Andlit stríðsins


Stuðningsmönnum stríðsins hér á landi ber skylda til að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Þeir verða að axla siðferðilega ábyrgð. Hægan, hægan kann einhver að segja. "Ekki berum við ábyrgð á stríðinu". Jú, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn styðja árásarstríðið. Á flokksþingi sínu ályktuðu sjálfstæðismenn svona: "Sjálfstæðisflokkurinn lýsir yfir stuðningi við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að skipa Íslandi í hóp þeirra ríkja sem styðja frelsun Íraks. Harmað er að til átaka hafi þurft að koma í Írak en áréttað að stríðið sem nú geisar í landinu sé á ábyrgð Saddams Husseins. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að Ísland taki með myndarlegum hætti þátt í uppbyggingarstarfi í Írak eftir að einræðisherrann hefur verið sviptur völdum."

Með öðrum orðum, hér er lögð blessun yfir morðin og limlestingarnar en því jafnframt heitið að mæta með plástur að loknum meiðingunum!! Verstur er tvískinnungurinn sem felst í staðhæfingunni: "harmað er að til átaka hafi þurft að koma". Þetta er blekking því um þetta snýst málið. Sjálfstæðisflokkurinn styður árásirnar. Það gerir Framsóknarflokkrurinn líka. Þessum stríðsflokkum er hollt að skoða myndir af vettvangi, myndir af fólkinu sem þeir þykjast vera að frelsa. Hér eru vefslóð með myndum af andliti stríðsins:
http://www.robert-fisk.com/iraqwarvictims_mar2003.htm

Forsíða Aljazeerah

 

Fréttabréf