Stjórnmál Maí 2013

RÍKISSTJÓRN HÁTEKJUHEIMILANNA

Birtist í DV 24.05.13.
DVOddvitar ríkisstjórnarflokkanna, þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson klifa á því að þeim sé sérstaklega annt um heimilin í landinu. Þegar þeir eru hins vegar inntir nánar eftir þessu kemur á daginn hvaða heimili þeir einkum hafa í huga. Það eru ekki lágtekjuheimilin og ekki millitekjuheimilin. Hátekjuheimilin eru þeim félögum Sigmundi Davíð og Bjarna efst í huga. Hag þeirra bera þeir fyrir brjósti. Nú er að koma á daginn hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn var svo feiminn að ræða útfærslur á skattastefnu sinni í aðdraganda kosninga...

Lesa meira

HÖFUM VIÐ EKKERT LÆRT?

Matseðill fjárfestanna

...1. tölublað, 1. árgangs var að líta dagsins ljós. Á forsíðu er boðuð kynning á matseðli fjárfestanna og vísað í umfjöllun um lán til hlutafjárkaupa. Og að sjálfsögðu er lögð sérstök áhersla á konur á verðbréfamarkaði og enn eina ferðina ýtt undir þá sögufölsun að konur séu öðru vísi en karlar við að virkja eignagleðina eins og það einhvern tímann hét. Og viti menn í blaðinu er að finna tilvísan til þess að braskið örvi framleiðni vinnuafls og leiði til betri lífskjara! Eitt er víst að ...

Lesa meira

BJARTSÝNN BARÁTTUMAÐUR

Snorri Sigurjónsson

... Þarna er ég Snorra sammála. Hann gefur þeirri hugsun nefnilega undir fótinn að pólitík sé spurning um ríkjandi samfélagshugsun. Það séu takmörk fyrir því hvað tíðarandinn leyfi! Þess vegna sé atkvæðum aldrei kastað á glæ, ekki heldur atkvæðum 21.522 kjósenda sem engan fulltrúa fengu kjörinn í síðustu kosningum. Öllu máli skipti að tendra baráttuandann og halda honum logandi: "Fólkið sem meinti eitthvað með þessu brölti, bæði kjósendur og frambjóðendur, er ekki dautt, heldur og mun væntanlega berjast áfram." ...

Lesa meira

EKKI FLÝJA LOFORÐIN!!!

Rökrétt framhald

Enginn getur svarað því afdráttarlaust hvað fyrir kjósendum vakti í nýafstöðnum þingkosningum. Enginn þekkir hug kjósandans nema hann sjálfur. Engu að síður er ekkert óeðlilegt við það að menn komi með tilgátur um hvað vakað hafi fyrir kjósendum almennt. Þetta gerir Kristján þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks á meðal annarra. Eftir honum er haft að...Og er þar komið að minni tilgátu um hvers vegna það gerðist. Fólk hreifst af kosningaloforðum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks...

Lesa meira

SPURNINGAR VAKNA

XB á villigötum

...Báðir fengu þessir flokkar talsvert fylgi í nýafstöðnum kosningum á grundvelli loforða sem þeir gáfu.
Þegar tólf ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins lauk vorið 2007 var Framsóknarflokkurinn trausti rúinn enda búinn að svíkja öll sín félagslegu heit. Telur forysta flokksins kominn tíma til að endurnýja þau svik?
Sjálfstæðisflokkurinn  lofaði...

Lesa meira

VANGAVELTUR AÐ LOKNUM KOSNINGUM

2013 kosn - úrslit - mat

Nú er keppst við að rýna í úrslit nýafstaðinna kosninga og senn kemur í ljós hvert stjórnarmynstrið verður. Mín skoðun er sú að Framsóknarflokknum, sem nú hefur verið falið stjórnarmyndunarhlutverk, væri heilladrýgst að horfa yfir á félagshyggjuvæng stjórnmálanna ... Framsetning fjölmiðla er hins vegar með þeim hætti að eðlilegt sé að dansparið frá 1995-2007, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, taki ballskóna út úr skápnum. Á þessum árum voru stigin dansspor sem enn hræða ...Eftirtektarverðast var í þessari kosningabaráttu og í umræðum að henni lokinni...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar