Stjórnmál Október 2009

AGS-KRÖFUR: EINKAVÆÐING OG BÓKHALDSFALS?


... Mér brá svoldið á fundi nefndar sem ég hef nýverið tekið sæti í og fjallar um fjárfestingar á vegum hins opinbera, þegar rann upp fyrir mér að það er hugmyndafræði AGS sem stýrir för í vinnu nefndarinnar. Þessa hugmyndafræði þarf að ræða. Opinberlega. Forsenda þess að teknar verði ákvarðanir í þágu almannahagsmuna er opin og lýðræðisleg umræða. Hennar er nú þörf í ríkari mæli en verið hefur...

Lesa meira

ODDVITI VG: HLUSTUM Á LÆGSTU RADDIRNAR


...Mikið finnst mér það góð tilhugsun að Þorleifur Gunnlaugsson skuli vera málsvari okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Önnur úr framvarðarsveitinni eru vissulega kröftug, Sóley Tómasdóttir og fleiri. Virkilega góð. En Þorleifur er oddvitinn og verður vonandi áfram í brgarstjórnarkosningunum í vor! Í grein á Smugunni er að finna athyglisverðar hugleiðingar hans um kreppuna...

Lesa meira

VIÐ BÚUM EKKI Í SKÁLDSÖGU


Eitt augnablik hvarflaði að mér að Staksteinahöfundur dagsins á Mogga gæti verið stjórnmálamaður. Með reynslu. Og að hann væri að gefa lýsingu á sjálfum sér, samkvæmt formúlunni, margur heldur mig sig. Auðvitað er af nógu að taka þegar leynimakk og baksamningar eru annars vegar, til dæmis úr heimi bankamálanna sem þessa dagana eru í brennidepli; hvernig bankarnir voru fengnir félögum og vinum í hendur fyrir slikk. Sem væri nú sök sér hefðu þeir ekki síðan komið okkur út í það fen sem við erum nú stödd í. Látum þetta liggja á milli hluta. Nema hvað baksamningar eru á dagskrá í Staksteinum í dag...

Lesa meira

EINANGRUN ÞORSTEINS PÁLSSONAR

Birtist í Fréttablaðinu 12.10.09.
Fréttabladid haus...Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi "þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt."
Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er "háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að ...

Lesa meira

FUNDUR Í KRAGA OG YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRA


Á fundi með VG - félögum í Kraganum í Kópavogi í gær skýrði ég aðdragandann að afsögn minni úr ríkisstjórn.. Þar kom fram að í andmælum Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við Icesaveskuldbindingum Íslands frá í sumar, hefði komið fram að þessar þjóðir neituðu okkur um að véfengja greiðsluskyldu okkar og leita til dómstóla. Þið megið vissulega véfengja skyldur ykkar, sögðu lánadrottnarnir en jafnframt verðið þið að skuldbinda ykkur til að borga það sem við setjum upp hverjar svo sem niðurstöður dómstóla yrðu! ...Ég sagðist aldrei geta samþykkt neitt af þessu tagi og gæti því ekki veitt stuðning við málið á þessu stigi - einsog krafist var af mér ...Í hádegisfréttum á RÚV í dag lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, fosætisráðherra, því yfir að þessi afstaða Breta og Hollendinga gengi ekki upp.....

Lesa meira

SAMSTAÐA ER EKKI SAMA OG UNDIRGEFNI


Sérstakt að lesa Fréttablaðið þessa dagana. Á miðvikudag var blaðið ekki prentað í stóru letri en þó blasti við að það endurspeglaði það sem ég hef fundið fyrir síðustu daga, ótta og áróður. Félagslega sinnað fólk hefur áhyggjur af vinstri stjórn. Miklu meira en það. Vill ekki að andað sé á hana. Ef óþægilegt gæti verið að ræða um.... Eins og fram hefur komið er það ásetningur minn að reyna eftir megni að stuðla að því að ríkisstjórnin haldi. Af þeim sökum sá ég mig knúinn til að segja af mér. Ríkisstjórnin varð samkvæmt formönnum stjórnarflokkanna að tala einni röddu í Icesave málinu, einnig því er varðaði vinnubrögð. Þetta þótti mér...

Lesa meira

VIÐ ERUM VINSTRIÐ Í RÍKISSTJÓRNINNI


Viðtal úr Morgunblaðinu 7.10.09
MBL - LogoÖgmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í liðinni viku vegna þess að hann gat ekki fallist á kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að ríkisstjórnin talaði einni röddu í Icesave-málinu. Margir hafa hins vegar á tilfinningunni að hin raunverulega ástæða afsagnar Ögmundar sé ekki komin fram. Hann segir að málið eigi sér langan aðdraganda þar sem baráttan hafi verið á milli opinna, þingræðislegra vinnubragða og valdboðs framkvæmdavaldsins...

Lesa meira

SJÓNARMIÐIN SKÝRÐ Á BYLGJUNNI

bylgjan xs

Afsögn mín úr embætti heilbrigðisráðherra hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga og hefur sitt sýnst hverjum. Ég hef reynt að skýra sjónarmið mín í útvarps- og sjónvarpsþáttum svo og í viðtölum í blöðum. Meðfylgjandi er slóð á viðtal í þættunum´"Í bítið" á Bylgjunni í gærmorgun...

Lesa meira

Í GÍSLINGU HJÁ GUNNARI HELGA


...Til að finna þessu stað var fenginn stjórnmálafræðingur úr Háskóla Íslands, Gunnar Helgi Kristinsson.
Hann var mættur í uppsláttarfrétt Sjónvarps til að setja staðhæfingar sínar í fræðilegan búning. Ekki þótti mér sérstaklega vel til takast og er ég þó með gráðu í stjórnmálafræðum -nokkuð gamla að vísu, greinilega úrelta. Að þessu vék ég lítillega í viðtölum á fréttamiðlum í kvöld, sbr. neðangreint. Í þessum viðtölum var ég einnig spurður út í umræður á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Í umræðunum var fjallað alemennt um...

Lesa meira

STILLT UPP VIÐ VEGG


Mig langar til að þakka fyrir allar þær góðu kveðjur sem ég hef fengið eftir að ég sagði mig úr ríkisstjórninni. Menn spyrja hvers vegna ég hafi ákveðið að segja af mér. Fram hefur komið að það gerði ég með trega og eftirsjá en átti ekki annarra kosta völ eftir að mér var stillt upp við vegg og settir afarkostir einsog glögglega mátti sjá bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu daginn sem ég tók...

Lesa meira

Frá lesendum

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVER BER ÁBYRGÐ Á ÍSLENSKU KJARNORKUVERUNUM?

Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og  endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald. 
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson

Lesa meira

ÍSLANDSBANKI SELDUR

Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.

SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC

... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...

Lesa meira

Kári skrifar: AFGLÆPAVÆÐING GLÆPAMENNSKU

Hún er sérkennileg umræðan um „afglæpavæðinguna“. Nú liggur fyrir breytingarfrumvarp[i] í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði lengur refsivert að hafa í vörslu sinni svonefnda „neysluskammta“ eiturlyfja. Er frumvarpið þar komið í „samráðsgátt“ (sýndarmennskugátt). Málið er angi af öðru miklu stærra máli sem kalla má „undanhaldið mikla“ og lýsir sér í uppgjöf og undanhaldi á mörgum sviðum – allt í nafni „framfara“ auðvitað. Þetta er í stuttu máli geigvænleg þróun og alls ekki góð, öðru nær. Eftir stendur að fíkniefnaneysla er harmvaldur allra sem í henni lenda og aðstandenda þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar:  HVERT SKAL HALDIÐ?

... Andsvar hugsandi vinstrimanna er að hrista af sér doðann, endurmóta róttæka umbótastefnu í vinstriátt, losa sig undan hægriáráttu eigin forystu. Það er ekki bara þörf, það er brýn nauðsyn ef ekki á illa að fara. 
Í stuttu máli: Endurreisn vinstri róttækni i sjónmálum er nauðsyn, sem binda þarf víðtækum umbóta- vilja í stjórnarháttum. Lágkúrustandi vinstriafla þarf að ljúka sem fyrst.  ...

Lesa meira

Kári skrifar: UPPRUNAÁBYRGÐIR - BLEKKINGAR OG SKATTSVIK

Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: VALDHAFINN STÍGUR FRAM

Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS

Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar