Stjórnmál 2014

Kosningabaráttan - ekki síst í Reykjavík - hefur orðið
málefnasnauðari en efni standa til. Menn tala um að leysa þurfi
húsnæðisvandann og efla þurfi leigumarkaðinn. Og áherslan hefur
verið á markað. Það er hins vegar engin lausn og sakna ég þess að
ekki sé talað meira um mikilvægi þess að auka framboð á húsnæði á
vegum Félagsbústaða og setja þar fram raunhæf markmið. Það skal þó
sagt að Dögun hefur sett fram sannfærandi áætlun í þessu efni ...
Sama um leikskólann. Þar hefur skort á málefnalega umræðu um
hvernig eigi að efla þetta skólastig og ná þar gjaldfrelsi. Einnig
hefur skort umræðu um hvernig eigi að brúa bilið frá fæðingarorlofi
til leikskóla sem er brýnt mál eins og VG hefur ítrekað bent á og
gert að forgangsatriði góðu heilli. Tekjutenging Dögunar sem
millibilsástand ...
Lesa meira

Pétur H. Blöndal segir að enginn forsendubrestur hafi orðið í
kjölfar hrunsins og því þurfi ekkert að leiðrétta ... Ólafur
Fréttablaðsritstjóri gerist skáldlegur í skrifum sínum í dag um
hinn ímyndaða forsendubrest og segir m.a.: "Rétt þegar
skrúðganga skuldaleiðréttingarinnar svokölluðu ætlar að fara að
leggja af stað úr þinghúsinu stillir Pétur H. Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, sér upp í hlutverki barnsins sem lýsir því
yfir að keisarinn sé ekki í neinum fötum." Sjálfur
virðist mér Ólafur ekki ýkja klæðamikill...
Lesa meira

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum hafa framkallað mikil
viðbrögð og ekki alltaf mjög yfirveguð. Að sama skapi veldur
tímaþröng því að stjórnarflokkunum gefst ekki ráðrúm til að
leiðrétta augljósa skafanka á tillögum sínum. Það minnir á hve
mikilvægt það er að tillögur um grundvallarmálefni fái tíma í
opinberri umræðu til að leiða í ljós vankanta á lagafrumvörpum og
varpa ljósi á ágreining, hvers eðlis hann er, hvort hann er vegna
tæknilegrar útfærslu eða mismunandi pólitískrar afstöðu. Mismunandi
afstaða til skattafsláttar af séreignasparnaði er
málefnaleg/pólitísk í eðli sínu í þeim skilningi að ...
Lesa meira

Fyrir VG er mikill missir að Þorleifi Gunnlaugssyni ,
varaborgarfulltrúa, en sem kunnugt er hefur hann nú tekið að sér
forystuhlutverk hjá Dögun og mun skipa efsta sæti lista þess
framboðs í komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. Það framboð
er byrjað að mælast en lítið enn sem komið er enda kynning af
skornum skammti og í sumum fjölmiðlum engin! Ekki einu
sinni frétt. Þetta minnir mig á fyrri daga þegar VG var að verða
til og gömul samtrygging um óbreytt ástand birtist í beinni og
óbeinni þöggun gagnvart nýjabruminu. Ástæðan fyrri því
að eftirsjá er að Þorleifi Gunnlaugssyni fyrir flokk
sem vill kenna sig við félagshyggju, og þeim mun ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum