Stjórnmál Desember 2013

Ekki lái ég Steingrími J. Sigfússyni að gefa út bók þar sem hann
segir stjórnmálasögu undangenginna ára frá sínum sjónarhóli. Þvert
á móti þykir mér það ágætt. Ég hef hins vegar bent á það í skrifum
hér á síðunni að sögutúlkun Steingríms stangist í veigamiklum
atriðum á við mína - ekki síst í frásögnum af atburðarás þar sem
segir frá minni framgöngu. Þessu hef ég komið á framfæri hér á
síðunni og að hluta til leiðrétt, að því leyti sem það verður á
annað borð gert í fáeinum orðum...Svavar Gestsson, fyrrum
þingmaður, ráðherra og sendiherra, hefur viljað deila með
fólki sýn sinni á sögutúlkanir Steingríms J. Sigfússonar og
fullyrðir hann um sitthvað sem ég hefði haldið að hann þekkti ekki
gerla til. Frá því er skemmst að segja að ...
Lesa meira

... Komugjald er annað nafn á legugjöldum. Þegar þau voru kynnt
reis mótmælaalda í þóðfélaginu. Þá var breytt um nafn og talað um
komugjöld. Inntakið er það sama. Til stendur að rukka komugjöld "
fyrir aðstöðu". Þar er vísað í sjúkrarúmið hvort sem er á
gjörgæsludeild eða á deild fyrir blæðandi magasár og krabbamein.
Börn og aldraðir eiga að fá afslátt og reyndar einnig öryrkjar.
Allir verða þó rukkaðir, líka börnin ... Það skilja allir að þing
sem fer í frí án þess að gera hvort tveggja, tryggja desemberuppbót
til atvinnuleitenda og afnema sjúklingaskattinn, rís ekki undir
ábyrgð ... Ég held að innst inni séum við öll sammála ... Nema ef
vera skyldi að einhverjir þingmenn og ráðherrar séu með svo góð
kjör og hafi alla tíð verið, að þau skilji ekki ...
Lesa meira
… Sá sem veitti mér þessa innsýn í gamlan tíma - tilfinningu
fyrir að endur upplifa það sem liðið er - var Björn Bjarnason,
fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins og
aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins. Á sínum tíma höfðu gárungarnir á
orði að svo haldinn hefði Björn verið af Kalda stríðinu að á
hverjum morgni hefði hann talið sig sjá sovéska kafbáta í
Skerjafirðinum á leið sinni til vinnu. Ekki þori ég að fullyrða
neitt um þetta. En hitt veit ég að Björn var á NATÓ fundi í Brussel fyrir fáeinum
dögum hjá sinni uppáhaldsstofnum. Þetta vitum við því Björn
Bjarnason upplýsir þetta sjálfur
á...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 10.12.13.
Mikilvægt er að fresta enn um sinn
þessari aðför að Orkuveitu Reykjavíkur og nota tímann til að taka
allt regluverkið upp gagnvart orkugeiranum í heild sinni og leita
heimildar ESB til undanþágu í því efni. Til þess eru ríkar
forsendur. Eigendum OR svo og löggjafanum ber skylda til að gæta
hagsmuna okkar sem borgum brúsann! ...
Lesa meira
Birtist í DV 10.12.13.
Á Alþingi hefur
verið upplýst að ein megin ástæðan fyrir því að ákveðið hefur verið
að lögþvinga Orkuveitu Reykjavíkur til að aðskilja starfsemi sína í
einingar ( sem "stunda vinnslu, framleiðslu og sölu raforku og
heits vatns og gufu og rekstur grunnkerfa, svo sem dreifiveitu
rafmagns, hitaveitu, vatnsveitu, fráveitu og gagnaveitu, auk
annarrar starfsemi sem hefur sambærilega stöðu"), sé sú að aðrar
veitustofnanir í landinu séu þessa fýsandi. Fyrst þær hafi verið
þvingaðar inn í slíkt ferli þá skuli einnig hið sama gilda um OR.
Með öðrum orðum, öllum, þar á meðal OR skuli gert að búa við sömu
erfiðu aðstæðurnar! Reykjavíkurborg, Akranes og Borgarbyggð
andmæltu þessu lengi framan af en ...
Lesa meira

Án efa er vesælasti kapitalismi sem til er að græða á veikum.
Þetta er jafnframt gjöfulasta og auðveldasta gróðalindin. Veikir
VERÐA að fá aðhlynningu og eru tilbúnir að gjalda með aleigunni ef
því er að skipta. Formúlan til að virkja þessa gróðalind er
einföld: Fá til valda aðila sem eru handgengnir fjármagninu,
reiðubúnir að skera niður og auðvelda fjárfestum aðgang að
auðlindinni - hinum sjúku. Og bingó, gróðinn er í höfn...
En hvers vegna taka þetta upp nú? Tilefnið er
tilkynning þess efnis að einkavæðing heilbrigðiskerfisins sé nú að
nýju komin á fullan skrið þótt hún sé ...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum