Ítarleg þingsályktunartillaga um GATS
samningana var til umræðu á Alþingi í vikunni og er nú komin til
umfjöllunar í utanríkismálanefnd þingsins. Hættan er sú að þar dagi
málið uppi eins og gerðist á síðasta ári. Andvaraleysi
Alþingis í þessu máli er mjög hættulegt því áður en við vitum af
erum við flækt í net skuldbindinga sem þröngva okkur til að gera
grundvallabreytingar á samfélaginu. Ástæðan fyrir því að
þessar viðræður fara leynt og er haldið eins leynilegum og kostur
er, er án efa sú að ...
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kom fram í löngu viðtali á Stöð 2 í gærkvöldi. Í dag birtist síðan útskrift viðtalsins undir fyrirsögninni Halldór gerir upp Íraksstríðið. Þetta var vægast sagt óheppileg fyrirsögn því Halldór óð lengra út í fen mótsagna og nýrra yfirlýsinga sem gera hlut þeirra Davíðs Oddsonar enn verri en nokkurn hafði órað fyrir. Í fyrsta lagi skulum við staðnæmast við við mótsagnirnar. Forsætisráðherrann núverandi segir að málið hafi verið af slíkri stærðargráðu að ekki hafi verið annað fært en forsætisráðherra kæmi að því auk utanríkisráðherra. Á hinn bóginn er jafnframt svo að skilja að málið sé svo smátt að...
Lesa meira
Í apríl árið 2002 varð uppi fótur og fit þegar breska stórblaðið
Guardian upplýsti hvaða kröfum Stjórnarnefnd Evrópusambandsins
hefði ákveðið að tefla fram gagnvart viðsemjendum sambandsins í
hinum svokölluðu GATS samningum. ...Í kjölfarið var ákveðin ný
áætlun. Sérhver ríkisstjórn skyldi koma óskum sínum leynilega á
framfæri ... Í byrjun ágúst á síðasta ári voru svo sett ný tímamörk
...fyrir "endurskoðaðar óskir" sem nú eiga að liggja fyrir
í maí á þessu ári. Hér á landi hefur BSRB staðið framarlega í
viðleitni að halda stjórnvöldum við efnið og upplýsa um kröfur
Íslands. Hefur það gengið misjafnlega en þó batnað frá því sem í
upphafi var og hefur utanríkisráðuneytið boðað til samræðufunda um
þessi mál ...þótt út af borðinu standi enn krafa BSRB um að þessar
viðræður fari að öllu leyti fram fyrir opnum tjöldum. Enn mun BSRB
...
Birtist í Morgunlaðinu 05.02.2005 ...Öll hafa þau lýst því yfir að þau væru reiðubúin að láta upplýsa hvað þau sögðu á fundinum, einnig Halldór Ásgrímsson. Var honum ef til vill ekki alvara þegar hann sagði á Alþingi að fyrir sitt leyti mætti birta ummæli sín? Treysti hann því að stjórnarmeirihlutinn í utanríkismálanefnd, undir forystu Sólveigar Pétursdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, myndi reyna að þröngva þagnarskyldu upp á nefndarmenn? Til upplýsingar er hér birt ...
Lesa meira
Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins mætti í KastljósRíkisútvarpsins í kvöld og talaði opinskátt. Ummæli hans um stuðning Íslands við innrásina í Írak voru þess eðlis að menn setti hljóða. Helst má jafna þeim við hrikalegt Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins um sama efni um síðustu áramót. Boðskapur Mogga og Páls voru af sama toga: Innrásin í Írak kann að hafa verið slæm en hvað annað gátum við gert í ljósi þess hve mikið við eigum undir Bandaríkjamönnum... Það sem mér finnst skuggalegast við þessa röksemdafærslu er að þingmanni Framsóknarflokksins finnist í lagi að lýsa stuðningi við stríðsrekstur Bandaríkjamanna þvert á...
Lesa meira
Auðvitað á að dæma menn af verkum þeirra en ekki merkimiðum sem á þá eru hengdir eða þeir hengja á sjálfa sig. Þannig hef ég aldrei verið andvígur því að fréttamenn séu í pólitískum flokkum – það er einfaldlega þeirra mál. Það er hins vegar mál okkar allra að dæma þá af fréttum þeirra. Þó skal ég viðurkenna að í þessu efni geta verið takmörk. Tvisvar sinnum í tengslum við kosningarnar í Írak hefur fulltrúi Bandaríkjahers verið fenginn til að tjá sig í Ríkisútvarpinu um pólitíska þróun í Írak. Maðurinn heitir Philip S. Kosnett og er kynntur sem aðstoðarsendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Fréttastofu RÚV finnst maðurinn greinilega áhugaverður vegna þekkingar hans á Írak. Þar var hann innsti koppur í búri hernámsliðsins enda sérfæðingur í því sem bandaríkjamenn kalla “counter-terrorism”, baráttu gegn hryðjuverkum. Í Najaf fékk hann sérstaka heiðursorðu fyrir ...
Lesa meira
... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ... Stefán Karlsson
Leiðtogahjörðin á liðinni stund lyftist á tá hver einasta Hrund þær sér útvöldu sitt ágæti töldu og heimsyfirráð vildu eftir fund. Höf. Pétur Hraunfjörð.
Skýrsluna hefði mátt skrifa betur til nánari skoðunar landinn hvetur þeir vinahóp töldu og ættmenni völdu í eftir á meðferð sjáum hvað setur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
... Nú hafnar eldflaug í Póllandi. Bandarísk yfirvöld eru að rannsaka hvort ekki sé öruggt að Rússar hafi skotið henni. Líklegt? Spyr sá sem ekki veit en grunar margt. Við erum í hættulegu kompaníi með stærstu auðhringum heims, þar á meðal hergagnaframleiðendum og handbendum þeirra. Ísland úr NATÓ HERINN BURT. Jóhannes Gr. Jónsson
Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...
„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...
Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ...
Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ...
Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...
Því miður verður ekki sagt um frumvarp um vefverslun (netverslun) með áfengi sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu fram í fyrra að því hafi ekki fylgt nein hætta á aukinni neyslu. Sama gildir að öllum líkindum um frumvarp dómsmálaráðherra um sama efni sem væntanlegt var ...