Stjórnmál 2010

...Allir þessir fjölmiðlar hafa hamast á hinum unga galvaska
þingmanni Dalamanna Ásmundi Einari Daðasyni. Hann leyfði sér að
vera á móti því að sækja um aðild að ESB. Og hann vill ekki láta
segja upp starfsfólki á heilbrigðisstofnunum, krafðist úttektar á
afleiðingum fjárlagafrumvarps, fékk ekki og sat því hjá. Ásmundi
Einari spái ég bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum. Hvers
vegna? Jú vegna þess að hann er fylginn sér, heiðarlegur, skeleggur
og drengur góður. Ég er oftast sammála honum. Ekki alltaf. ...En
hvað veldur því að tilteknir fjölmiðlar sameinast um að rægja
þennan ágæta mann? ...Hver heldur um níðpennana á framangreindum
fjölmiðlum? Kannski gæti handhafi blaðamannaverðlauna BÍ fundið
þetta út fyrir okkur. Kannski gæti hann ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 22.12.10
Í
fyrirsögn Morgunblaðsins í gær segir að ég hafi fyrst frétt af
hjásetu þriggja þingmanna VG við atkvæðagreiðslu um
fjárlagafrumvarpið. Þetta er ekki rétt. Ég hafði frétt af þessu
áður og málið síðan verið til umræðu á þingflokksfundi fyrir
atkvæðagreiðsluna. Að þessu leyti kann ég að hafa verið óljós eða
misvísandi í ummælum við fréttamann. En að þessu frátöldu er
fréttin rétt. Þannig er rétt eftir mér haft í beinni
tilvitnun...
Lesa meira

Þrír þingmenn VG sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku.
Það hefur orðið stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki umræðuefni
og sumum hneykslunarefni. Ólafur Stephensen, ritstjóri
Fréttablaðsins, talaði um óstjórntækt fólk, haldið öfgaskoðunum.
Þorsteinn Pálsson, fréttaskýrandi í laugardagsútgáfu sama blaðs, sá
hinn sami og telur að stjórnmálamenn gangi kaupum og sölum, talar í
sömu veru. Hvorugur treystir sér til að skilgreina þessar meintu
öfgar - báðir láta sér nægja að fordæma. Flokksfélagi minn -
starfandi þingflokksformaður í fjarveru Guðfríðar Lilju
Grétarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi - segist í Kastljósviðtali
vart trúa Morgunblaðsfrétt um að hjásetumenn hafi átt spjallfund
með tveimur ráðherrum, Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni ásamt
þingflokksformanni í fæðingarorlofi. Honum er alveg óhætt að
trúa fréttinni - enda var ég búinn að...
Lesa meira

...Þegar fjölmiðlar rifja upp söguna þykir mér þeir heldur betur
gleyma því að það var fyrst og fremst fyrir tilstilli þingmanna úr
stjórnarmeirihlutanum að fór sem fór. Þetta mál hefði farið miklu
fyrr í gegnum þingið og hljóðlegar ef ekki hefði komið til barátta
þessa fólks sem að lokum kom málinu til þjóðarinnar án þess að
stjórnin færi frá einsog forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar höfðu
hótað að gera. Þetta þekki ég sem ráðherra sem sagði af sér
ráðherradómi vegna þessa og einnig áður sem stjórnarandstæðingur á
Alþingi í langan tíma...Nú er spurningin hvað forsetinn gerir. Ég
hygg að það hljóti að ráðast af hvaða afstaða verður tekin til
samningsins á þingi og í samfélaginu almennt. Forsetinn skýrði
ákvörðun sína um að skjóta málinu til þjóðarinnar í ljósi
lýðræðislegrar andstöðu við málið - innan þings og utan, ekki með
skírskotun til málsins sjálfs. Þetta er lykilatriði.
Með hliðsjón af þessu leyfi ég mér að...
Lesa meira

... Þess vegna felum við fulltrúum á þingi að finna
lýðræðislegum vilja okkar farveg. En eftir því sem það verður
auðveldara af tæknilegum ástæðum að kjósa, mun þjóðin í sífellt
ríkari mæli óska eftir að taka valdið milliliðalaust til sín. Það
mun verða gert í öllum stórum hitamálum sem samfélagið glímir við,
varðandi stórvirkjanir, auðlindir, einkavæðingu - einhverjir
eru skelfingu lostnir yfir því að farið verðI að kjósa um fjárlög.
Ekki deili ég þessum ótta. Hef reyndar ekki leyfi til þess, fremur
en nokkur annar. Það sem drjúgur hluti þjóðarinnar vill að verði
tekið til almennrar atkvæðagreiðslu verður að fara þá leið. Í
umboði hvers eða hverra skyldu menn fá vald til að banna það?
Verkefnið framundan er að ...
Lesa meira

Í dag er kosið til Stjórnlagaþings. Mikill fjöldi kröftugra
einstaklinga býður sig fram í kjörinu, konur og karlar, ungir og
gamlir, þéttbýlisbúar og dreifbýlisbúar. Mikilvægt er að við
tryggjum góða blöndu kvenna og karla, landsbyggðar og þéttbýlis,
eins góðan kokteil og verða má. Mestu máli skipta að
sjálfsögðu áherslur frambjóðenda. Vilja þeir lýðræði eða forræði,
almannavald eða auðvald, sjálfstætt þing eða ósjálfstætt, auðlindir
í almannaeign eða einkaeignarhald á orkulindum og sjávarfangi? Ekki
velkist ég í vafa um hvað ræður mínu vali. Að mínu mati hefur
vel verið staðið að...
Lesa meira

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði. Hann er líka
varaþingmaður Samfylkingarinnar. Í þriðja lagi er Baldur andheitur
stuðningsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Það var gott
hjá RÚV að geta fyrstu tveggja hlutverka Baldurs þegar hann var
kynntur í upphafi viðtals í Speglinum í gærkvöld. Fyrir hlustendur
sem ekki þekkja til hefði náttúrlega verið forvitnilegast að heyra
um þriðja hlutverkið. Þannig hefðu þeir fengið botn í málflutning
hans...
Lesa meira
...Sýna
þarf fram á að þær heilbrigðisstofnanir sem á annað borð þurfa að
sæta niðurskurði séu færar um það án skerðingar
þjónustu og uppsagna starfsfólks með tilheyrandi
afleiddum kostnaði." Þetta er mikilvæg hvatnig til
ríkisstjórnarinnar og stuðningur við heilbrigðisráðherra ...
hvetur flokksráðið " til þess að svo fljótt
sem unnt er verði í viðræðuferlinu látið reyna á meginhagsmuni
Íslands eins og þeim er lýst í samþykkt Alþingis."
Þetta er í anda þess sem ég hef talað fyrir, að flýta ferlinu, láta
reyna á meginálitamálin, yfirráð yfir sjávarauðlindinni, landbúnaði
og grunnatriðum í sjálfsákvörðunarrétti. Þennan skilning má lesa út
úr framantilvitnuðu auk þess sem talað er um að stöðva
aðlögunarferlið og fjárframlög til að smyrja samningsferlið og þar
með viljann til aðlögunar...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 02.11.10.
Alltaf
er gott til þess að vita þegar manni berast fregnir um að gamlir
samstarfsmenn eldist vel. Fyrir skemmstu skrifaði Halldór Blöndal,
fyrrum forseti Alþingis, grein í þetta blað sem sannfærði mig um að
hann væri enn sjálfum sér líkur. Grein Halldórs hét
"Mannréttindaráðherrann og Jón Grindvíkingur" og var hugmyndin sú
að greinin fjallaði um mig og afstöðu mína til
fjárlagafrumvarpsins. Við nánari skoðun mátti skilja að hún
fjallaði líka um atvinnustefnu Sjálfstæðisflokksins. Þannig var, að
félagar Halldórs á þingi höfðu fundið upp á því snjallræði að
spyrja mig út úr um tilteknar forsendur fjárlaganna. Ef ég efaðist
um einhver atriði þar, mætti gera því skóna að ekki stæði steinn
yfir steini í gervöllu frumvarpinu. Þeir Sigurður Kári Kristjánsson
og Einar K. Guðfinnsson léku sitt hlutverk með prýði í þinginu en
síðan kom sjálfur guðfaðirinn með...
Lesa meira

...AGS minnti einnig á sig í fréttatímum dagsins með hefðbundnum
boðskap um að ekki mætti koma til móts við skuldara með almennum
aðgerðum. Og nú eru mánaðamót þegar lánastofnanir krefjast
afborgana.
Eldar loguðu, egg flugu og því miður einnig grjót og golfkúlur í
Alþingishúsið, "húsið okkar" eins og ung stúlka minnti á svo
eftirminnilega haustið 2008. "Þetta er húsið okkar" sagði hún og
stillti sér upp fyrir framan Alþingishúsið sem þá hafði verið undir
skothríð eggja- og grjótkasts. En við þessi orð stúlkunnar hætti
grjótkastið.
Lögreglan fékk sinn skerf af grjóti í kvöld. Og þinghúsið
líka. Eldar loguðu á Austurvelli. Fólki var heitt í hamsi. Það var
réttlát reiði - hjá flestum. Öllum bar saman um að lögreglan hefði
sýnt æðruleysi og stillingu. Og þar með raunverulegan styrk.
Stilling er styrkur var einu sinni sagt. Réttilega. Og þannig
viljum við hafa lögregluna, rólega , yfirvegaða og æðrulausa:
Gæslumenn mannréttinda...
Lesa meira
Á fátæktinni fékk að kenna
og faðirinn snortin sari
Þá alvaran fór upp að renna
úr varð Gunnar Smári.
Þá sósíalisminn í sálina rann
er samhjálp kynntist drengur
Við kapítalisma ei kunni hann
enda kallaður alþýðu fengur.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Engar vangaveltur voru um málið og þá hvort ekki hefði verið rétt að leyfa fólkinu að fara til síns heima eins og við hin gerum ef við smitumst af veirunni! Er það þá líka forréttindafrekja? Ferðamennirnir sem hingað komu vitandi um sóttkvíarskylduna færu síðan á hótel og greiddu þar að sjálfsögðu fyrir sig. Í fréttatíma Sjónvarps var ekki boðið upp á slíka málefnalega umfjöllun.
Fréttastofa sem setur málin svona fram í viðkvæmu deilumáli veldur ekki hlutverki sínu um að vera upplýsandi og málefnalegur miðill heldur kemur fram eins og dómgreindarlaus áróðursvél fyrir sjónarmið valdhafa.
Í þessum viðkæmu málum er beinlínis óábyrgt að ...
Sunna Sara
Lesa meira
Það var illa til fundið af Kára Stefánssyni í Kastljósi Sjónvarpsins að sveija á Brynjar Níelsson, alþingismann, og uppnefna hann fyrir að hafa vogað sér að fara til útlanda. Ef Brynjar Níelsson hlítir sóttvarnareglum á hann ekki að þurfa að sitja undir svívirðingum, hvorki af hálfu Kára Stefánssonar né annarra. Hvert stefnir þetta þjóðfélag okkar?
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Brynjar Trump brögðin kann
fátt bítur á guttann
Á sólarströnd nú situr hann
og sendir okkur puttann.
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Að standa í þessu er stöðugt puð,
styðjum við Frakka og Belga.
Við trúum á okkar evrópska guð,
inngöngu í sambandið helga.
Að sitja á þingi og sulla með leir,
sannleikann móta ég hálfan.
Þruglið úr höfðinu þoli ekki meir,
þess vegna kæri mig sjálfan.
Evrópu selja áfram völd,
engar leiðir góðar.
Braska þau á bakvið tjöld,
beygja stoðir þjóðar.
...
Kári
Lesa meira
Hælið fyrir ríka öskurapa: Öskur og hvæs taugatrekktra og ríkra í hátalarakerfi, gegn óþolandi kyrrð öræfa landsins og gegn kyrrlæti valdra náttúrudásemda, varð stofn að ríkiskynningu til erl.ferðamanna nýlega.”Þeir ríku gráta mest” er sagt, þeir búa oftast við sálarkvalir. Slíkt mannval er einmitt æskilegast gesta til landsins, peningar þeirra í boði. “ Komið og öskrið á kyrrðina” (gegn greiðslu), er því tilboð íslenskra stjórnvalda til ríkisfólks heimsins, þess sem oftast grætur í hjarta sér þótt úr gulli sé gert. Þekkingu á bágu sálarlífi auðmanna er vel til að dreifa á Íslandi, hana má fénýta alþjóðlega. “ Komið til Islands, grátið, gólið, hvæsið, öskrið að vild” og græjurnar eru til reiðu. Vonin er ...
Grímur
Lesa meira
Nú fer páska helgin í hönd
hér margir láta sig dreyma
Vandamál sjáum víða um lönd
verum öll dugleg heima.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Ég er sammála þér varðandi skynsemina, hún hlýtur að þurfa að fá að vera með. Ferðamálaráðherrann sem fór í partí með vinkonum sínum í miðju kófinu lætur nú loka annað fólk inni í hótelfangelsi og ríkisstjórn sem lætur milljarða í að auglýsa að fólk eigi að drífa sig til Íslands, lokar svo gestina inni í fangabúðum sem skattgreiðendur þurfa að borga fyrir. Eru engin takmörk? Var verið að tala um skynsemi eða kannski skort á henni? Auðvitað átti ekkert að auglýsa að fólk ætti að koma við þessar aðstæður! Og þarf ekki að ræða við ferðafyrirtækin sem auglýsa helgarferðir til að sjá eldgos? Hvernig væri að slá í einn fund í þjóðaröryggisráðinu þar sem þau sem í því sitja gætu tekið púls hvert á öðru? Það er orðið eitthvert skammhlaup í heilabúunum sýnist mér.
Sunna Sara
Lesa meira
Stjórnvöldin undir stórútgerð hlaða,
stórlega margt er fúið.
Fjárglæframenn valda feikna skaða,
færist á þjóðarbúið.
...
Kári
Lesa meira
Nú vorið nálgast bjart og hlýtt
Nú kemst ég brátt á sjóinn
Nú verður hér fleyi úr fjöru ýtt
Nú farinn er allur snjórinn.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð
Lesa meira
Allt Frá lesendum