Umheimur 2004


...Frá því í haust hefur legið fyrir á Alþingi fyrirspurn frá VG um viðbrögð íslenskra stjórnvalda við þessari tilskipun en af hálfu VG er eindregin krafa um að Íslendingar beiti sér af alefli gegn tilskipuninni eftir því sem kostur er. BSRB reið á vaðið með opinbera umræðu um tilskipunina hér á landi en stjórn bandalagsins hefur verið mjög vakandi um þetta málefni. Rúmt ár er nú liðið frá því fulltrúi BSRB í ráðgjafanefnd EFTA, Erna Guðmundsdóttir, lögfræðingur BSRB, gerði formlega athugasemd við tilskipunina og alþjóðafulltrúi BSRB, Páll Hannesson, hefur ritað um málefnið og komið fram í fjölmiðlum og kynnt afstöðu BSRB. Hann hefur rannsakað sérstaklega áhrif alþjóðavæðingarinnar á velferðarsamfélagið og verkalýðshreyfinguna, m.a...
Lesa meira
... Þrennt er umhugsunarvert við þessa frétt. Í fyrsta lagi að rússnesk yfirvöld skuli vera farin að sjá að sér og reyni nú að ná til baka stolnum þjóðareignum. Í öðru lagi að þjófarnir skuli ætla að fara fram á skaðabætur fyrir að vera sviptir ránsfeng sínum. Í þriðja lagi að “fullvalda ríki” eigi orðið erfitt um vik að framfylgja lýðræðislegum vilja. Smám saman er verið að alþjóðavæða reglur og lög. Yfirleitt er þetta framkvæmt á forsendum markaðsvæðingar og er eignarréttur þar þungamiðja; ekki eignarréttur almennings heldur einstaklinga – manna á borð við þá félaga Khodorkovskí, Berzovsky og Abramovits. “Réttur” þessara manna er nú varinn í dómshúsinu í Houston í Texas jafnvel þótt þar séu á ferðinni ...
Lesa meira
Birtist í Morgunpósti VG 22.12.04
...Ríkisstjórnin hefur ekki sett fram nein sannfærandi rök
fyrir því að seta Íslands í Öryggisráðinu sé eftirsóknarverð.
Spurningin sem verður að svara er einföld. Á hvern hátt getur
Ísland látið gott af sér leiða í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna? Ef
ekki er hægt að svara þessari spurningu á afgerandi og sannfærandi
hátt ber að hætta þegar í stað við framboð til Öryggisráðsins og
beina kröftum utanríkisþjónustunnar að öðrum
verkefnum...
Lesa meira
...Í umfjöllun New York Times er rætt við Stefán Pálsson, formann Herstöðvaandstæðinga, sem segir eldri kynslóðina á Íslandi hafa verið stolta yfir því að íslendingar hefðu ekki her og brygði nú í brún við að sjá vopnaða Íslendinga á erlendri grundu. Þá er rætt við Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, sem segir af og frá að hinar vopnuðu sveitir séu hermenn og Einar K. Guðfinnsson, formann þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem segir Íslendinga vinna "göfugt starf" við uppbyggingu í Afganistan eftir að "hryðjuverkamönnum" hafi verið steypt þar af stóli...Eflaust þykir ... formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins athæfi Bandaríkjamanna í Írak vera sérlega "göfugt" eins og honum reyndar þykir um flestar gjörðir Bush og félaga...
Lesa meira
Þjóðarhreyfingin gengst nú fyrir söfnun fyrir auglýsingu í bandarísku stórblaði til að skýra hvernig á því stóð að Íslendingar höfnuðu á lista hinna viljugu eða vígfúsu ríkja sem studdu Bandaríkjastjórn til innrásar í Írak (ríkisstjórnin vill helst nota hugtakið staðfastur sem þýðingu á enska hugtakinu willing sem er alrangt; viljugur eða vígfús í þessu samhengi er nær lagi). Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar róa nú að því öllum árum að ófrægja aðstandendur þessa framtaks. Síðan er hinu náttúrlega haldið á loft að ekki megi tala illa um þjóðina í útlöndum: Að út á við þurfum við að standa saman. Almennt virða Íslendingar þessa grunnreglu. Það eru hins vegar forsvarsmenn þjóðarinnar, þeir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra sem hafa brotið hana með því að ...
Lesa meira
- Hvað hefði verið sagt ef þessi kynþáttamúr – múr sem reistur er til að skilja að tvær þjóðir, og hafa land af annarri þeirra – hefði verið í Suður-Afríku á apartheid - tímanum?
- Hvers vegna er látið viðgangast mótmælalaust að Ísrael beiti pyntingum í fangelsum? Ísrael er eina landið í heiminum þar sem pyntingar eru beinlínis heimilaðar í lögum!
- Hvers vegna lagðist fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra Íslands gegn því að bygging kynþáttamúrsins yrði kærð til Alþjóðadómstólsins, kæra sem leiddi til sakfellingar Ísraels?
- Hvers vegna fáum við ekki að heyra meira um morð og ofbeldisverk sem ísraelski herinn fremur daglega á herteknu svæðunum í Palestínu?
- Hvers vegna fáum við ekki að heyra af ofbeldi og harðræði sem palestínskir forsetaframbjóðendur eru beittir af hálfu ísraelskra yfirvalda?
- Hvers vegna skyldu íslenskir ráðamenn vera eins ósamkvæmir sjálfum sér og raun ber vitni í afstöðu til Íraks annars vegar og Ísraels hins vegar? Íraksstjórn undir stjórn Saddams Husseins hundsaði á annan tug ályktana Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og var árás á landið m.a. réttlætt í því ljósi. Ísrael hefur hundsað yfrir 40 ályktanir SÞ? Enginn talar um að gera loftárás á Tel Aviv.
Lesa meira
...Ekki verður hið sama sagt um spjall þeirra Halldórs og Óðins
Jónssonar fréttamanns á morgunvakt RÚV í morgun. Þar var heldur
meira logn. Í rabbi þeirra var vikið að þessum málum og enn eina
ferðina "fræddi" Halldór Ásgrímsson þjóðina um stöðuna í
alþjóðamálum. Í Afganistan hafi tekist að brjóta hryðjuverkamenn á
bak aftur, þar sé nú lýðræði í hávegum haft; í Úkraínu hins vegar
væri annað uppi á teningnum, það þekkti Halldór eftir dvöl sína
þar. Allt minnti þetta nokkuð á það þegar sami maður kom á sínum
tíma af fundi með bandarískum ráðamönnum og sagðist hafa óyggjandi
sannanir fyrir gereyðingarvopnum í Írak! Aldrei hefur hann þurft að
standa skil á því hverjar þessar sannanir hafi verið. Á Alþingi
hafa bæði Halldór Ásgrímsson og núverandi utanríkisráðherra, Davíð
Oddsson, farið undan í flæmingi, svarað út og suður eða með
skætingi þegar upplýsinga hefur verið óskað og sem kunnugt er mæta
þessir forsvarsmenn þjóðarinnar núorðið aðeins í fjölmiðla með því
skilyrði að...
Lesa meira
Þessa dagana fer fram í Miyazaki í Japan heimsráðstefna Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU). Á þinginu eru þrír fulltrúar frá Íslandi: Þuríður Einarsdóttir og Einar Ólafssson frá BSRB og Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ. Ástæða er til að vekja athygli lesenda síðunnar á fréttum af þinginu en þegar hefur birst ...
Lesa meira
Undanfarna daga hef ég setið stjórnarfund í Alþjóðasambandi starfsfólks í almannaþjónustu, Public Services International (PSI). Samtökin taka til allra heimsálfa og er geysilega fróðlegt að heyra frásagnir og lesa skýrslur frá öllum hornum heimsins. Engin samtök í heiminum, leyfi ég mér að fullyrða, er eins kröftugt mótvægi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann, Alþjóðaviðskiptastofnunina og aðrar valdastofnanir og valdatæki alþjóðafjármagnsins og einmitt þessi samtök. Yfir stöðuna í þessu samskiptum var ...
Lesa meira
Eitt er víst. Evrópuþingið hefur reynst fullkomlega vanmáttugt í viðureign sinni við fulltrúa peningahyggjunnar, sem ráða nú lögum og lofum innan stjórnarnefndar ESB. Gagnrýnin andstaða hefur hins vegar komið frá verkalýðshreyfingunni í Evrópu. Hún hefur í fyrsta skipti í langan tíma sýnt að enn rennur í henni blóðið. Hér á Íslandi hefur BSRB staðið rækilega vaktina, örvað til umræðu og upplýst fólk um málið. Í ráðgjafanefnd EFTA hefur fulltrúi BSRB haft uppi alvarlega fyrirvara og verið einn um bókun hvað þetta varðar.
Fyrir Íslendinga er þetta ekki síður alvarlegt mál en Evrópusambandsþjóðirnar því þær ...
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Verkalýðsdegi að vanda hér fögnum
en samstöðuna nú almennt mögnum
sjáum erfiða tíma
við verðlag glíma
og kaupmáttarskerðingum höfnum.
Spillingin leikur enn lausum hala
líka hjá stjórnarliðinu
Þeir eignir okkar undir sig mala
og eru með í spilinu.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Hér vandræða tíma og mikla vá
vonbráðar fáum að horfa upp á
stjórnin þá fallin
og Bjarni kallinn
og langflestir vilja kosningar fá.
Já ef ég ætti banka bréf
bráðlega yrði ríkur
Engin fátækt ekkert þref
eymdinni allri líkur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef vantar fé í villta neyslu,
velgjörðirnar munum.
Bananasýslan bauð í veislu,
bankaræningjunum.
Gráðugir sýnast sumir menn,
sækja pund og franka.
Mafíustarfsemi magnast enn,
margir rændu banka.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum