Fara í efni

FURÐUR Í ELDHÚSI ALÞINGIS

Ögmundur - eldhúsd. júní 2013
Ögmundur - eldhúsd. júní 2013

Í gærkvöldi fóru fram Eldhúsdagsumræður á Alþingi. Það verður að segjast eins og er að óþægilega kom á óvart að ríkisstjórnin skyldi ekki kynna þar áætlanir sínar varðandi skuldamál heimilanna. Það vakti vægast sagt furðu þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði að sú „óhefðbundna leið" yrði farin „að biðja þingið að fela ríkisstjórninni að hefja formlega vinnu við úrlausn á skuldavanda heimilanna." 
Fyrir kosningar var okkur sagt að hafist yrði handa í sumar og aðgerðir hafnar.
Þess vegna var Framsókn kosin.
Því var trúað að hún hefði lausninrnar í hendi!
Nú eru það hins vegar nefndir sem eru boðaðar en ekki efndir, einsog Katrín Júliúsdóttir orðaði það.
Að þessu vék ég einnig í minni ræðu þar sem ég m.a. vitnaði í ágæta blaðagrein eftir Snorra Sigurjónssson sem ég áður hef gert að umræðuefni hér á síðunni, sbr. https://www.ogmundur.is/is/greinar/bjartsynn-barattumadur
Hér má sjá ræðu mína á Alþingi í gær:  http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?raeda=rad20130610T212216&horfa=1