Stjórnmál Maí 2013

RÍKISSTJÓRN HÁTEKJUHEIMILANNA

Birtist í DV 24.05.13.
DVOddvitar ríkisstjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson klifa á því að þeim sé sérstaklega annt um heimilin í landinu. Þegar þeir eru hins vegar inntir nánar eftir þessu kemur á daginn hvaða heimili þeir einkum hafa í huga. Það eru ekki lágtekjuheimilin og ekki millitekjuheimilin. Hátekjuheimilin eru þeim félögum Sigmundi Davíð og Bjarna efst í huga. Hag þeirra bera þeir fyrir brjósti. Nú er að koma á daginn hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn var svo feiminn að ræða útfærslur á skattastefnu sinni í aðdraganda kosninga...

Lesa meira

HÖFUM VIÐ EKKERT LÆRT?

Matseðill fjárfestanna

...1. tölublað, 1. árgangs var að líta dagsins ljós. Á forsíðu er boðuð kynning á matseðli fjárfestanna og vísað í umfjöllun um lán til hlutafjárkaupa. Og að sjálfsögðu er lögð sérstök áhersla á konur á verðbréfamarkaði og enn eina ferðina ýtt undir þá sögufölsun að konur séu öðru vísi en karlar við að virkja eignagleðina eins og það einhvern tímann hét. Og viti menn í blaðinu er að finna tilvísan til þess að braskið örvi framleiðni vinnuafls og leiði til betri lífskjara! Eitt er víst að ...

Lesa meira

BJARTSÝNN BARÁTTUMAÐUR

Snorri Sigurjónsson

... Þarna er ég Snorra sammála. Hann gefur þeirri hugsun nefnilega undir fótinn að pólitík sé spurning um ríkjandi samfélagshugsun. Það séu takmörk fyrir því hvað tíðarandinn leyfi! Þess vegna sé atkvæðum aldrei kastað á glæ, ekki heldur atkvæðum 21.522 kjósenda sem engan fulltrúa fengu kjörinn í síðustu kosningum. Öllu máli skipti að tendra baráttuandann og halda honum logandi: "Fólkið sem meinti eitthvað með þessu brölti, bæði kjósendur og frambjóðendur, er ekki dautt, heldur og mun væntanlega berjast áfram." ...

Lesa meira

EKKI FLÝJA LOFORÐIN!!!

Rökrétt framhald

Enginn getur svarað því afdráttarlaust hvað fyrir kjósendum vakti í nýafstöðnum þingkosningum. Enginn þekkir hug kjósandans nema hann sjálfur. Engu að síður er ekkert óeðlilegt við það að menn komi með tilgátur um hvað vakað hafi fyrir kjósendum almennt. Þetta gerir Kristján þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks á meðal annarra. Eftir honum er haft að...Og er þar komið að minni tilgátu um hvers vegna það gerðist. Fólk hreifst af kosningaloforðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks...

Lesa meira

SPURNINGAR VAKNA

XB á villigötum

...Báðir fengu þessir flokkar talsvert fylgi í nýafstöðnum kosningum á grundvelli loforða sem þeir gáfu.
Þegar tólf ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lauk vorið 2007 var Framsóknarflokkurinn trausti rúinn enda búinn að svíkja öll sín félagslegu heit. Telur forysta flokksins kominn tíma til að endurnýja þau svik?
Sjálfstæðisflokkurinn  lofaði...

Lesa meira

VANGAVELTUR AÐ LOKNUM KOSNINGUM

2013 kosn - úrslit - mat

Nú er keppst við að rýna í úrslit nýafstaðinna kosninga og senn kemur í ljós hvert stjórnarmynstrið verður. Mín skoðun er sú að Framsóknarflokknum, sem nú hefur verið falið stjórnarmyndunarhlutverk, væri heilladrýgst að horfa yfir á félagshyggjuvæng stjórnmálanna ... Framsetning fjölmiðla er hins vegar með þeim hætti að eðlilegt sé að dansparið frá 1995-2007, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, taki ballskóna út úr skápnum. Á þessum árum voru stigin dansspor sem enn hræða ...Eftirtektarverðast var í þessari kosningabaráttu og í umræðum að henni lokinni...

Lesa meira

Frá lesendum

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt
hann er kominn aftur
Verður víst um kurt 
sá vandræða raftur.

Vinstri græn virðast nú
vera á undanhaldinu
því leiðitöm og liðleg frú
er liðhlaupi hjá Íhaldinu.

Hörmuleg er andskotans hítin

hér borga eigum íhaldsskítinn
um þetta yrki
lokunarstyrki
er ríkistjórnin eitthvað skrítin?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ...
Nonni

Lesa meira

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda.
Forstöðumður 

Lesa meira

MÓÐIR REIÐIST RÍKISSTJÓRN

Í morgun hlustaði ég á forsætisráðherrann tala í útvarpi um afstöðu ríkisstjórnarinnar til sóttvarnaraðgerða. Henni fannst allt vera rétt gert. Allt bara tilmæli, ekki bönn. En það eru ekki einu sinni tilmæli til þeirra sem reka viðbjóðslega spilakassa um að loka þeim. Aðstandendur spilafíkla hafa þó grátbeðið um að “góðgerðafélögin” verði skikkuð til að loka. Nei, aldeilis ekki! Ríkisstjórnin hefur meira að segja fyrir því að breyta reglum frá í vor til að undanskilja spilakassaútgerðina timælum sínum. Ég á dóttur sem þessir kassar hafa eyðilagt. Þess vegna vil ég tala tæpitungulaust við ykkur sem stjórna hér. Í mínum augum eruð þið vesalingar.
Móðir spilafíkils

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Egill Einarsson skrifar: ÞANKAR Í FRAMHALDI AF SKRIFUM UM KNÚNINGSVÉL KAPÍTALISMANS

Gott dæmi um það sem fram kemur í greinnni er áform um byggingu verksmiðju hér á lamdi til að fanga 10 millj. tonn af koltvísýringi úr andrúmsloftinu og framleiða úr honum 300 þús. tonn af umhverfisvænu eldsneyti. Þessi fjárfesting upp á 140 milljarða kr. á að skila arði en hvernig? Með því að selja til aðila sem fá frádrátt frá sköttum með því að nota umhverfisvænt eldsneyti. En er þetta umhverfinu í hag? Koltvísýringurinn sem er fangaður er losaður aftur út í andrúmsloftið við bruna. Sem sagt núll ávinningur. Kemur þetta í veg fyrir ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: JOE BIDEN OPINSKÁR UM SÝRLANDSSTRÍÐIÐ

Nýr forseti sýnist hafa tryggt sér völd í Bandaríkjunum. Joe Biden var varaforseti BNA í stjórnartíð Baracks Obama. Af þessu tilefni er vert að rifja upp eitt atvik í afskiptum hans af utanríkismálum frá 2014. Nánar tiltekið fólust þau í greiningu á stríðinu í Sýrlandi sem ollu fjaðrafoki og móðguðu nokkra helstu bandamenn BNA í Miðausturlöndum. Joe Biden var ákafur og áhrifamikill stuðningsmaður innrásar í Írak 2003. En Íraksstríðið varð ...

Lesa meira

Kári skrifar: NOKKUR ORÐ UM AUÐLINDAMÁLIN

Í Fréttablaðinu birtist þann 29. október síðastliðinn grein eftir Þorstein Pálsson, fyrrum formann Sjálfstæðisflokksins. Greinin nefnist „Brexitáhrifin á Íslandi“. Þar ræðir hann Evrópumálin og Brexit. Greinin gleður eflaust hjörtu þeirra sem vilja afsala sér fullveldi Íslands og taka við sem flestum tilskipunum og reglugerðum frá ESB. Um það má segja að fólk hefur auðvitað frelsi til þess að hafa þá skoðun ...

Lesa meira

Grímur skrifar: BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

Lesa meira

Kári skrifar: HVAÐ ER ÞJÓÐAREIGN?

Meðal athugasemda sem komið hafa frá Feneyjarnefndinni, um fikt stjórnvalda við stjórnarskrána, er skilgreining á hugtakinu þjóðareign. Þar er bæði átt við skilgreiningu á hugtakinu sjálfu sem og tengsl þess við annan eignarrétt. Þetta eru réttmætar athugasemdir enda ljóst að skýr skilgreining hugtaksins er forsenda þess að þjóðareign njóti lögverndar. Reikul skilgreining býður þeirri hættu heim að dómarar beiti orðhengilshætti við túlkun hugtaksins og þykist ekki skilja það. Það er hins vegar reginvilla sumra lögfræðinga að hugtakið þjóðareign sé merkingarlaust. Árin fyrir hrunið var áberandi að fjölmiðlar og fleiri ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar