Stjórnmál Júlí 2013

MÁLALIÐAR FJÁRMAGNSINS OG LOFORÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR

S - BB 2

...Skilaboðin eru þannig kýrskýr: Ef stýrt er í anda fjármagnseigenda mega ráðamenn ganga að því sem vísu að fá hagstætt lánshæfismat ... Það yrði afdrifaríkt ef niðurfærlsuloforðin yrðu svikin því ekki fæ ég annað séð en að þá yrði Framsóknarflokkurinn að ganga út úr ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn er nefnilega kominn í Stjórnarráðið á grundvelli loforða Framsóknarflokksins. Það er þess vegna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nú forsætisráðherra og einnig  Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ekki gleyma því! Þeir eru báðir í Stjórnarráðinu vegna  ...

Lesa meira

RÁÐHERRA Á GRÁU SVÆÐI

Hanna Birna Kristjánsdóttir

...Lesendum til upplýsingar vil ég skýra eftirfarandi. Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt ... Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna  svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um ....En mér verður á að spyrja hvort það séu ekki einmitt vinnubrögð núverandi ráðherra í þessu máli sem þegar allt kemur til alls séu á gráu svæði. Engin kynning, engin málefnaleg rök, bara ...

Lesa meira

ALÞINGI Í AÐHALDS- OG EFTIRLITSHLUTVERKI - SKÝRSLAN UM ÍBÚÐALÁNASJÓÐ

Birtist í Morgunblaðinu 25.07.13.
MBL - Logo...Hér ríður á að vandað sé til verka og fylgt þeim lagafyrirmælum sem að framan eru rakin og þeirri meginhugsun sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hvílir á. Gera þarf skýran greinarmun á því hlutverki sem stjórnskipunar- og eftitlitsnefnd hefur annars vegar lögum samkvæmt og hins vegar þeim póltíska lærdómi sem meirihluti Alþingis vill draga af málalyktum hverju sinni, í þessu tilviki aðkomu Íbúðsalánasjóðs - og ríkisins almennt -  að húsnæðismálum. Annars vegar er um að ræða rannsókn á tilteknu máli, hins vegar stefnumótun af pólitískum toga...

Lesa meira

ÆTLAR FRAMSÓKN Á HNÉN?

Framsókn og einkavæðing 2013

... Þannig var það flokknum erfitt að selja ýmsar félagslega mikilvægar stofnanir í hendur gróða-afla. Hlutafélagsvæðing Ríkisútvarpsins var honum erfið að sama skapi. Síðan var ýmislegt annað sem var flokknum svo hagsmunatengt að slökkt var á samviskunni og ekkert látið trufla sérhagsmuna-pot ráðandi einstaklinga í Framsóknarflokknum. Þar er ég náttúrlega að tala um einkavæðingu bankanna og eftirlitsstofnana, sem flokksgæðingar Framsóknar áttu eftir að hagnast mikið á.Tvennt var það sem Framsóknarflokkurinn stóð þó vörð um. Í fyrsta lagi vildi hann...

Lesa meira

ER AÐ TAKA SIG UPP GAMALT MEIN?

Ríkisstjórnin 2007
...Mín skilaboð til míns ágæta félaga Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar eru í senn huggunaroð og hvatning: Einkavæðingaráttan hjá Samfylkingunni þarf ekki að vera illkynja mein - þótt það geti hæglega orðið það. Því má halda í skefjum, jafnvel nema það brott. Og læknisráðið: Staðreyndir reynslunnar upp á borðið og síðan rökræðu! Tökum þá rökræðu af krafti innan stjórnmálaflokkanna og í samfélaginu. Að henni lokinn mun allt félagslega sinnað fólk eiga samleið, hvar í flokki sem það stendur. Um það er ég...

Lesa meira

VAÐLAHEIÐARGÖNG OG VINNUBRÖGÐIN

BOOM - Vaðlaheiðargöng

... Forsætisráðherrann, sem þrýsti á hnappinn, sagði í fréttum Sjónvarpsins að "þetta hefði verið mjög skemmtilegt" enda "stór dagur í samgöngusögu Þjóðarinnar"....Vaðlaheiðarframkvæmdin var tekin út úr samgönguáætlun með þrýstingi þingmanna Norð-austurkjördæmis og síðan stuðningi allra þeirra sem vildu sigla lygnan sjó. Frá minni hálfu var það alla tíð skýrt að ég féllist ekki á framkvæmdina - hvorki sem samgönguráðherra né sem þingmaður - nema skýrt væri að hún yrði fjárhagslega sjálfbær og án aðkomu ríkissjóðs- ekkert annað réttlætti að taka hana fram fyrir aðrar framkvæmdir í samgönguætlun sem metnar voru miklu brýnni. Samkvæmt mati óvilhallra sérfræðinga fer því fjarri að þessum skilyrðum væri fullnægt.

Lesa meira

ÞAKKIR TIL ÞORLEIFS

Þorleifur G 2

Ég minnist þess þegar Kárahnjúkahrollvekjan var í burðarliðnum en áhöld um það hver kæmi til með að reisa álverksmðiju til kaupa á orkunni. Á tímabili var um það rætt að lífeyrissjóðirnir kæmu þar að fjármögnun. Var efnt til skyndifundar um málið til að leggja á ráðin. Ráðabruggsmeistararnir voru svo óheppnir að ég gegndi formennsku í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins  ...Ég nefni þetta sérstakelga eftir lestur á greinargóðum pistli Þorleifs Gunnlaugssonar þar sem hann upplýsir okkur um tilburði stjórnarmeirihlutans í Reykjavík til að sveipa leyndarhjúpi mál sem á að vera í opinni umræðu ...

Lesa meira

LÁTUM EKKI EINN GJALDA AFGLAPA MARGRA

Evrópuráðið

Evrópuráðið er sem betur fer tekið alvarlega á Íslandi. Þegar ráðið samþykkir einróma ályktun um að aðskilja beri almennt réttarfar annars vegar og pólitískt hins vegar þá taka menn það alvarlega. Samþykkt þings Evrópuráðsins átti sér nokkurn aðdraganda. Gerð var skýrsla í einni af nefndum þingsins ... og við umfjöllun hennar í viðkomandi nefnd kom Þuríður Backman þingmaður á framfæri ýmsum athugasemdum um staðreyndir máls....er það í anda íslenskrar umræðurhefðar (því miður) að gera einn ábyrgan fyrir afglöpum margra...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar