Stjórnmál Apríl 2013

BIÐJUM UM STUÐNING Í KRAGA

Ögmundur og Rósa

...Ég býð mig fram í Suðvestur-kjördæmi, Kraganum. Hann tekur yfir Seltjarnarnes, Kópavog, Hafnarfjörð, Garðabæ ,  Álftanes, Mosfellsbæ og Kjós....Í skoðanakönnunum hefur fylgi VG sveiflast mjög og hef ég verið úti og inni í þessum könnunum. Í síðustu könnun náði ég hins vegar inn og einnig Rósa Björk Brynjólfsdóttir sem skipar annað sæti listans í Suð-vesturkjördæmi. Það væri ánægjulegt ef Rósa Björk næði kjöri í kosningunum á morgun... 

Lesa meira

SKÝR PÓLITÍSK LANDAMÆRI

KATA

...Fremur en þjóðarsátt við aðila innan atvinnulífsins á þessum  forsendum, þarf þjóðarsátt við almennt launafólk sem vill jöfnun lífskjara, eflingu almannatrygginga og velferðarkerfis. Þar er krafist afnáms notendagjalda, hvort sem er á þjóðvegum landsins eða á sjúkrahúsunum - enginn vafi leikur á því heldur að nýja fyrirkomulagið varðandi lyfjakaup mun þurfa gagngerra lagfæringa við. Í þessum anda talar formaður VG hér við umræðuna...

Lesa meira

GETUR ÞAÐ VERIÐ?

Birtist í DV 26-28.O4.13.
DV -... Ástæðan er sú að með þessu móti yrði samvinnu- og félagshyggjustrengurinn hrærður í báðum þessum samstarfsflokkum VG. Þetta er raunhæfur kostur. Þessir flokkar gætu saman náð ágætum meirihluta. Allt að sjálfsögðu komið undir kjósendum á kjördag. Það er bara eitt sem ég á erfitt með að trúa, nefnilega að kjósendur ætli í alvöru að leiða Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk til valda að nýju svo skjótt eftir hrun sem raun ber vitni. Þeir eru enn lafmóðir eftir hrundansinn. Það rýkur af þeim...

Lesa meira

SAGA AF TVEIMUR KAFFIBOLLUM

Birtist í Morgunblaðinu 23.04.2013
MBL - Logo...Þetta kemur upp í hugann þegar hlustað er á málflutning aðdáenda Evrópusambandsins, sem telja það vera allra meina bót að ganga í ESB og taka upp evru. Sumir ganga svo langt að segja að Íslendingar hefðu sloppið við hrun ef þeir hefðu haft evru sem áður segir. Ekki sluppu Írar, Kýpverjar, Portúgalar, Grikkir, Spánverjar... Þeir hafa þó evru. Þeir sem halda slíkum málflutningi til streitu eru auðvitað að berja höfðinu við steininn. Og allir vita hvernig það fer með höfuðið...

Lesa meira

NETIÐ OG LÝÐRÆÐIÐ

Birtist í Fjarðarpóstinum, Kópavogspóstinum og Mosfellingi, apríl 2013.
Fp - Kop p - MosfellingurNú er þessi vinna farin að skila merkjanlegum árangri. Á meðal verkefna sem ráðist hefur verið í er þróun rafrænnar auðkenningar, svokallaðs Íslykils - nafnskírteinis á netinu - sem þróaður var af Þjóðskrá Íslands...  Einnig hefur verið unnið að eflingu rafræns lýðræðis í sveitarfélögum og hafa þegar verið samþykktar breytingar á sveitarstjórnarlögum sem undirbúa jarðveginn fyrir rafrænar íbúakosningar og undirskriftasafnanir á Ísland.is. Með þessum verkefnum er lagður grunnur að margvíslegri rafrænni þjónustu...

Lesa meira

ÞORLEIFUR FJALLR UM BEINT LÝÐRÆÐI

Þorleifur G 2

Þorleifur Gunnlaugsson fjallar um beint lýðræði í grein sem hann birtir á Smugunni nú um helgina. Hann er formaður stýrihóps sem ég skipaði á sínum tíma um rafræna stjórnsýslu og rafrænt lýðræði. Hann hefur verið óþreytandi hvatamaður að því að við létum verkin tala hvað varðar  rafræna þjónustu og beint lýðræði. Hann hefur einnig verið gerandi í að koma á tengingu á milli ríkisins og sveitarfélaganna í þessum málum. Þetta tel ég vera grundvallaratriði enda ...

Lesa meira

GAGNRÝNUM FRAMSÓKN Á RÉTTUM FORSENDUM

Sigmundur XB

Ég hef efasemdir um loforð Framsóknar um skuldamálin, skattamálin, verðtrygginguna, launamál, velferð, örorku, tryggingagjald, lánasjóð námsmanna, Íbúðalánasjóð ... ekki um málefnin heldur þegar lofað er upp í ermina. Allt á að verða gott, öllum lofað gulli og grænum skógum og síðan allt svikið, jafnvel framkvæmt þvert á það sem lofað var. Þetta þekkjum við allt frá fyrri tíð. Síðan koma boðendur nýrra sjónarmiða sem hafa að kjörorði að menn eigi bara að setjast niður og spjalla saman um hagstjórnina - helst á netinu segir eitt framboðið - þá verði framtíðin skínandi björt og ekkert vesen... En það þarf líka að koma heiðarlega fram gagnvart frambjóðendum. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni , ekkert síður en öðrum...

Lesa meira

FEIMINN FLOKKUR

ömmi og BB

..... Í báðum þáttunum var Eygló Harðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins, þátttakanadi í umræðunum en kaus að tjá sig ekkert um málefnið. Talaði bara á almennum nótum um að séð yrði til þess að allir hefðu það betra og allt yrði gott ef aðeins Framsókn fengi góða kosningu, nokkuð sem við heyrðum fyrir hverjar einustu kosningar í aðdraganda hruns. Eftirleikinn þekkjum við. Fróðlegt verður fylgjast með frekari viðbrögðum formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins varðandi skattastefnuna og þá hvort þau treysti sér til þess að ræða staðreyndir þessa máls eða verði...

Lesa meira

MÁLFLUTNINGUR SEM RÍMAR VIÐ SKYNSEMINA

Katrín X 2013

... Breytingar okkar eru þrepaskipt skattakerfi, verðtrygging persónuafsláttar og þar með skattleysismarkanna, auðlegðarskattur, breyting á fjármagnstekjuskatti og auðlindagjald. Það er til umhugsunar fyrir kjósendur hvað það þýðir að breyta skattkerfinu í fyrra horf eins og hótað hefur verið. Við viljum engar skyndilausnir í atvinnumálum, sagði Katrín, þess vegna ...

Lesa meira

ÞAU TALA SKÝRT

Katrín og Bjarni

...Ég virði Sjálfstæðisflokkinnn fyrir að koma hreint til dyranna og flokksformanninn þar á bæ, Bjarna Benediktsson, fyrir að tala skýrt um grundvallarstefnu flokks síns. Bjarni er ófeiminn að ræða misskiptingarstefnuna sem margt hægri sinnað fólk telur hið mesta þjóðráð í efnahagslegu tilliti. Í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var þetta kallað...Að sama skapi var Katrín Jakobsdóttir hreinskiptin og skýr í sínum málflutningi um skattastefnu sem gengur út á að JAFNA KJÖRIN...Engin plat ummæli um að nú þurfi að setjast niður og spá og spekúlera og kannski þetta og kannski hitt og alls ekkert vesen, eins og ein fylkingin býður upp á...

Lesa meira

Frá lesendum

SAKLAUSA SÍMTALIÐ

Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.

Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.  
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

VIÐ MUNUM HRUNIÐ

Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.

Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

GRÍMUBALLIÐ Á ENDA

Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.

Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...

Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: LEIÐA ORKUPAKKAR ESB TIL EINKAVÆÐINGAR?

Í þessum skrifum verður könnuð eftirfarandi staðhæfing þingmanns Pírata, Björns Levís Gunnarssonar og kemur fram á heimasíðu Orkunnar okkar: Það þarf að vera aðskilnaður. Það þarf ekki að einkavæða. Ef það er tekin ákvörðun um að einkavæða þá er það ákvörðun sem er óháð öllum tilskipunum úr orkupakkanum. Ef það væri í alvörunni háð orkupakkanum þá væru engin opinber orkufyrirtæki í Evrópu. Það er enn fullt af þeim hins vegar. Það sem þarna kemur fram er að auðvitað bæði rangt og algerlega fráleitt en það þarf hins vegar að rökstyðja hvernig og hvers vegna ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: NATO OG WASHINGTON VÍGBÚAST GEGN "GULU HÆTTUNNI"

"... Greiningin sem Biden gerir, um baráttu milli lýðræðisafla og einræðisafla heimsins, er fölsk þó ekki væri nema í ljósi mikilvægustu bandamanna Bandaríkjanna í Miðausturlöndum. Ekki nóg með það: Bandaríkin ásamt með bandamönnum í NATO sem skreyta sig mikið með lýðræðismerkimiðum er EINI AÐILI SEM HERNAÐARÓGN STAFAR AF á alþjóðavettvangi nú um stundir. Ekki nóg með það: Af langri sögu hefur okkur lærst að því meira sem bandarísk stjórnvöld tala um að tryggja „lýðræði“ (Sýrland eða Úkraína), mannúð og mannréttindi (Írak, Júgóslavía, Líbía) eða kvenréttindi (Afganistan) í öðrum löndum þeim mun meiri dauði og eyðilegging eru í vændum. Bandarískt „lýðræði“ er banvænn útflutningur ..."

Lesa meira

Kári skrifar: ENN UM BRASK- OG MAFÍUVÆÐINGU - UNDIRLÆGJA GAGNVART PENINGAVALDI -

Undirlægja og virðing fyrir peningavaldi eru útbreidd vandamál á Íslandi. Um er að ræða anga af sama meiði og hvort tveggja byggt á „misskilningi“ ef svo má segja. Til þess að skilja undirlægjuna þarf fyrst að greina hina misskildu virðingu fyrir peningum. Flestir tengja peninga við „efnisleg gæði“; skort eða jafnvel ofgnótt. Mikilvægt er að gera sér ljóst að öflun efnislegra gæða er bundin við þá plánetu okkar sólkerfis sem nefnist jörð. Öflunin er enn fremur bundin við jarðlífið sem slíkt. Ekki hefur verð sýnt fram á gagnsemi

Lesa meira

Kári skrifar: LYKILLINN AÐ LAUSNUNUM ER AÐ KJÓSA RÉTT

Það er gott að hugsa í lausnum, sérstaklega ef lausnirnar gagnast þjóðinni sem heild. Allmörg dæmi má þó finna um að „lausnir“ á Alþingi séu sniðnar sérstaklega að hagsmunum braskara og fjárglæframanna. Þetta gerist vegna þess að fólk sem fengið hefur umboð kjósenda („látið kjósa sig“) misfer með umboð sitt og missir öll tengsl við umbjóðendur sína. Segist að vísu í viðtölum oft vera í „góðu sambandi“ við kjósendur sína. En eitt er að þiggja kaffibolla í kjördæmi sínu og annað að gæta hagsmuna almennings á þingi ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS

... Hugmyndin um „fullkominn samkeppnismarkað“ felur þannig í sér marga seljendur og kaupendur, samleitni „vöru“ sem um ræðir, góðar upplýsingar fyrir seljendur og kaupendur og hindrunarlausan aðgang eða útgöngu á markaði. Með öðrum orðum, menn geta hafið samkeppni á markaðnum eða hætt þegar þeim sjálfum hentar ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar