Stjórnmál

FÓRNARLÖMB AUÐLEGÐARSKATTSINS BERA HÖND FYRIR HÖFUÐ SÉR

BÍTIÐ

...Forsíða DV í dag segir sína sögu og þar kristallast fyrir hverja þessi ríkisstjórn starfar. Þar eru myndir af nokkrum greiðendum auðlegðarskatts, þar á meðal eru oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Með afnámi auðlegðarskattsins eru þessi fórnarlömb auðlegðarskattsins að bera hönd fyrir höfuð sér. Sagt hefur verið að auðlegðarskatturinn geti verið ósanngjarn, eigna-markið sé of lágt. Ef svo er, þá endurskoðum við þessi mörk. Sjálfum finnst mér ekki rétt að gera greinarmun á einstaklingum og hjónum. Og ekki vil ég þvinga einstakling út úr íbúðarhúsnæði eftir fráfall maka. En gleymum því ekki að ...

Lesa meira

NÝR ATVINNUVEGUR - NÝ HERSTÖÐ?

ESB - atvinnuvegur

 ... Sú var tíðin að Íslendingar vildu halda hér herstöð óháð því hvort það hefði einhverja þýðingu fyrir okkur aðra en þá að skapa fólki atvinnu. Nú sýnist mér svipað uppi á teningnum með aðildarumsóknina að ESB. Hún stefnir í að verða atvinnuvegur sem ekki má hrófla við. Á að taka vinnuna af fólki, er spurt með þjósti í leiðurum blaða. Og samninganefndarfólkið, sumt hvert, hamast í blaðaskrifum af meintri umhyggju fyrir þjóðinni; umhyggju fyrir sama fólkinu og ekki var spurt álits hvort halda bæri upp í þessa för sem því miður reyndist annað og...

Lesa meira

NEFNDUM ÓSKAÐ VELFARNAÐAR

Hriflan

... Þetta var ekki gert og taldi ég í lok árs 2010 fullreynt að fara þessa leið því fyrir henni hafði ekki reynst vilji af hálfu þeirra sem réðu för. Bankar og lífeyrissjóðir hótuðu málaferlum og innan stjórnmála - og stjórnkerfisins voru efasemdir og andstaða við þessa leið. Í kosningunum sl. vor kvað Framsóknarflokkurinn rangt að leiðin væri ekki enn fær og lofaði að hún yrði farin ef flokkurinn fengi brautargengi í kosningunum og hann kæmist til valda. Inn á þetta gekkst Sjálfstæðisflokkurinn.Nú er komið að...

Lesa meira

Í BÍTIÐ MEÐ BRYNJARI

BÍTIÐ

...Nú er spurt hvort kjósa skuli um ESB og eina ferðina enn er rætt um að skjóta á frest að reisa nýtt fangelsi, nokkuð sem staðið hefur til að gera frá því um miðja síðustu öld. Ekki svo að skilja að við Brynjar Níelsson séum á öndverðum meiði í þessu efni.  Alla vega ekki hvað grundvallaratriði varðar. Staðreyndin er sú að nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun spara okkur mikla fjármuni en ætlað er að kostnaður við hvern fanga þar muni nema um fimm milljónum króna á móti ellefu milljónum á ...

Lesa meira

EIGNARHALD Á BÖNKUM - RÍKISSTJÓRNIN - OG GJALDEYRISHÖFTIN

Bankamál - eignarhald

... Breytingar mega hins vegar ekki gerast með óðagoti. Sú hætta er fyrir hendi að ríkið - eða öllu heldur ríkisstjórnin sem hefur lofað ótæpilega upp í ermina á sér - vilji flýta söluferli og selja sem mest til að fá sem fyrst eitthvað upp í loforðin. Þetta kann að vera raunveruleg hætta... Mönnum verður tíðrætt um mikilvægi þess að losna við gjaldeyrishöftin, en þau verða 99% þjóðarinnar ekki vör við! ... Gleymum því ekki heldur að gjaldeyrishöftin eru vopn Íslands í varnarbaráttu gegn óbilgjörnum kröfuhöfum...

Lesa meira

ÞEGAR VÉLIN ER STÖÐVUÐ ER HÆTT AÐ SMYRJA

smurkannan

... Lokun fyrir IPA styrkina nú, eftir að viðræður eru stöðvaðar, er rökrétt af hálfu ESB og fráleitt annað fyrir Íslendinga en að taka þeirri ákvörðun reiðilaust og sem eðilegum hlut. Það breytir því hins vegar ekki að þetta er grafalvarlegt mál fyrir margar stofnanir sem höfðu reiknað með miklum fjármunum til þeirra verkefna sem IPA styrkirnir voru ætlaðir til. Nákvæmlega þess vegna var varhugavert að fallast á viðtöku IPA styrkja enda hefðu þeir...

Lesa meira

Æ...

Munch - The Scream...Það er frekar að ég verði dapur við viðtökurnar, gagnrýnisleysi fjölmiðla, jafnvel aðdáun og hrifningu, að vísu nokkuð sljóa til augnanna - þegar fjölmiðlamenn taka sem hrós yfirlýsingar AGS um hve leiðitamir Íslendingar hafi verið gagnvart Sjóðnum. Og vinstrikantur stjórnmálanna bloggar sveittur af hrifningu. Þetta þykir mér dapurlegast. Það er eitthvað mikið að! Nú varar AGS við því að fjármálakerfið færi niður skuldir. Það gerði Sjóðurin illu heilli allan tímann sem ...

Lesa meira

KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON OG NIÐURSTÖÐUR KOSNINGA

Kristján Þór - small....Þess vegna fengu núverandi stjórnarflokkar stuðning: Vegna þeirra fyrirheita sem þeir gáfu. Ekki veit ég hvort það er einhver tegund af pólitískri feimni hjá Kristjáni Þór að vilja ekki horfast í augu við að ríkisstjórnin fékk stuðning vegna eigin verðleika (meintra) og þá einkum þeirra fyrirheita sem hún gaf. Og á þeim forsendum verður hún dæmd. Ég er sannfærður um að skuldaniðurfærsluloforðið hafi vegið þyngst allra loforða. Einnig eflaust að velferðarkerfið yrði stórbætt samhliða skattaniðurfærslu. En getur verið að Kristján Þór Júlíusson sé ekkert sérstaklega feiminn. Kannski svolítið...

Lesa meira

MÁLALIÐAR FJÁRMAGNSINS OG LOFORÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR

S - BB 2

...Skilaboðin eru þannig kýrskýr: Ef stýrt er í anda fjármagnseigenda mega ráðamenn ganga að því sem vísu að fá hagstætt lánshæfismat ... Það yrði afdrifaríkt ef niðurfærlsuloforðin yrðu svikin því ekki fæ ég annað séð en að þá yrði Framsóknarflokkurinn að ganga út úr ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn er nefnilega kominn í Stjórnarráðið á grundvelli loforða Framsóknarflokksins. Það er þess vegna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nú forsætisráðherra og einnig  Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ekki gleyma því! Þeir eru báðir í Stjórnarráðinu vegna  ...

Lesa meira

RÁÐHERRA Á GRÁU SVÆÐI

Hanna Birna Kristjánsdóttir

...Lesendum til upplýsingar vil ég skýra eftirfarandi. Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt ... Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna  svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um ....En mér verður á að spyrja hvort það séu ekki einmitt vinnubrögð núverandi ráðherra í þessu máli sem þegar allt kemur til alls séu á gráu svæði. Engin kynning, engin málefnaleg rök, bara ...

Lesa meira

Frá lesendum

ÓVÖNDUÐ FRÉTTASTOFA SJÓNVARPS

... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.  
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara  

Lesa meira

Á HVAÐA VEGFERÐ ERUM VIÐ?

Það var illa  til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

VIÐREISN ÁLYKTAR OG ÞINGMAÐUR KÆRIR - SIG SJÁLFAN

Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.

Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.

Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári

Lesa meira

HÆLIÐ FYRIR ÖSKURAPA:

Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur

Lesa meira

SKAMMHLAUP Í HEILABÚI STJÓRNVALDA?

Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni?  Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Þórarinn Hjartarson skrifar: YS OG ÞYS ÚT AF NATO

Keflavík, Finnafjörður, Noregur, Úkraína. Jens Stoltenberg segir að Rússar verði að „hætta óréttlætanlegri hernaðaruppbyggingu í og við Úkraínu. NATO stendur með Úkraínu“. En NATO-myndin af yfirgangsstefnu Pútíns sem kjarna vandans er fölsk mynd. Nýtt stjórnarfrumvarp er flutt af Guðlaugi Þór utanríkisráðherra ... Í greinargerðinni segir ...  Á Alþingi Íslendinga er engin sjáanleg andstaða í öryggis og utanríkismálum. Eitt sinn var andheimsvaldastefna stór þáttur vinstristefnu og sósíalisma en sýnist nú vera gleymd ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS - SÍÐARI GREIN

... Eins og áður er komið fram gagnast svokallaðir snjallmælar [smart meters] vel í braskkerfi með raforku þar sem hægt er að mæla notkun í rauntíma. Ef hins vegar slíkir mælar ættu að gagnast neytendum í alvöru þyrftu þeir að vera þannig útbúnir að þeir leiti líka að lægsta verði og skipti um rafveitu (sjálfvirkt) samkvæmt því. Neytandinn gæti þá treyst því að hann greiði ætíð lægsta verð í boði. Það væru snjallmælar sem snúa að neytendahliðinni ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: UM VANDASAMT VEGABRASK

... Vaðlaheiðargöng, braskdæmið í skötulíki, eru nú kölluð hluti af þjóðvegakerfi, sem að öðru leyti er i sameign þjóðar. Áfram er þó vegabrask kappsmál. Megináherslan er því á að skuggsetja Vaðlaklúðrið, göng skráð sem séreign hlutafélags með eignaraðild stórfyrirtækja, en kostuð með almannafé. Vegabrask er ennþá pólitískt kappsmál. Síst er að vænta andstöðu SF eða VG við þann draum nýfrjálshyggjuafla. Vaðlaheiðargöng eru í raun ríkiseign, en þó ennþá skráð sem séeign ábyrgðarlauss skúffufélags, VHG hf. Pínlegan ruglandann skal þagga sem kostur er, þótt ...

Lesa meira

Kári skrifar: ÁHRIF MARKAÐSVÆÐINGAR ORKUMÁLANNA Í BRETLANDI - INNRI ORKUMARKAÐUR EVRÓPUSAMBANDSINS -

Glöggir menn hafa réttilega bent á það undanfarið hvernig Landsvirkjun virðist reka sjálfstæða „orkustefnu“. Á sama tíma vinna stjórnvöld markvisst að því að innleiða orkustefnu Evrópusambandsins en hafa enga sjálfstæða stefnu. Er Ísland þó ekki aðili að sambandinu. Lausnin á vandanum er hins vegar ekki sú að búta Landsvirkjun niður og afhenda fjárglæframönnum bútana. Það mun einungis leiða til miklu hærra raforkuverðs, ofurskuldsetningar og síðan gjaldþrota [„bankaformúlan“]. Þá er það skelfileg tilhugsun að dreifikerfið (Landsnet) lendi í höndum braskara og ...

Lesa meira

Grímur skrifar: TÝNDUR Í TVÖ ÁR. ÓFUNDINN ENNÞÁ

...Almenningur er því varaður við þáttöku í leitinni, en engum fundarlaunum er heitið, nema þá helst ómerkilegum blaðamanna verðlaunum, mjög varasömum. Stökkbreytti týndi Vaðlaverðmiðinn var óásjálegur við fyrstu sýn 2012, en óx og dafnaði vel í kjölfarið, enda vel fóðraður. Glataða niðurstaðan frá í mars 2019 finnst þó síðar verði er hald margra, nema ef leit verði stöðvuð, vegna sprengjuhættu eða ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar