Stjórnmál 2013

GAGNRÝNUM FRAMSÓKN Á RÉTTUM FORSENDUM

Sigmundur XB

Ég hef efasemdir um loforð Framsóknar um skuldamálin, skattamálin, verðtrygginguna, launamál, velferð, örorku, tryggingagjald, lánasjóð námsmanna, Íbúðalánasjóð ... ekki um málefnin heldur þegar lofað er upp í ermina. Allt á að verða gott, öllum lofað gulli og grænum skógum og síðan allt svikið, jafnvel framkvæmt þvert á það sem lofað var. Þetta þekkjum við allt frá fyrri tíð. Síðan koma boðendur nýrra sjónarmiða sem hafa að kjörorði að menn eigi bara að setjast niður og spjalla saman um hagstjórnina - helst á netinu segir eitt framboðið - þá verði framtíðin skínandi björt og ekkert vesen... En það þarf líka að koma heiðarlega fram gagnvart frambjóðendum. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni , ekkert síður en öðrum...

Lesa meira

FEIMINN FLOKKUR

ömmi og BB

..... Í báðum þáttunum var Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, þátttakanadi í umræðunum en kaus að tjá sig ekkert um málefnið. Talaði bara á almennum nótum um að séð yrði til þess að allir hefðu það betra og allt yrði gott ef aðeins Framsókn fengi góða kosningu, nokkuð sem við heyrðum fyrir hverjar einustu kosningar í aðdraganda hruns. Eftirleikinn þekkjum við. Fróðlegt verður fylgjast með frekari viðbrögðum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins varðandi skattastefnuna og þá hvort þau treysti sér til þess að ræða staðreyndir þessa máls eða verði...

Lesa meira

MÁLFLUTNINGUR SEM RÍMAR VIÐ SKYNSEMINA

Katrín X 2013

... Breytingar okkar eru þrepaskipt skattakerfi, verðtrygging persónuafsláttar og þar með skattleysismarkanna, auðlegðarskattur, breyting á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjald. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur hvað það þýðir að breyta skattkerfinu í fyrra horf eins og hótað hefur verið. Við viljum engar skyndilausnir í atvinnumálum, sagði Katrín, þess vegna ...

Lesa meira

ÞAU TALA SKÝRT

Katrín og Bjarni

...Ég virði Sjálfstæðisflokkinnn fyrir að koma hreint til dyranna og flokksformanninn þar á bæ, Bjarna Benediktsson, fyrir að tala skýrt um grundvallarstefnu flokks síns. Bjarni er ófeiminn að ræða misskiptingarstefnuna sem margt hægri sinnað fólk telur hið mesta þjóðráð í efnahagslegu tilliti. Í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var þetta kallað...Að sama skapi var Katrín Jakobsdóttir hreinskiptin og skýr í sínum málflutningi um skattastefnu sem gengur út á að JAFNA KJÖRIN...Engin plat ummæli um að nú þurfi að setjast niður og spá og spekúlera og kannski þetta og kannski hitt og alls ekkert vesen, eins og ein fylkingin býður upp á...

Lesa meira

ÞINGLOKIN: NÁTTÚRAN, VATNIÐ, AUÐLINDIRNAR, STJÓRNARSKRÁIN, SPILAFÍKN OG BAKKI

Þinglok 2013

... Þótt auðlindaákvæðið í stjórnarskrá hefði verið samþykkt nú, hefði það að öllum líkindum verið fellt á næsta þingi ef Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur kæmust í meirihluta. Núverandi meirihluti myndi hins vegar samþykkja ákvæðið á næsta þingi og eftir fyrrnefnda breytingu á stjórnarskránni er búið að opna fyrir þann möguleika að eitt þing dugi, því með atbeina þjóðarinnar má ætla að auðlindaákvæðið, beina lýðræðið, jöfnun atkvæðisréttar og persónukjör náist fram! En ég ítreka að þetta gerist aðeins að því tilskildu að þeir flokkar sem eru þessu andvígir nái ekki meirihluta á Alþingi í næstu kosningum. Væri ekki vert að hugleiða þetta í stað þess að einbeita öllum sínum lífs- og sálarkröftum í þær formælingar sem við höfum þurft að afplána síðustu daga - af hálfu...

Lesa meira

FRAMSÓKN GERI HREINT FYRIR SÍNUM DYRUM

Birtist á Smugunni 24.03.13.
SMUGAN - - LÍTIL...Varðandi þá fullyrðingu Framsóknar að flokkurinn vilji tryggja þjóðareign á auðlindum er einnig nauðsynlegt að fá fram afstöðu flokksins til breytingartillögu ríkisstjórnarinnar á auðlindalögunum frá 1998, sem illu heilli voru þá samþykkt um einka-eignarrétt á grunnvatni. Að lagasmíðinni 1998 stóðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur. Sá síðari fór með forræði málsins. Hver eru viðhorf Framsóknarflokksins til þeirrar breytingartillögu sem nú ...

Lesa meira

AUÐVITAÐ GEF ÉG UPP AFSTÖÐU!

Vantraust og stjórnarskrá

Í fjölmiðli sá ég einhvers staðar haft eftir mér að ég gefi ekkert upp varðandi afstöðu mína til nýrrar stjórnarskrár. Þetta er alrangt. Ég hef alltaf litið á það sem skyldu mína að gefa upp afstöðu mína til þeirra mála sem koma til kasta Alþingis. Um síðustu mánaðamót beindi baráttuhópur fyrir nýrri stjórnarkrá til mín þeirri spurningu hvort ég styddi nýja stjórnarskrá og vildi fá já eða nei. Þannig vildi ég ekki svara en gaf upp eftirfarandi afstöðu...

Lesa meira

STJÓRNMÁL Í BRENNIDEPLI

Fréttir og fjölmiðlar

Að undanförnu hafa málefni sem tengjast Innanríkisráðuneytinu verið mjög í brennidepli og má þar nefna aðgerðir til verjast ágengum klámiðnaði, skorður við því að eignarhald á landi flytjist út fyrir landsteinana, lögleiðing lífsskoðunarfélaga á borð við Siðmennt svo eitthvað sé nefnt. Síðstu daga hefur svo komið til umræðu koma FBI til Íslands í ágúst 2011 og hefur það vakið athgli í fjölmiðlum víða um heim.
Hér eru slóðir á nokkra þætti þar sem þessi málefni hefur borið á góma og þar sem ég hef fært rök fyrir mínum málstað.Einnig er slóðir á erlenda fjölmiðlauumræðu....

Lesa meira

ESB, VATNIÐ OG EINKAVÆÐINGIN

Páll H Hannesson

Páll H. Hannesson er manna fróðastur um stefnur og strauma í Evrópusambandinu. Hann hefur starfað sem blaðamaður hér á landi og erlendis, m.a. á fjölmiðlum sem hafa sérhæft sig í málefnum ESB. Um nokkurra ára skeið var hann alþjóðafulltrúi BSRB og kynntist ég þá vel störfum hans, m.a. hvað varðar markaðsvæðingu almannaþjónustunnar á grundvelli Evrópusambandsins og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.... Í mínum huga hafa orð Páls því mikla vigt. Þennan formála hef ég til að vekja athygli á...

Lesa meira

YFIRVEGAÐUR EIRÍKUR

Eirikur Svavars

Fróðlegt var að hlýða á Eirík S. Svavarsson, hæstaréttarlögmann á Bylgjunni í morgun fjalla um Icesave og væntanlegan úrskurð EFTA dómstólsins. Hann greindi vel á hverju úrskurðurinn tekur, það er hvort Ísland hafi virt eða brotið tilskipun ESB um tryggingasjóð innistæðueigenda. Hann sagði réttilega að EFTA dómstóllinn væri ekki að kveða upp úr um greiðsluskyldu Íslands, gagnstætt því sem ýmsir virðast halda. Það sem mestu máli skiptir nú er að beina allri umræðu upp úr skotgröfum og inn í yfirvegaðan...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar