjarnason

, dóms- og kirkjumálaráðherra, átti síðasta orðið í Silfri Egils í dag nema það hafi verið Egill  sjálfur. Þeir voru nokkuð sammála félagarnir, höfðu miklar skoðanir, ekkert síður þáttastjórnandinn en gestur hans, þegar þeir ræddu um alþjóðastjórnmál, "brjálæðinginn", sem er forseti Írans, eins og Egill komst að orði, "öfgasamtökin" Hamas í Palestínu, nauðsyn á greiningardeild Björns Bjarnasonar hjá lögreglunni sem á að fjalla um landráð og greina hættur sem að okkur kunna að steðja í framtíðinni. Það síðastnefnda var í framhjáhlaupi og tjáði Egill sig ekki um það efni en fróðlegt hefði verið að heyra Björn færa rök fyrir því að stóri forræðishyggjubróðir hafi puttann á púlsinum - okkur til verndar gegn öllu illu með sérstakri greiningar- og landráðadeild innan lögreglunnar. Reyndar varð Birni Bjarnasyni tíðrætt um mikilvægi þess að...

Lesa meira

ÆTLA ÍSLENDINGAR AÐ STYÐJA OFBELDIÐ GEGN PALESTÍNUMÖNNUM?

...Bandaríkin og Evrópusambandið taka þátt í nýjustu mannréttindabrotunum gegn palestínsku þjóðinni; hóprefsingu fyrir að kjósa yfir sig stjórn sem er ekki Ísrael og Bandaríkjastjórn að skapi...En...lýðræðið, á það bara við þegar niðurstaðan er stjórnendum heimsins í hag? ... Auðvitað væri þetta ekkert annað en hlægilegt ef málið væri ekki grafalvarlegt. Það er alvarlegt fyrir Íslendinga að horfa upp á fasismann og ofbeldið, sem Bandaríkin, þetta svokallaða bandalagsríki okkar, beitir alla þá sem ekki leggjast í duftið. Ekki batnar það þegar haft er í huga að ríkisstjórn Íslands lítur á stjórnina í Washington sem alveg sérstaka...

Lesa meira

ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB - ÚTKOMAN ÓLJÓS


Í gær voru greidd atkvæði um þjónustutilskipun Evrópusambandsins á Evrópuþinginu. Enn á Ráðherranefnd ESB eftir að taka afstöu til tilskipunarinnar eins og þingið afgreiddi hana í gær. Athygli vekur að eini fjölmiðillinn sem fjallar að marki um þetta mál hér á landi er vefsíða BSRB, bsrb.is, en þar eru okkur færðar fréttir af viðbrögðum við atkvæðagreiðslunni í gær. Viðbrögðin eru enn sem komið er nokkuð misvísandi og ljóst að samtök og stjórnmálaflokkar  túlka útkomuna á mismunandi veg. Vandinn verður án efa sá að endanlegir úrskurðir um túlkun tilskipunarinnar koma til með að ráðast fyrir dómstólum en ljóst er að markaðssinnar hafa í seinni tíð sett traust sitt á þá. Þess vegna fallast þeir iðulega á loðið orðalag tilskipana ESB og láta síðan dómurum eftir að...

Lesa meira

GÓÐIR BANDAMENN?


... Myndirnar lýsa viðbjóðslegu atferli. Því reynir enginn að neita. Ekki einu sinni talsmaður Hvíta hússins í Washington. Hann lét þess sérstaklega getið í yfirlýsingu í dag að sérlega "óheppilegt"  væri að myndirnar birtust núna, í því andrúmslofti sem hefði skapast í samskiptum vestrænna ríkja við Arabaríkin og átti þá væntanlega við þá reiðiöldu sem risið hefur í kjölfar myndbirtinga Jyllandsposten. Já, það er nefnilega það, óheppilegur tími! Er ekki alltaf réttur tími til að upplýsa um grimmdarverk?...Í vikunni birtu fjölmiðlar víða um heim fréttir af rannsóknarskýrslu sem er í burðarliðnum um pyntingar í bandarísku herstöðinni í Guantanomó á Kúbu. Hún er unnin af fimm sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna fyrir Mannréttindanefnd SÞ. Viðbrögð í Washington hafa að sjálfsögðu verið neikvæð. Í fyrsta lagi var reynt að ...

Lesa meira

30 ÞÚSUND MÓTMÆLA Í STRASSBOURG

...Tilskipunin kom til umræðu á Evrópuþinginu í dag en atkvæðagreiðsla um hana fer fram á fimmtudag. Tekist hefur samkomulag milli hægri flokkanna og sósíaldemokratísku flokkanna á Evrópuþinginu um tilteknar breytingar á tilskipuninni. Það er hins vegar bæði svo að verkalýðshreyfingin hefur efasemdir um að samkomulagið haldi þegar til kastanna kemur í atkvæðagreiðslu og síðan er hitt að almennt þykir samkomulagið ekki ná nærri nógu langt. Aðeins íhaldssömustu öflin innan verkalýðshreyfingarinnar telja nógu langt gengið en meginþorrinn telur það fjarri lagi, einkum varðandi þá þætti sem lúta að almannaþjónustunni. Almennt er litið á þjónustutilskipun ESB sem...

Lesa meira

Frá lesendum

TILLAGA TIL LAUSNAR BRÁÐAVANDA

Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir

Lesa meira

,,BJARNA GREIÐI‘‘

Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.

Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

FELLA STJÓRN?

Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.

Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

Í AUÐMENN KOKKAÐ

Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.

Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VG KOMI HEIÐARLEGA FRAM

Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVAR ERU MÁLSVARAR SKYNSEMI?

Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A. 

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS OG SNJALLMÆLAVÆÐINGIN

... Alltof lítið hefur verið fjallað um snjallmælavæðingu í þjóðfélagsumræðunni – þar sem tekin er gagnrýnin afstaða – heldur gerist þetta á „sjálfstýringu“. Það er ævinlega versta aðferðafræði sem hugsast getur. Sú besta er að taka ákvörðun að vandlega athuguðu máli, með fullri aðkomu fjölda fólks og eftir atvikum stjórnenda fyrirtækja. Ákvörðun er þá niðurstaða af opinni og ítarlegri rannsókn máls (stundum kallað „lýðræði“). „Sjálfstýringin“ kemur ekki á óvart. Umræða um ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NORÐURLÖND SAMEINUÐ UNDIR BANDARÍSKUM HERNAÐARYFIRRÁÐUM

Leiðtogafundur NATO í Madríd skilaði einkum þrennu.  a) Fundurinn lýsti yfir: “Aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins stafar bein ógn af Rússlandi.”  b) Fundurinn samþykkti næstu útvíkkun NATO, sem sé samþykkti  hann aðildarumsóknir Finnlands og Svíþjóðar að bandalaginu.  c) Í fyrsta sinn tilgreindi NATO í pólitískum viðmiðunarreglum sínum Kína sem andstæðing ...

Lesa meira

Kári skrifar: SAMRÆMD EIGNAUPPTAKA Í EVRÓPU? - ORKUSTEFNA ESB - FRAMHALDSSAGA

... Þegar svo er komið að ríki eru þvinguð til þess að afsala sér fullum og óskoruðum rétti yfir orkumálum sínum hljóta menn að sjá að það er eitthvað verulega mikið að. Þessu má líkja við „efnahagsþvinganir“ sem ríkin fá yfir sig með innleiðingu ESB-gerða. Almenningi er sent langt nef, hann er ekki spurður álits, enda í takti við ólýðræðislegt fyrirkomulag innan ESB. Fólk sem enginn kaus er þar talið bærara og hæfara til þess að ráða framtíð þjóðfélaga en þegnar þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: HELJARSLÓÐ NÚ HÁVEGUR

Kátína ríkir mikil án vafa hjá stríðs- marskálkum Vestanvalds og hjá rússneskum kollegum þeirra. Loksins tókst nú að kæfa friðarmjálm með æsilegum stríðsöskrum. Ekki er gleði vopnasmiða minni ... Í verki hefur forysta VG nú horfið frá þeim hluta af grunni VG með hrossakaupum við hægriöfl um valdasetu. Sú er staðan að Pentagonvaldi er boðið geðþóttavald um hernaðar-afnot af Íslandi. Víst er að í bígerð er nýtt átak til hervæðingar ...

Lesa meira

Kári skrifar: FIMMTI ORKUPAKKI ESB KOMINN Á FÆRIBANDIÐ

... Með hverjum pakka herðist kverkatak ESB á einstökum aðildarríkjum á sviði orkumálanna. Kvaðirnar og skyldurnar verða sífellt meira íþyngjandi og oft í engu samræmi við tilefnið. Hvað Ísland snertir má spyrja: hvert er raunverulegt gildissvið EES-samningsins?
Þegar samningar eru gerðir (almennt talað) eru þar að jafnaði sérstök ákvæði um gildissvið, þ.e.a.s. um hvað samningurinn snýst og hversu langt hann nær. EES-samningurinn er stundum kallaður „lifandi samningur“ en í því felst að hann tekur breytingum, nýjar ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: VARNIR GEGN VÖLDU FÖRUFÓLKI

Áætlun í Hvítabretlandi um að reisa fangabúðir fyrir “ dökk innskot ”, skv. litgreiningu, flóttafólk undan stríðshelvíti, hungri og pólitískum ofsóknum, er framkomin. Rúanda er keypt til vistunar á dökku flóttafólki, því fullgott til dvalar og þar skulu fangabúðir Hvítabretlands reistar og starfræktar. Þar með skal brugðist við “svörtu hættunni” sem steðjar að Hvítabretlandi nútímans, henni er ætlað að “ gufa upp”, týnast í myrkviðum Afríku, fjarri siðmennt. Til Hvítaíslands slæðist stundum mislitt fólk á flótta ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar