...Í hádegisfréttum RÚV í dag var rætt um tvo áhrifamenn úr liði
Bush Bandaríkjaforseta og afstöðu þeirra til Sameinuðu þjóðanna,
annars vegar Johns Boltons nýútnefnds sendiherra Bandaríkjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum og Condoleezzu Rice utanríkisráðherra. Okkur var
sagt að John Bolton hefði gagnrýnt SÞ harðlega og
Condoleezza Rice vildi umbætur hjá þessum sameiginlegu
samtökum jarðarbúa. En nú fór ég að hugsa um orðin. Er rétt að
segja að John Bolton hafi gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnir, væri ekki
nær að segja að hann hafi ...
...Ef heimsóknin átti að vera táknræn um sjálfsöryggi ráðamanna
og uppbyggingu varð reyndin önnur. Aðstoðarutanríkisráðherrann
steig ekki fæti á jörð í Fallujah, sagði blaðamaður, heldur fór
beint úr herþyrlu í brynvagn sem æddi um götur borgarinnar,
Main Street og Michigan Street og
fleiri götur sem Bandaríkjamenn hafa endurskýrt. Alls staðar blöstu
við húsarústir. Hermaðurinn sem hafði orð fyrir þeim sem fylgdu
aðkomumönnum, utanríkisráðherranum og hans liði ásamt fréttamönnum,
sagði að íbúarnir hefðu áður lifað í stöðugum ótta við
hryðjuverkamenn. Mörg hús hafi vissulega verið eyðilögð, en
"íbúarnir skildu að þetta þurfti að gerast." ...Þegar hér
var komið sögu í lestri greinarinnar, rifjaðist upp fyrir mér
bænaskjal sem borgaryfirvöld í Fallujah skrifuðu...
...Hvað gerir fólk við slíkar aðstæður? Sumir koðna niður, aðrir
flýja land - frá Moldovu hefur ein milljón flust úr landi, nokkuð
sem hlýtur að vera mikil blóðtaka fyrir þjóð sem telur 4,4
milljónir. Þriðji kosturinn er að berjast fyrir umbótum. Það
er einmitt verkefni verkalýðshreyfingarinnar og á dagskrá EUREC
fundarins var að leggja á ráðin um baráttu fyrir betra þjóðfélagi.
Þótt aðstæður séu víða erfiðar fer því fjarri að menn hafi setið
auðum höndum. Okkur var sagt frá fundum og seminörum þar sem
upplýsingum var miðlað og reynt að efla samstöðuna. Það var t.d.
frábært að heyra frá fundum í Serbíu þar sem ...
Haft var eftir Mohamed ElBaradei, forsvarsmanni Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (International Atomic Energy Agency), í fréttum að tímaspursmál væri hvenær Al Quaeda hryðjuverkasamtökin kæmust yfir kjarnorkuvopn...Ekki veit ég hvaðan forstöðumaðurinn hefur þessar upplýsingar. Ef þetta hins vegar er rétt þá er það hrikaleg tilhugsun; engu síður skelfileg en vitneskjan um að núverandi Bandaríkjastjórn hefur yfirrráð yfir kjarnorkuvopnum...Menn þurfa ekki annað en fara upp í bandaríska sendiráðið við Laufásveginn í Reykjavík til að fá staðfestingu á því að Bandaríkjastjórn réttlætir enn þann dag í dag fjöldamorðin í Hiroshima og Nagasaki...Barátta Bandaríkjanna gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna verður ekki sannfærandi fyrr en ...Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ... Stefán Karlsson
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...