Stjórnmál September 2013

ÞETTA LÍKAR MÉR

Sigmundur - DG

Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra fyrir að liggja nánast á hnjánum frammi fyrir erlendum fjárfestingaspekúlöntum að biðja þá að koma hingað til lands með úttroðna vasa fjár til að ávaxta sitt pund. Þetta hefur verið nokkuð samtóna gamalkunnum söng "aðila vinnumarkaðar",alla vega ASÍ/SA hlutans, undanfarin ár. Þessir "aðilar"hafa aldrei svarað ákalli hvorki mínu né annarra um að fá að vita hvar þeir vildu að erlendir fjárspekúlantar fjárfestu. Helst hefur verið á þeim að skilja að ....

Lesa meira

ER RÍKISSTJÓRNIN ORÐIN GALIN?

Ríkisstjórn SDG ga ga

...Björn Zoega segir Landspítalann kominn fram á hengiflugið, fram á bjargbrúnina. Hann ætli ekki með hann fram af...Það er ekki að undra að staðan sé þröng hjá ríkissjóði. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað. Hún hlífir hinum ríku og lætur spítalana fara í þrot. Ætlum við að láta þetta viðgangast? Hvar er verkalýðshreyfingin, almannasamtök, við öll........?      

Lesa meira

RÍKISSTJÓRNIN Á MANNAMÁLI

Birtist í DV 23.09.13.
DV -...Þetta þýðir að aftur er farið að tala um að einkaaðilar eignist vegi og nú einnig hafnir á Íslandi - hvort sem það er til eilífðarnóns eða til einhverra áratuga. Er það þetta sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra var að ýja að í Londan þegar hann vildi fá peningaspekúlantana til Íslands. "Umfram allt þá höfum við  viljann til að laða hingað til lands erlendar fjárfestingar", sagði innanríkisráðherra á fyrrnefndu Hafnaþingi. "Við", segir ráðherrann, en hver erum við? Ökumenn á vegum landsins? Höfum við viljann...

Lesa meira

Í BÍTIÐ Á BYLGJUNNI

Bylgjan í bítið 2 rétt

Áherlsur núverandi ríkisstjórnar í skattamálum, velferðarmálum og fjárfestingamálum koma sífellt betur í ljós. Hugmyndir Péturs H. Blöndals um að rukka legusjúklinga á spítölum, þótti Jóni Gunnarssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, góðra gjalda verðar í samtali okkar á Bylgjunni í morgun. Sama var uppi á teningnum varðandi hugmyndir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra, að einkavæða hafnir, flugvelli og vegi, "innviði" samgöngukerfisins, nokkuð sem ....

Lesa meira

VÖKNUM!

Vaknið - í frystinn

... Og hvað með fund forsætisráðherra með fjárfestingarspekúlöntum í London í vikunni sem leið? Er inntak þess fundar ekki umræðunnar virði? Er rétt að höfða til allra fjárfesta, bara að þeir eigi pening , þá séu þeir velkomnir? Það var að skilja á orðum forsætisráðherrans....Er ekki nauðsynlegt að spyrja í hverju Sigmundur Davíð vill að spekúlantarnir fjárfesti? .... Þetta er samhengið sem þarf að skoða, þ.e. hvað líklegt er að gerist þegar opnað er á einkavæðingu innviða samfélagsins og síðan beðið um fjárfestingarfjármagn ...

Lesa meira

GOTT FRAMTAK!

Café Flóra
Ástæða er til að vekja athygli á pólitísku menningar- og skemmtikvöldi sem haldið  verður á Café Flóru í kvöld (miðvikudag) kl. 20.00.

 Í auglýsingu að fundinum er varpað fram ýmsum spurningum: Hvað varð um vinstrihreyfinguna? Geta ríkisstjórnir ekki stjórnað? Hvar er stéttabaráttan? Af hverju verða vinstristjórnir svona óvinsælar? Hvað er svona sérstakt við ástandið á Íslandi? Eða er ekkert sérstakt við ástandið á Íslandi? Hvert stefnir heimurinn, til frelsis eða fasisma? Þessum spurningum og fleirum munu ræðumenn kvöldsins velta fyrir sér. Ræður flytja....

Lesa meira

STJÓRNMÁLAFLOKKUM ER VANDI Á HÖNDUM Í KOMANDI KOSNINGUM Í REYKJAVÍK

Flugvöllurinn - 72%

....Á sama tíma kemur fram að flestir borgarfulltrúar eru á öndverðum meiði við meirihlutann.  ( Sjá td. hér: http://ogmundur.is/annad/nr/6806/ ). Og  ennfremur að allir hyggjast þessir fulltrúar bjóða sig fram að nýju. Sumir  þeirra, sem fram til þessa hafa fylgt harðlínustefnu í málinu, tala nú mjúklega í aðdraganda prófkjöra fyrir sátt, sem annað hvort virðist eiga að felast í því að malbika Skerjafjörðinn eða þrengja svo að innanlandsfluginu að það verði hvorki fugl né fiskur. ...En hvernig fara kjósendur að ef  ...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar