Stjórnmál Ágúst 2013
Birtist í DV 30.08.13.
...Síðan kom það
jú í ljós eftir allan harmagrátinn innan þings og utan að ekki eru
fyrirtækin eins illa sett og margir vildu vera láta. Þannig greiddi
útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum eigendum sínum nýlega arð upp á
eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna og frá Samherja berast
fréttar af meiri gróða en nokkru sinni! Þessir peningar, sem
eru ...
Lesa meira

...Forsíða DV í dag segir sína sögu og þar kristallast fyrir
hverja þessi ríkisstjórn starfar. Þar eru myndir af nokkrum
greiðendum auðlegðarskatts, þar á meðal eru oddvitar
ríkisstjórnarflokkanna. Með afnámi auðlegðarskattsins eru þessi
fórnarlömb auðlegðarskattsins að bera hönd fyrir höfuð sér. Sagt
hefur verið að auðlegðarskatturinn geti verið ósanngjarn,
eigna-markið sé of lágt. Ef svo er, þá endurskoðum við þessi mörk.
Sjálfum finnst mér ekki rétt að gera greinarmun á einstaklingum og
hjónum. Og ekki vil ég þvinga einstakling út úr íbúðarhúsnæði eftir
fráfall maka. En gleymum því ekki að ...
Lesa meira
... Sú var tíðin að Íslendingar vildu halda hér herstöð
óháð því hvort það hefði einhverja þýðingu fyrir okkur aðra en þá
að skapa fólki atvinnu. Nú sýnist mér svipað uppi á teningnum með
aðildarumsóknina að ESB. Hún stefnir í að verða atvinnuvegur sem
ekki má hrófla við. Á að taka vinnuna af fólki, er spurt með þjósti
í leiðurum blaða. Og samninganefndarfólkið, sumt hvert, hamast í
blaðaskrifum af meintri umhyggju fyrir þjóðinni; umhyggju fyrir
sama fólkinu og ekki var spurt álits hvort halda bæri upp í þessa
för sem því miður reyndist annað og...
Lesa meira

... Þetta var ekki gert og taldi ég í lok árs 2010 fullreynt að
fara þessa leið því fyrir henni hafði ekki reynst vilji af hálfu
þeirra sem réðu för. Bankar og lífeyrissjóðir hótuðu málaferlum og
innan stjórnmála - og stjórnkerfisins voru efasemdir og andstaða
við þessa leið. Í kosningunum sl. vor kvað Framsóknarflokkurinn
rangt að leiðin væri ekki enn fær og lofaði að hún yrði farin ef
flokkurinn fengi brautargengi í kosningunum og hann kæmist til
valda. Inn á þetta gekkst Sjálfstæðisflokkurinn.Nú er komið
að...
Lesa meira

...Nú er spurt hvort kjósa skuli um ESB og eina ferðina enn er
rætt um að skjóta á frest að reisa nýtt fangelsi, nokkuð sem staðið
hefur til að gera frá því um miðja síðustu öld. Ekki svo að skilja
að við Brynjar Níelsson séum á öndverðum meiði í þessu efni.
Alla vega ekki hvað grundvallaratriði varðar. Staðreyndin er sú að
nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun spara okkur mikla fjármuni en ætlað
er að kostnaður við hvern fanga þar muni nema um fimm milljónum
króna á móti ellefu milljónum á ...
Lesa meira

... Breytingar mega hins vegar ekki gerast með óðagoti. Sú hætta
er fyrir hendi að ríkið - eða öllu heldur ríkisstjórnin sem hefur
lofað ótæpilega upp í ermina á sér - vilji flýta söluferli og selja
sem mest til að fá sem fyrst eitthvað upp í loforðin. Þetta kann að
vera raunveruleg hætta... Mönnum verður tíðrætt um mikilvægi þess
að losna við gjaldeyrishöftin, en þau verða 99% þjóðarinnar ekki
vör við! ... Gleymum því ekki heldur að gjaldeyrishöftin eru vopn
Íslands í varnarbaráttu gegn óbilgjörnum kröfuhöfum...
Lesa meira

... Lokun fyrir IPA styrkina nú, eftir að viðræður eru
stöðvaðar, er rökrétt af hálfu ESB og fráleitt annað fyrir
Íslendinga en að taka þeirri ákvörðun reiðilaust og sem eðilegum
hlut. Það breytir því hins vegar ekki að þetta er grafalvarlegt mál
fyrir margar stofnanir sem höfðu reiknað með miklum fjármunum til
þeirra verkefna sem IPA styrkirnir voru ætlaðir til. Nákvæmlega
þess vegna var varhugavert að fallast á viðtöku IPA styrkja enda
hefðu þeir...
Lesa meira
...Það er frekar að ég verði dapur við
viðtökurnar, gagnrýnisleysi fjölmiðla, jafnvel aðdáun og hrifningu,
að vísu nokkuð sljóa til augnanna - þegar fjölmiðlamenn taka sem
hrós yfirlýsingar AGS um hve leiðitamir Íslendingar hafi verið
gagnvart Sjóðnum. Og vinstrikantur stjórnmálanna bloggar sveittur
af hrifningu. Þetta þykir mér dapurlegast. Það er eitthvað mikið
að! Nú varar AGS við því að fjármálakerfið færi niður skuldir. Það
gerði Sjóðurin illu heilli allan tímann sem ...
Lesa meira
....Þess vegna fengu núverandi
stjórnarflokkar stuðning: Vegna þeirra fyrirheita sem þeir gáfu.
Ekki veit ég hvort það er einhver tegund af pólitískri feimni hjá
Kristjáni Þór að vilja ekki horfast í augu við að ríkisstjórnin
fékk stuðning vegna eigin verðleika (meintra) og þá einkum
þeirra fyrirheita sem hún gaf. Og á þeim forsendum verður hún dæmd.
Ég er sannfærður um að skuldaniðurfærsluloforðið hafi vegið þyngst
allra loforða. Einnig eflaust að velferðarkerfið yrði stórbætt
samhliða skattaniðurfærslu. En getur verið að Kristján Þór
Júlíusson sé ekkert sérstaklega feiminn. Kannski svolítið...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum