Stjórnmál Ágúst 2013

FARNIR AÐ LÍKJAST SJÁLFUM SÉR

Birtist í DV 30.08.13.
DV -...Síðan kom það jú í ljós eftir allan harmagrátinn innan þings og utan að ekki eru fyrirtækin eins illa sett og margir vildu vera láta. Þannig greiddi útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum eigendum sínum nýlega arð upp á eitt þúsund og eitt hundrað milljónir króna og frá Samherja berast fréttar af meiri gróða en nokkru sinni! Þessir peningar, sem eru  ...

Lesa meira

FÓRNARLÖMB AUÐLEGÐARSKATTSINS BERA HÖND FYRIR HÖFUÐ SÉR

BÍTIÐ

...Forsíða DV í dag segir sína sögu og þar kristallast fyrir hverja þessi ríkisstjórn starfar. Þar eru myndir af nokkrum greiðendum auðlegðarskatts, þar á meðal eru oddvitar ríkisstjórnarflokkanna. Með afnámi auðlegðarskattsins eru þessi fórnarlömb auðlegðarskattsins að bera hönd fyrir höfuð sér. Sagt hefur verið að auðlegðarskatturinn geti verið ósanngjarn, eigna-markið sé of lágt. Ef svo er, þá endurskoðum við þessi mörk. Sjálfum finnst mér ekki rétt að gera greinarmun á einstaklingum og hjónum. Og ekki vil ég þvinga einstakling út úr íbúðarhúsnæði eftir fráfall maka. En gleymum því ekki að ...

Lesa meira

NÝR ATVINNUVEGUR - NÝ HERSTÖÐ?

ESB - atvinnuvegur

 ... Sú var tíðin að Íslendingar vildu halda hér herstöð óháð því hvort það hefði einhverja þýðingu fyrir okkur aðra en þá að skapa fólki atvinnu. Nú sýnist mér svipað uppi á teningnum með aðildarumsóknina að ESB. Hún stefnir í að verða atvinnuvegur sem ekki má hrófla við. Á að taka vinnuna af fólki, er spurt með þjósti í leiðurum blaða. Og samninganefndarfólkið, sumt hvert, hamast í blaðaskrifum af meintri umhyggju fyrir þjóðinni; umhyggju fyrir sama fólkinu og ekki var spurt álits hvort halda bæri upp í þessa för sem því miður reyndist annað og...

Lesa meira

NEFNDUM ÓSKAÐ VELFARNAÐAR

Hriflan

... Þetta var ekki gert og taldi ég í lok árs 2010 fullreynt að fara þessa leið því fyrir henni hafði ekki reynst vilji af hálfu þeirra sem réðu för. Bankar og lífeyrissjóðir hótuðu málaferlum og innan stjórnmála - og stjórnkerfisins voru efasemdir og andstaða við þessa leið. Í kosningunum sl. vor kvað Framsóknarflokkurinn rangt að leiðin væri ekki enn fær og lofaði að hún yrði farin ef flokkurinn fengi brautargengi í kosningunum og hann kæmist til valda. Inn á þetta gekkst Sjálfstæðisflokkurinn.Nú er komið að...

Lesa meira

Í BÍTIÐ MEÐ BRYNJARI

BÍTIÐ

...Nú er spurt hvort kjósa skuli um ESB og eina ferðina enn er rætt um að skjóta á frest að reisa nýtt fangelsi, nokkuð sem staðið hefur til að gera frá því um miðja síðustu öld. Ekki svo að skilja að við Brynjar Níelsson séum á öndverðum meiði í þessu efni.  Alla vega ekki hvað grundvallaratriði varðar. Staðreyndin er sú að nýtt fangelsi á Hólmsheiði mun spara okkur mikla fjármuni en ætlað er að kostnaður við hvern fanga þar muni nema um fimm milljónum króna á móti ellefu milljónum á ...

Lesa meira

EIGNARHALD Á BÖNKUM - RÍKISSTJÓRNIN - OG GJALDEYRISHÖFTIN

Bankamál - eignarhald

... Breytingar mega hins vegar ekki gerast með óðagoti. Sú hætta er fyrir hendi að ríkið - eða öllu heldur ríkisstjórnin sem hefur lofað ótæpilega upp í ermina á sér - vilji flýta söluferli og selja sem mest til að fá sem fyrst eitthvað upp í loforðin. Þetta kann að vera raunveruleg hætta... Mönnum verður tíðrætt um mikilvægi þess að losna við gjaldeyrishöftin, en þau verða 99% þjóðarinnar ekki vör við! ... Gleymum því ekki heldur að gjaldeyrishöftin eru vopn Íslands í varnarbaráttu gegn óbilgjörnum kröfuhöfum...

Lesa meira

ÞEGAR VÉLIN ER STÖÐVUÐ ER HÆTT AÐ SMYRJA

smurkannan

... Lokun fyrir IPA styrkina nú, eftir að viðræður eru stöðvaðar, er rökrétt af hálfu ESB og fráleitt annað fyrir Íslendinga en að taka þeirri ákvörðun reiðilaust og sem eðilegum hlut. Það breytir því hins vegar ekki að þetta er grafalvarlegt mál fyrir margar stofnanir sem höfðu reiknað með miklum fjármunum til þeirra verkefna sem IPA styrkirnir voru ætlaðir til. Nákvæmlega þess vegna var varhugavert að fallast á viðtöku IPA styrkja enda hefðu þeir...

Lesa meira

Æ...

Munch - The Scream...Það er frekar að ég verði dapur við viðtökurnar, gagnrýnisleysi fjölmiðla, jafnvel aðdáun og hrifningu, að vísu nokkuð sljóa til augnanna - þegar fjölmiðlamenn taka sem hrós yfirlýsingar AGS um hve leiðitamir Íslendingar hafi verið gagnvart Sjóðnum. Og vinstrikantur stjórnmálanna bloggar sveittur af hrifningu. Þetta þykir mér dapurlegast. Það er eitthvað mikið að! Nú varar AGS við því að fjármálakerfið færi niður skuldir. Það gerði Sjóðurin illu heilli allan tímann sem ...

Lesa meira

KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON OG NIÐURSTÖÐUR KOSNINGA

Kristján Þór - small....Þess vegna fengu núverandi stjórnarflokkar stuðning: Vegna þeirra fyrirheita sem þeir gáfu. Ekki veit ég hvort það er einhver tegund af pólitískri feimni hjá Kristjáni Þór að vilja ekki horfast í augu við að ríkisstjórnin fékk stuðning vegna eigin verðleika (meintra) og þá einkum þeirra fyrirheita sem hún gaf. Og á þeim forsendum verður hún dæmd. Ég er sannfærður um að skuldaniðurfærsluloforðið hafi vegið þyngst allra loforða. Einnig eflaust að velferðarkerfið yrði stórbætt samhliða skattaniðurfærslu. En getur verið að Kristján Þór Júlíusson sé ekkert sérstaklega feiminn. Kannski svolítið...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar