...Í umræddu Kastljósviðtali sýndi Valerie Amos,
barónessa, fram á ýmsar víddir í breskum stjórnmálum. Það var
áhugavert og fórst Kristjáni vel úr hendi að ræða við hana. Mér
sýndist hann hins vegar verða hálf miður sín undir lokin á
viðtalinu þegar viðmælandi hans fór að fabúlera um Íraksstríðið því
þar stóð ekki steinn yfir steini. Kristján lét á sér finna að ekki
væri hann sáttur en barónessan hélt sínu striki, talaði sig meira
að segja upp í talsverðan hita og hélt því fram að engar...
Birtist í Morgunblaðinu 13.12.05 ...Elías Davíðsson, tónskáld, hefur óskað eftir því að sjá gögnin sem lágu að baki þeirri ákvörðun Íslands að styðja stríðið og ritaði hann utanríkisráðuneytinu bréf þar hann krafðist upplýsinga um þetta efni. Elías hefur jafnframt lagt fram kæru á hendur Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og Halldóri Ásgrímssyni, fyrrum utanríkisráðherra, fyrir meinta hlutdeild í stríðsglæpum árið 1999. Tilefnið var ákvörðun leiðtogafundar NATÓ í Washington þann 23. apríl 1999 að heimila árásir á fjölmiðla í Serbíu en þann fund sátu þeir báðir og tóku þátt í þeirri ákvörðun...Krafa um að þeir axli þá ábyrgð, rökstyðji gerðir sínar, sýni gögn sem þeir byggðu ákvarðanir sínar á, er ekki eins fjarlæg og áður heldur þvert á móti kemur hún nú upp sem fylgifiskur þessara nýju aðstæðna...
Lesa meira
BSRB vill að samningaviðræðurnar á
vegum Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar verði stöðvaðar þar til samningar hafa tekist um nýjar
samningsforsendur og lýðræðislegri og opnari vinnubrögð. Geir H.
Haarde utanríkisráðherra, sem nú er staddur í Hong Kong á
ráðherrafundi Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar, WTO, barst í dag bréf frá BSRB þar sem þess er krafist að
Íslendingar beiti sér í þessa veru en samskonar kröfur hafa nú
verið reistar af hálfu verkalýðshreyfingar og félagasamtaka sem
beita sér fyrir almannaheill, víðs vegar um heiminn.
Birtist í Morgunblaðinu 12.12.05 ...Nú er það svo að aðalritari NATÓ lýsti því yfir að ríkisstjórnum NATÓ ríkjanna hefðu verið kynnt sönnunargögn um ábyrgð Al Qaeda á árásunum í New York og Washington þann 11. september árið 2001. Á grundvelli þessara gagna samþykkti utanríkisráðherra, fyrir hönd allra Íslendinga, að styðja árásir Bandaríkjanna á Afganistan. Er ekki kominn tími til þess að Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra geri grein fyrir þeim gögnum sem þessar ákvaraðanir voru byggðar á?
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 10.12.05.
...Af þessum sökum er nú sett fram tvíþætt krafa af hálfu fjölda
verkalýðsfélaga og heimssambanda þeirra, þar á meðal BSRB og
PSI.
Í fyrsta lagi verði öllum frekari viðræðum á vettvangi WTO frestað
og reynt að ná víðtæku samkomulagi við verkalýðshreyfingu og
almannasamtök um nýjar samningsforsendur. Í öðru lagi verði
framkvæmt mat á félagslegum, umhverfislegum og menningarlegum
afleiðingum þess regluverks í alþjóðaviðskiptum sem hannað hefur
verið af fjölþjóðastofnunum á borð við WTO og ríkisstjórnir hafa
undirgengist.
Verkalýðsfélög um heim allan hafa sammælst um að koma þessum kröfum
á framfæri...
Á föstudag skýrði utanríkisráðherra Noregs, norska þinginu frá því að ríkisstjórnin hefði ákveðið að draga til baka allar kröfur sem hún hefði áður reist á hendur vanþróuðum ríkjum ( Least Developed Countries, LDC) í GATS viðræðunum. Þetta gerir norska stjórnin áður en ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO hefst í Hong Kong á þriðjudag...Fyrir sitt leyti segja talsmenn þróunarríkjanna að vissulega sé vandi þeirra mikill. Varasamt sé þó að einblína á vanda þróunarríkjanna. Það séu ekki síður hinn ríkari hluti heimsins sem eigi í vandræðum. Hann framleiði einfaldlega of mikið og þarfnist nú nýrra markaða fyrir vörur sínar og þjónustu til þess að geta viðhaldið gróðanum og aukið hann. Ef hins vegar eitthvert jafnræði eigi að komast á verði þróunarríkin að fá ...
Lesa meira
Undirritaður við hlið Carolu Fischbach-Pyttel,
framkvæmdastjóra EPSU, í göngunni.
Launafólk víðs vegar að úr Evrópu tók þátt í mótmælagöngu og
útifundi í Brussel á fimmtudag þegar orkumálaráðherrar
Evrópusambandsins komu þar saman til fundar. Frá því hafist var
handa um að markaðsvæða raforkukerfin í Evrópu hafa 300 þúsund
manns misst atvinnu sína, verðlag hefur hækkað og dregið hefur úr
öryggi við afhendingu á rafmagni. Þess vegna hljómaði krafan um að
við viljum hafa ljósin logandi!
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ... Stefán Karlsson
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...