Stjórnmál Júlí 2013

MÁLALIÐAR FJÁRMAGNSINS OG LOFORÐ RÍKISSTJÓRNARINNAR

S - BB 2

...Skilaboðin eru þannig kýrskýr: Ef stýrt er í anda fjármagnseigenda mega ráðamenn ganga að því sem vísu að fá hagstætt lánshæfismat ... Það yrði afdrifaríkt ef niðurfærlsuloforðin yrðu svikin því ekki fæ ég annað séð en að þá yrði Framsóknarflokkurinn að ganga út úr ríkisstjórn. Þessi ríkisstjórn er nefnilega kominn í Stjórnarráðið á grundvelli loforða Framsóknarflokksins. Það er þess vegna sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nú forsætisráðherra og einnig  Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Ekki gleyma því! Þeir eru báðir í Stjórnarráðinu vegna  ...

Lesa meira

RÁÐHERRA Á GRÁU SVÆÐI

Hanna Birna Kristjánsdóttir

...Lesendum til upplýsingar vil ég skýra eftirfarandi. Ýmsar þjóðir innan EES hafa viljað leita leiða til að sporna gegn uppkaupum auðmanna á jörðum, bæði innlendra og erlendra. Nefni ég þar Dani og Norðmenn sérstaklega. Sjálfur deili ég þessum sjónarmiðum og hef margoft fært opinberlega rök fyrir þeim. Ég gerði mér grein fyrir því að taka þyrfti á málinu á margþættan hátt ... Ég taldi það vera lykilatriði að greinargerðir fræðimannanna kæmu fram við kynninguna  svo hugsanlegum andmælendum gæfist kostur að taka upp málefnalega umræðu um ....En mér verður á að spyrja hvort það séu ekki einmitt vinnubrögð núverandi ráðherra í þessu máli sem þegar allt kemur til alls séu á gráu svæði. Engin kynning, engin málefnaleg rök, bara ...

Lesa meira

ALÞINGI Í AÐHALDS- OG EFTIRLITSHLUTVERKI - SKÝRSLAN UM ÍBÚÐALÁNASJÓÐ

Birtist í Morgunblaðinu 25.07.13.
MBL - Logo...Hér ríður á að vandað sé til verka og fylgt þeim lagafyrirmælum sem að framan eru rakin og þeirri meginhugsun sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hvílir á. Gera þarf skýran greinarmun á því hlutverki sem stjórnskipunar- og eftitlitsnefnd hefur annars vegar lögum samkvæmt og hins vegar þeim póltíska lærdómi sem meirihluti Alþingis vill draga af málalyktum hverju sinni, í þessu tilviki aðkomu Íbúðsalánasjóðs - og ríkisins almennt -  að húsnæðismálum. Annars vegar er um að ræða rannsókn á tilteknu máli, hins vegar stefnumótun af pólitískum toga...

Lesa meira

ÆTLAR FRAMSÓKN Á HNÉN?

Framsókn og einkavæðing 2013

... Þannig var það flokknum erfitt að selja ýmsar félagslega mikilvægar stofnanir í hendur gróða-afla. Hlutafélagsvæðing Ríkisútvarpsins var honum erfið að sama skapi. Síðan var ýmislegt annað sem var flokknum svo hagsmunatengt að slökkt var á samviskunni og ekkert látið trufla sérhagsmuna-pot ráðandi einstaklinga í Framsóknarflokknum. Þar er ég náttúrlega að tala um einkavæðingu bankanna og eftirlitsstofnana, sem flokksgæðingar Framsóknar áttu eftir að hagnast mikið á.Tvennt var það sem Framsóknarflokkurinn stóð þó vörð um. Í fyrsta lagi vildi hann...

Lesa meira

ER AÐ TAKA SIG UPP GAMALT MEIN?

Ríkisstjórnin 2007
...Mín skilaboð til míns ágæta félaga Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar eru í senn huggunaroð og hvatning: Einkavæðingaráttan hjá Samfylkingunni þarf ekki að vera illkynja mein - þótt það geti hæglega orðið það. Því má halda í skefjum, jafnvel nema það brott. Og læknisráðið: Staðreyndir reynslunnar upp á borðið og síðan rökræðu! Tökum þá rökræðu af krafti innan stjórnmálaflokkanna og í samfélaginu. Að henni lokinn mun allt félagslega sinnað fólk eiga samleið, hvar í flokki sem það stendur. Um það er ég...

Lesa meira

VAÐLAHEIÐARGÖNG OG VINNUBRÖGÐIN

BOOM - Vaðlaheiðargöng

... Forsætisráðherrann, sem þrýsti á hnappinn, sagði í fréttum Sjónvarpsins að "þetta hefði verið mjög skemmtilegt" enda "stór dagur í samgöngusögu Þjóðarinnar"....Vaðlaheiðarframkvæmdin var tekin út úr samgönguáætlun með þrýstingi þingmanna Norð-austurkjördæmis og síðan stuðningi allra þeirra sem vildu sigla lygnan sjó. Frá minni hálfu var það alla tíð skýrt að ég féllist ekki á framkvæmdina - hvorki sem samgönguráðherra né sem þingmaður - nema skýrt væri að hún yrði fjárhagslega sjálfbær og án aðkomu ríkissjóðs- ekkert annað réttlætti að taka hana fram fyrir aðrar framkvæmdir í samgönguætlun sem metnar voru miklu brýnni. Samkvæmt mati óvilhallra sérfræðinga fer því fjarri að þessum skilyrðum væri fullnægt.

Lesa meira

ÞAKKIR TIL ÞORLEIFS

Þorleifur G 2

Ég minnist þess þegar Kárahnjúkahrollvekjan var í burðarliðnum en áhöld um það hver kæmi til með að reisa álverksmðiju til kaupa á orkunni. Á tímabili var um það rætt að lífeyrissjóðirnir kæmu þar að fjármögnun. Var efnt til skyndifundar um málið til að leggja á ráðin. Ráðabruggsmeistararnir voru svo óheppnir að ég gegndi formennsku í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins  ...Ég nefni þetta sérstakelga eftir lestur á greinargóðum pistli Þorleifs Gunnlaugssonar þar sem hann upplýsir okkur um tilburði stjórnarmeirihlutans í Reykjavík til að sveipa leyndarhjúpi mál sem á að vera í opinni umræðu ...

Lesa meira

LÁTUM EKKI EINN GJALDA AFGLAPA MARGRA

Evrópuráðið

Evrópuráðið er sem betur fer tekið alvarlega á Íslandi. Þegar ráðið samþykkir einróma ályktun um að aðskilja beri almennt réttarfar annars vegar og pólitískt hins vegar þá taka menn það alvarlega. Samþykkt þings Evrópuráðsins átti sér nokkurn aðdraganda. Gerð var skýrsla í einni af nefndum þingsins ... og við umfjöllun hennar í viðkomandi nefnd kom Þuríður Backman þingmaður á framfæri ýmsum athugasemdum um staðreyndir máls....er það í anda íslenskrar umræðurhefðar (því miður) að gera einn ábyrgan fyrir afglöpum margra...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar