Stjórnmál

GAGNLEGIR KJÖRDÆMADAGAR

Kjördæmadagar

...Fundir voru haldnir í Garðabæ, Hafnarfirði, Kjósinni, Kópavogi og Seltjarnarnesi. Margt fróðlegt kom fram á þessum fundum en alls staðar var látinn í ljós vilji til að bæta og efla samsmkipti  ríkis og sveitarfélaga. Þar hefur margt áunnist á undanförnum árum og hef ég fengið að kynnast því af eigin raun í hve prýðilegan farveg margt er komið. Nefni ég þar Jöfnunarsjóð sveitarfélaga sérstaklega en þar koma ríki og sveitarfélög að á jafningjagrundvelli. Á slíkum grunni hefur þetta samstarf reyndar verið að þróast ...

Lesa meira

ÞAÐ ER SVO MARGT Í MÖRGU

Aparnir þrír

...Inn í þessa söguskýringu er því sleppt að setja atburði og afstöðu manna inn í sögulegt samhengi , nema hvað þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins má eiga það að viðurkenna að á þessum tíma var það tálsýn að gleðjast yfir tekjuafgangi á ríkissjóði á meðan þjóðarbúið var komið í mikla skuldsetningu. En gæti nú verið að á þetta hafi verið bent? Og gæti verið að ...Reykjavíkurbréf er skrifað af öðrum formanni Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddssyni. Þar er um síðustu helgi minnt á að bankakreppan hafi verið ...

Lesa meira

ÞETTA LÍKAR MÉR

Sigmundur - DG

Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra fyrir að liggja nánast á hnjánum frammi fyrir erlendum fjárfestingaspekúlöntum að biðja þá að koma hingað til lands með úttroðna vasa fjár til að ávaxta sitt pund. Þetta hefur verið nokkuð samtóna gamalkunnum söng "aðila vinnumarkaðar",alla vega ASÍ/SA hlutans, undanfarin ár. Þessir "aðilar"hafa aldrei svarað ákalli hvorki mínu né annarra um að fá að vita hvar þeir vildu að erlendir fjárspekúlantar fjárfestu. Helst hefur verið á þeim að skilja að ....

Lesa meira

ER RÍKISSTJÓRNIN ORÐIN GALIN?

Ríkisstjórn SDG ga ga

...Björn Zoega segir Landspítalann kominn fram á hengiflugið, fram á bjargbrúnina. Hann ætli ekki með hann fram af...Það er ekki að undra að staðan sé þröng hjá ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað. Hún hlífir hinum ríku og lætur spítalana fara í þrot. Ætlum við að láta þetta viðgangast? Hvar er verkalýðshreyfingin, almannasamtök, við öll........?      

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN Á MANNAMÁLI

Birtist í DV 23.09.13.
DV -...Þetta þýðir að aftur er farið að tala um að einkaaðilar eignist vegi og nú einnig hafnir á Íslandi - hvort sem það er til eilífðarnóns eða til einhverra áratuga. Er það þetta sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra var að ýja að í Londan þegar hann vildi fá peningaspekúlantana til Íslands. "Umfram allt þá höfum við  viljann til að laða hingað til lands erlendar fjárfestingar", sagði innanríkisráðherra á fyrrnefndu Hafnaþingi. "Við", segir ráðherrann, en hver erum við? Ökumenn á vegum landsins? Höfum við viljann...

Lesa meira

Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI

Bylgjan í bítið 2 rétt

Áherlsur núverandi ríkisstjórnar í skattamálum, velferðarmálum og fjárfestingamálum koma sífellt betur í ljós. Hugmyndir Péturs H. Blöndals um að rukka legusjúklinga á spítölum, þótti Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, góðra gjalda verðar í samtali okkar á Bylgjunni í morgun. Sama var uppi á teningnum varðandi hugmyndir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, að einkavæða hafnir, flugvelli og vegi, "innviði" samgöngukerfisins, nokkuð sem ....

Lesa meira

VÖKNUM!

Vaknið - í frystinn

... Og hvað með fund forsætisráðherra með fjárfestingarspekúlöntum í London í vikunni sem leið? Er inntak þess fundar ekki umræðunnar virði? Er rétt að höfða til allra fjárfesta, bara að þeir eigi pening , þá séu þeir velkomnir? Það var að skilja á orðum forsætisráðherrans....Er ekki nauðsynlegt að spyrja í hverju Sigmundur Davíð vill að spekúlantarnir fjárfesti? .... Þetta er samhengið sem þarf að skoða, þ.e. hvað líklegt er að gerist þegar opnað er á einkavæðingu innviða samfélagsins og síðan beðið um fjárfestingarfjármagn ...

Lesa meira

GOTT FRAMTAK!

Café Flóra
Ástæða er til að vekja athygli á pólitísku menningar- og skemmtikvöldi sem haldið  verður á Café Flóru í kvöld (miðvikudag) kl. 20.00.

 Í auglýsingu að fundinum er varpað fram ýmsum spurningum: Hvað varð um vinstrihreyfinguna? Geta ríkisstjórnir ekki stjórnað? Hvar er stéttabaráttan? Af hverju verða vinstristjórnir svona óvinsælar? Hvað er svona sérstakt við ástandið á Íslandi? Eða er ekkert sérstakt við ástandið á Íslandi? Hvert stefnir heimurinn, til frelsis eða fasisma? Þessum spurningum og fleirum munu ræðumenn kvöldsins velta fyrir sér. Ræður flytja....

Lesa meira

STJÓRNMÁLAFLOKKUM ER VANDI Á HÖNDUM Í KOMANDI KOSNINGUM Í REYKJAVÍK

Flugvöllurinn - 72%

....Á sama tíma kemur fram að flestir borgarfulltrúar eru á öndverðum meiði við meirihlutann.  ( Sjá td. hér: http://ogmundur.is/annad/nr/6806/ ). Og  ennfremur að allir hyggjast þessir fulltrúar bjóða sig fram að nýju. Sumir  þeirra, sem fram til þessa hafa fylgt harðlínustefnu í málinu, tala nú mjúklega í aðdraganda prófkjöra fyrir sátt, sem annað hvort virðist eiga að felast í því að malbika Skerjafjörðinn eða þrengja svo að innanlandsfluginu að það verði hvorki fugl né fiskur. ...En hvernig fara kjósendur að ef  ...

Lesa meira

FARNIR AÐ LÍKJAST SJÁLFUM SÉR

Birtist í DV 30.08.13.
DV -...Síðan kom það jú í ljós eftir allan harmagrátinn innan þings og utan að ekki eru fyrirtækin eins illa sett og margir vildu vera láta. Þannig greiddi útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum eigendum sínum nýlega arð upp á eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna og frá Samherja berast fréttar af meiri gróða en nokkru sinni! Þessir peningar, sem eru  ...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar