Umheimur Janúar 2005

HVERT ER HLUTVERK FJÖLMIÐLA Í ÍRAKSDEILUNNI?

... Það er undarlegt að fjölmiðlar skuli ekki allir líta á það sem hlutverk sitt að draga fram í dagsljósið gögn sem upplýsa málið í stað þess að gera útúrsnúninga Halldórs Ásgrímssonar um meinta vanþekkingu stjórnarandstöðu á utanríkismálum að aðalatriði í fréttaflutningi, eins og Ríkissjónvarpið gerði t.d. í kvöld. Ekki var nóg með að útúrsnúningsbútur úr ræðu Halldórs í þinginu í dag væri birtur heldur fékk hann – og hann einn – að árétta árásir á gagnrýnendur sína í sérstöku viðtali sem greinilega var tekið eftir ræðuhöldin. ... Lesa meira

PALESTÍNA


Við kynþáttamúrinn.

Í framhaldi af umfjöllun um Palestínu hér á síðunni í tengslum við för okkar Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested (skipuleggjanda ferðarinnar fyrir hönd fél. Ísland Palestína) hefur ég fengið talsverð viðbrögð og er ljóst að áhugi manna að kynna sér ástandið á þessu svæði fer vaxandi. Mikið er um Palestínu fjallað í fjölmiðlum víða um heim en furðu má sæta hve þöglir stóru fjölmiðlarnir sem starfa á heimsvísu eru um þau mannréttindabrot sem daglega eru framin á Palestínumönnum. Hér á landi...

Lesa meira

VELKOMINN Í HÓPINN EINAR ODDUR!

Einar Oddur Kristjánsson

, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, hvatti til þess í fjölmiðlum í dag að ríkisstjórnin hætti við að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd eins og unnið hefur verið að. Taldi Einar Oddur að um gæti verið að ræða tilkostnað sem næmi milljarði króna. Áður hafa svipuð viðhorf ...

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG MANNRÉTTINDABROTIN Í ÍRAK

Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins

á erfitt þessa dagana. Það er mjög skiljanlegt í ljósi þess hlutverks sem hann hefur tekið að sér. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins hefur nefnilega tekið á sig þá byrði að verja innrásina í Írak og hernám landsins ... Ég tel að á okkur hvíli siðferðileg og pólitísk krafa að láta mannréttindabrot ekki liggja í þagnargildi. Ekki heldur þegar þeir Bush,  Blair og leppar þeirra í Írak, Allawi og félagar eiga í hlut. Ég held að það væri hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leiða ögn að þessu hugann. Er ekki eitthvað að þegar fjölmennur stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að verja ofbeldi og mannréttindabrot eins og hann nú gerir í Írak ...?

Lesa meira

VERÐUR VEGURINN OPNAÐUR?


Sá sem lætur ekki hjartað ráða för endar í blindgötu. Den der ikke bærer hjertet på vejen ender vejen blindt.
(Lífssannindi úr suður-jóskum háskóla)

 Myndin hér að ofan er dæmigerð fyrir það sem sjá má víða í Palestínu. Góðum vegi hefur verið lokað með stórum jarðvegshrúgum. Annars staðar eru vegirnir grafnir í sundur: Allt til að torvelda Palestínumönnum verslun og almennar samgöngur á milli bæja. Vegasamgöngum á milli landránsbyggða Ísraela á herteknu svæðunum er hins vegar haldið í góðu horfi ... Nú að afloknum kosningum í landinu spyrja menn því hvort samskipti Ísraela og Palestínumanna eigi eftir að breytast, hvort opna eigi leið inn í framtíðina. Skírskotun til vegarins hefur þannig hvort tveggja í senn; bæði eiginlega og óeiginlega merkingu ...

Lesa meira

RÆNT Í RÓM


Mordechai Vanunu
hafði starfað við kjarnorkuáætlun Ísraels í 9 ár þegar hann ákvað árið 1985 að hefja baráttu gegn smíði Ísraelsmanna á kjarnorkuvopnum. Hann hafði gert sér grein fyrir þeirri hættu sem mannkyninu stafaði af þessum vopnum. Yfir kjarnorkuáætlun Ísraelsmanna hvíldi þá sem nú mikil leynd. Kjarnorkuvopnahreiður voru neðanjarðar og rækilega falin fyrir öllum utanaðkomandi. Jafnvel bandarískir eftirlitsmenn sem vildu hafa eftirlit í þessum efnum á sjöunda áratugnum fengu ekkert að vita. Lesa meira

RADDIR VONAR

Í heimsókn okkar félaganna Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested, fulltrúa félagsins Ísland Palestína, til Palestínu og Ísraels hittum við framan af einkum fulltrúa Palestínumanna og kynntumst hlutskipti þeirra, nokkuð sem hafði djúp áhrif á okkur eins og fram hefur komið í pistlum hér á heimasíðunni. Það var því mikill léttir að kynnast einnig gyðingum í Ísrael sem mótmæla í orði og athöfn framferði ísraelsku ríkisstjórnarinnar og ofbeldi og ofsóknum Ísraelsríkis á hendur Palestínumönnum. Fulltrúa eins slíks hóps hittum við í Tel Aviv. Þetta var ungt fólk sem neitar að taka þátt í hernáminu; neitar að gegna herþjónustu á herteknu svæðunum. Í landinu nú eru einir fjórir slíkir hópar og neita þeir á mismunandi forsendum. Hugrekki til að segja nei, Courage to refuse, heitir sá hópur sem við hittum ... Lesa meira

FORSETAKOSNINGAR Í PALESTÍNU Í DAG


Í dag fara fram forsetakosningar í Palestínu og er myndin hér að ofan tekin á kosningamiðstöð undir kvöldið.

Þótt yfirgnæfandi meirihluti Palestínumanna fagni tækifæri til að taka þátt í forsetakosningunum í dag eru tilfinningar engu að síður blendnar.

Fáein orð um þetta tvennt ...

Lesa meira

MINNIR ÓÞÆGILEGA Á NASISMANN


Í Þýskalandi nasismans var framinn einhver hrikalegasti glæpur mannkynssögunnar. Fórnarlömbin voru gyðingar, sem voru ofsóttir og myrtir milljónum saman – haldið í fangabúðum og sendir í gasklefa til slátrunar. Í aðdragandanum voru þeir látnir gjalda kynþáttar síns og trúar, sviptir eignum sínum og öllum mannréttindum. Gyðingagettóin, þar sem gyðingar voru lokaðir inni, aðgreindir frá öðrum manneskjum, niðurlægðir og kúgaðir á alla lund eru okkur flestum ofarlega í huga og mega aldrei gleymast. Eftir að nasisminn hafði verið brotinn á bak aftur spurðu menn hvernig þetta hafi getað gerst. Spurt var: Hvers vegna sagði enginn neitt? Vissulega andæfðu margir og hefði verið nær að spyrja, hvers vegna andmæltu ekki allir? Þessi spurning brennur á vörum þeirra sem fara nú með opin augun um Palestínu. ... Lesa meira

RÆNDUR LÍFINU – EN ÆRUNNI EKKI


Dauðsjúkur að koma heim eftir rúm tuttugu ár í fangelsi.
 
... Því má segja með nokkrum sanni að þessi 47 ára gamli Sýrlendingur hafi verið sviptur lífinu í tvennum skilningi, þeim hluta ævinnar, sem menn eru þrekmestir og síðan möguleikanum að fá læknisaðstoð í tæka tíð – annað hvort til að læknast af sjúkdómi sínum eða skjóta banvænum áhrifum hans á frest. En ærunni var Hayl Abo Zed ekki sviptur. Það vottuðu þúsundir bæjarbúa í heimabæ hans, Majdal-Shams, 10 þúsund manna bæjar hátt í Golanhæðum. Þorri bæjarbúa fagnaði heimkomu hans af ákafa og innilegheitum. Svo tilfinningaþrungin var þessu stund að hún gat engan mann látið ósnortinn. Það voru ekki einvörðungu ... Lesa meira

Frá lesendum

KOMINN TÍMI TIL AÐ SÝNA SAMSTÖÐU MEÐ FRIÐI

... Enginn virðist tala fyrir friði heldur beinist orðræðan að því að kynda undir ófriðnum í Úkraínu og heimta meiri drápstól og blóð. Meira að segja viðist forysta Vinstri grænna fylkja sér í lið með mestu stríðshaukunum. Et ekki kominn tími til að mynda nýja friðarhreyfingu og standa fyrir framan alþingishúsið með kröfuspjöld og krefjast þess að ríkisstjórn beiti sér fyrir friðaviðræðum og hætti þessu stríðstali? Ef þessu heldur áfram eins og er gæti það ...
Stefán Karlsson

Lesa meira

ÞÁ BATNA SÁR

Nú birtir upp þá batna sár
bága heilsan skánar
Með vordögum verðum klár
er sólin skín og hlánar.

Af Kristrúnu gæti Katrín lært
því komin er á toppinn
Enn íhaldið virðist Kötu kært
lærði að sitja koppinn.

...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: Til varnar tjáningarfrelsinu – Að stimpla „rangar skoðanir“ sem hatur

Með glórulausari gerningum forsætisráðuneytisins er mál nr. 2/2023. Það er tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun gegn „hatursorðræðu.“ Áætlunin, í sautján liðum, var birt í „samráðsgátt“ þann 4. janúar síðastliðinn. Næsta mál gæti heitið „Varnir gegn illsku heimsins“, eða „Aðgerðaráætlun gegn ranglæti heimsins.“ Í tillögunni gegn „hatrinu“ er þó viðurkennt að ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: Fjórar tilvitnanir sem lýsa samhengi Úkraínustríðsins

„Nú vinnum við ætlunarverk NATO“, segir varnarmálaráðherra Úkraínu, Oleksiy Reznikov. Í viðtali í úkraínsku sjónvarpi 5. janúar sl. talaði hann um hvernig hernaður Úkraínuhers fellur að verkefnum NATO. Nánar sagði Reznikov: „Þeir skilja þetta alveg núna. Við sögðum þeim það áður og þeir brostu. En núna segja kollegar mínir, varnarmálaráðherrarnir, skýrt í ræðum sínum ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: Twitterskrárnar sýna: „djúpvaldið“ stýrir ritskoðuninni

Kaup Elon Musk á Twitter voru frágengin í október. Þau fóru fram af hans hálfu undir merkjum tjáningarefrelsis og „afnáms ritskoðunar“. Í íslenskum fjölmiðlum var okkur sagt að eigendaskiptin boðuðu að öllum líkindum stóraukna „hatursorðræðu“. Í desember sl. gerðist það svo að af hálfu nýrra eigenda var gefin, í nokkrum skömmtum, innsýn í innri tölvuskrár Twitter, og þar birtist mikið „ritskoðunarveldi“. Um það heyrum hins vegar lítið í fjölmiðlum ... 

Lesa meira

Kári skrifar: Fullveldi einstaklinga og ríkja: sjálfstæði frá yfirráðum annara - Orkumál

Það er útbreidd skoðun í þjóðfélaginu að fullveldi sé gamaldags. „Deilihagkerfið“ gengur út á samnýtingu hlutanna. Þar eru fá ef nokkur takmörk. Fólk telur að hægt sé að „deila fullveldi“ ríkja [sem er ekki hægt], það deilir bílum, tækjum, leigir fötin sem það stendur í, leigir hús og íbúðir (Airbnb) og fleira í þeim dúr. Fólk deilir jafnvel mökum og sambýlisfólki. Þessi þróun er ekki að öllu leyti neikvæð ... 

Lesa meira

Kári skrifar: „Hatrið“ á lýðræðinu og ástin á Evrópusambandinu

Útbreidd trú er það að Evrópusambandið [ESB/Sambandið] sé sérstakt friðarbandalag og afar lýðræðislegt fyrirbæri. Hvorugt á við rök að styðjast. Enda þótt friður í Evrópu hafi upphaflega legið til grundvallar forvera Evrópusambandsins, þ.e. Kola-og stálbandalaginu, eftir síðari heimsstyrjöld, er fátt sem bendir til þess í dag að sambandið sé sérstakt friðarbandalag, í raun fjarri því ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar