Stjórnmál 2011

Margt ágætt sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í
Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Ekki var ég honum þó sammála um
allt. Þannig var ofsagt hjá honum að mínu mati að "þjóðin" vildi fá
að vita hvað kæmi út úr viðræðunum við ESB. Það er líka ofsagt hjá
utanríkisráðherra að ESB/EVRU gulrótin væri nú digrari og
litfegurri en áður! Um hið síðara ætla ég ekki að fjölyrða... Ég
ætla hins vegar að hafa nokkur orð um meintan þjóðarvilja... Við
skulum hætta að tala um tímasetningu á þjóðaratkvæðgreiðslu einsog
við fáum engu þar um það ráðið, þetta sé nánast komuð undir
óviðráðanlegu náttúrulögmáli. Við eigum að sjálfsögðu að segja
samninganefndunum hvenær hentar okkur að kjósa. Þær hagi
sínum...
Lesa meira

... Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ sagði í RÚV á föstudag að
íslenskt launafólk hefði getað staðist hrunið ef við hefðum haft
sterkan gjaldmiðil. Með öðrum orðum, þótt bankakerfið (og þá
væntanlega einnig lífeyrisskerfið) hryndi, þá væri hagur launafólks
tryggur svo lengi sem gjaldmiðillinn væri traustur! Og Gylfi og
Ólafur Darri, hagfræðingur ASÍ, hömruðu síðan saman á því að evran
væri lausnarorðið. Undarleg tímasetning miðað við hvernig komið er
fyrir evrunni! Þar fyrir utan virðist sjónarhorn þeirra ASÍ manna
æði þröngt, alla vega borið saman við sýn Nóbelsverðlaunahafans í
hagfræði Josephs Stieglitz....
Lesa meira

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur lagt
fram þingsályktunartillögu um stefnu íslenskra stjórnvalda gagnvart
erlendri fjárfestingu. Boðuð er grundvallarstefnubreyting að því
leyti að í stað þess að opna á erlenda fjárfestingu í orku og
auðlindum er áherslan á margbreytileika og nýsprotastarfsemi. Þetta
er gott og jákvætt. Það er líka gott og jákvætt að í greinargerð er
áhersla á að Íslendingar vilji að orkufyrirtækin og
sjávarútvegsfyrirtæki séu í innlendri eign. Að sjálfsögðu er
fráleitt að alhæfa um erlenda fjárfestingu. Tvennt þurfa
Íslendingar að hafa hugfast að mínu mati. Fyrra atriðið er þetta:
...
Lesa meira

...Ýmsir höfðu efasemdir um beinar útsendingar af
þingnefndarfundum Alþingis. Sjálfum þykir mér þessi nýbreytni lofa
góðu, sérstaklega hvað varðar mál sem eru umdeild og hafa gott af
því að komast út í þjóðfélagsumræðuna. Þessar beinu útsendingar
gera það að verkum að fjölmiðlunum, fjórða valdinu, einsog
það er stundum kallað er gert auðveldara um vik að komast í
"hráefni" frétta sinna á einskonar hlaðborði. En jafnframt, sem
áður segir, fá áhorfendur tækifæri til að meta hvernig hið
fjórða vald beitir sér ...
Lesa meira

... En tilefni þessara skrifa minna nú er reyndar ekki ummæli
Steinþórs Pálssonar bankastjóra Landsbankans, heldur ágætar
vangaveltur Kristins, í lesendabréfi hér á síðunni þar sem hann
leggur út af orðum bankastjórans. Kristinn segir m.a.: "Sú skoðun
að ekki sé farsælt að ríkið eigi banka á fullan rétt á sér en
óneitanlega eru rökin fyrir henni til muna veikari en var fyrir
nokkrum árum. Sé litið til sögunnar þá hefur einkaeignarhald á
bönkum á Íslandi ekki verið farsælt... Það er rétt hjá bankastjóra
Landsbankans að víst getur til þess komið að einstakir
stjórnmálamenn komi fram með "furðuleg bréf" eða óheppileg afskipti
af bankastarfssemi í eigu ríkisins. En það fer ekki milli mála að
enn furðulegri tilskipanir fengu bankastjórar einkabankanna...
Lesa meira
...Mér þótti
líka gott að því skuli hafa verið fagnað að AGS væri farinn. Var
satt að segja búinn að fá nóg af öllu þakklætinu í hans garð í
Hörpunni á sameiginlegri ráðstefnu Íslands og AGS í aðdraganda
Landsfundar VG. Við skulum ekki gleyma því að það var AGS sem
bannaði almennar aðgerðir í skuldamálum, og hugmyndafræði AGS
var hvetjandi til framkæmda utan ríkisreiknings. Ekki gleymi
ég heldur áhyggjum AGS af gjaldþrotalögunum nýju. Í skugganum af
AGS og ESB athöfnuðu Bretar og Hollendingar sig í Icesave. Aldrei
heyrði ég AGS hafa áhyggjur af...
Lesa meira
Eitt má Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, eiga. Hann er
alltaf líkur sjálfum sér og sennilega sá maður sem hann helst
langar til að vera; óhagganlegur í gömlum tíma. Sem slíkur er Björn
okkur alla daga lifandi áminning um hvað það var sem fór úrskeiðis
þann tíma sem honum var treyst til að halda um stjórnvölinn í
íslenskum stjórnmálum; þann tíma sem í Íslandssögunni verður
eflaust skilgreindur sem Aðdragandi hrunsins. Fyrir
þetta getum við verið Birni Bjarnasyni þakklát...Á þetta minnir
Björn okkur svo ágætlega í síðustu viku þegar hann skrifar mikinn
dómsdagspistil um meint óhæfuverk núverandi ríkisstjórnar.
Inn í skrif sín tekst honum á sinn hátt að hræra saman í eina
blöndu ýmsu sem hann telur að gæti verið til þess fallið að skapa
úlfúð og ala á tortryggni í garð ...
Lesa meira

Styrmir Gunnarsson virðist óðum að jafna sig á samviskubiti sínu
yfir þátttöku í hinu "ógeðslega þjóðfélagi", sem hann nefndi svo í
rannsóknarskýrslu Alþingis, og skrifar grein á Evrópuvaktina sem
minnir á gamla takta. Þar er látið að því liggja að ég hafi
"flúið" af vettvangi þar sem mér hafi þótt óþægilegt að
vera nálægt þegar skærist í odda milli lögreglu og ríkisvalds, enda
byggi ég feril minn á starfi í launþegahreyfingunni. Ég er stoltur
af starfi mínu í verkalýðshreyfingunni og afstaða mín til
lögreglunnar hefur ekkert breyst.
Það er auðvitað erfitt fyrir mann einsog Styrmi, sem byggir feril
sinn á dyggri þjónustu við helstu valdaklíkur landsins að trúa öðru
en því að allar gerðir manna hljóti að hafa ...
Lesa meira

...Frumvarpið fékk góða og ítarlega umfjöllun í samgöngunefnd
þingsins sl. vor og síðan í sumar og var gott samstarf á milli
allra aðila sem að málinu komu. Allt gagnsætt og uppi á borði.
Kvöldið fyrir þinglok var brugðið út af þessu verklagi því
þá, rétt fyrir lokaafgreiðslu málsins og án teljandi umræðu, kom
fram breytingartillaga frá samgöngunefnd Alþingis við eina
veigamestu grein frumvarpsins, nefnilega ákvæði um íbúalýðræði. Með
breytingartilllögunni var réttur íbúa stórlega skertur þvert á það
sem ég sem flutningsmaður frumvarpsins hafði barist fyrir. ...Um
þetta hefur verið talsvert fjallað í fjölmiðlum í dag, m.a. á
visir.is. Umfjöllunin þar er um sumt góð en greinilega unnin á
hlaupum því ...
Lesa meira

Ræða flutt á ráðstefnu um lýðræðismál 14.09.11
...Nú á sér stað hliðstæð barátta milli þingræðissinna og
lýðræðissinna, sem vonandi lýkur með sigri lýðræðissinna. Verkefnið
nú er að tryggja framgang lýðræðisins og búa því traustan og
framsækinn lagalegan ramma. En minnumst þess að ekkert kerfi er
eilíft. Til að lýðræðið lifi þarf stöðugt að næra það og gæða það
lífi. Vandinn mun síðan í framtíðinni sem hingað til, felast í því
að...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum