Fara í efni

Í GÍSLINGU HJÁ GUNNARI HELGA


Ég fylgdist að venju með fréttum í útvarpi og sjónvarpi í kvöld. Þar var mjög til umfjöllunar væringar innan Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og meintar tilraunir mínar til að kljúfa þann flokk og hneppa ríkisstjórn landsins í gíslingu.
Til að finna þessu stað var fenginn stjórnmálafræðingur úr Háskóla Íslands, Gunnar Helgi Kristinsson.
Hann var mættur í uppsláttarfrétt Sjónvarps til að setja staðhæfingar sínar í fræðilegan búning. Ekki þótti mér sérstaklega vel til takast og er ég þó með gráðu í stjórnmálafræðum - nokkuð gamla að vísu, greinilega úrelta.
Að þessu vék ég lítillega í viðtölum á fréttamiðlum í kvöld, sbr. neðangreint. Í þessum viðtölum var ég einnig spurður út í umræður á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Í umræðunum var fjallað almennt um efnahagsástandið og nokkrir ræðumenn létu svo lítið að vísa í málflutning minn og framgöngu bæði beint - en ekki síður óbeint. Tókst mörgum vel upp.
http://www.visir.is/article/20091006/FRETTIR01/310890533