Stjórnmál Október 2009

AGS-KRÖFUR: EINKAVÆÐING OG BÓKHALDSFALS?


... Mér brá svoldið á fundi nefndar sem ég hef nýverið tekið sæti í og fjallar um fjárfestingar á vegum hins opinbera, þegar rann upp fyrir mér að það er hugmyndafræði AGS sem stýrir för í vinnu nefndarinnar. Þessa hugmyndafræði þarf að ræða. Opinberlega. Forsenda þess að teknar verði ákvarðanir í þágu almannahagsmuna er opin og lýðræðisleg umræða. Hennar er nú þörf í ríkari mæli en verið hefur...

Lesa meira

ODDVITI VG: HLUSTUM Á LÆGSTU RADDIRNAR


...Mikið finnst mér það góð tilhugsun að Þorleifur Gunnlaugsson skuli vera málsvari okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Önnur úr framvarðarsveitinni eru vissulega kröftug, Sóley Tómasdóttir og fleiri. Virkilega góð. En Þorleifur er oddvitinn og verður vonandi áfram í brgarstjórnarkosningunum í vor! Í grein á Smugunni er að finna athyglisverðar hugleiðingar hans um kreppuna...

Lesa meira

VIÐ BÚUM EKKI Í SKÁLDSÖGU


Eitt augnablik hvarflaði að mér að Staksteinahöfundur dagsins á Mogga gæti verið stjórnmálamaður. Með reynslu. Og að hann væri að gefa lýsingu á sjálfum sér, samkvæmt formúlunni, margur heldur mig sig. Auðvitað er af nógu að taka þegar leynimakk og baksamningar eru annars vegar, til dæmis úr heimi bankamálanna sem þessa dagana eru í brennidepli; hvernig bankarnir voru fengnir félögum og vinum í hendur fyrir slikk. Sem væri nú sök sér hefðu þeir ekki síðan komið okkur út í það fen sem við erum nú stödd í. Látum þetta liggja á milli hluta. Nema hvað baksamningar eru á dagskrá í Staksteinum í dag...

Lesa meira

EINANGRUN ÞORSTEINS PÁLSSONAR

Birtist í Fréttablaðinu 12.10.09.
Fréttabladid haus...Eins er það með hugarburðinn um torfærurnar sem ráðamenn á Íslandi hafa sagst vera staddir í undanfarna tólf mánuði. Síðastliðið haust sögðust leiðtogar ríkisstjórnarinnar vera að brjótast í gegnum skafla, síðan tóku brekkurnar við, að ógleymdum stórfljótunum. Þorsteinn Pálsson, stjórnmálarýnir Fréttablaðsins, telur sig nú vera úti í einu slíku stórfljóti. Hann kemst að þeirri niðurstöðu í skrifum um nýliðna helgi að aldrei hafi "þótt ráðlegt að snúa hesti í miðju straumvatni. Við ríkjandi aðstæður væri það beinlínis háskalegt."
Hross Þorsteins er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Sú skoðun, að því fyrr sem við losnum við AGS þeim mun betra, er "háskaleg", að mati Þorsteins, sem gæti leitt til viðsnúnings bykkjunnar. En ef það er raunverulega svo að ...

Lesa meira

FUNDUR Í KRAGA OG YFIRLÝSING FORSÆTISRÁÐHERRA


Á fundi með VG - félögum í Kraganum í Kópavogi í gær skýrði ég aðdragandann að afsögn minni úr ríkisstjórn.. Þar kom fram að í andmælum Breta og Hollendinga við fyrirvörum Alþingis við Icesaveskuldbindingum Íslands frá í sumar, hefði komið fram að þessar þjóðir neituðu okkur um að véfengja greiðsluskyldu okkar og leita til dómstóla. Þið megið vissulega véfengja skyldur ykkar, sögðu lánadrottnarnir en jafnframt verðið þið að skuldbinda ykkur til að borga það sem við setjum upp hverjar svo sem niðurstöður dómstóla yrðu! ...Ég sagðist aldrei geta samþykkt neitt af þessu tagi og gæti því ekki veitt stuðning við málið á þessu stigi - einsog krafist var af mér ...Í hádegisfréttum á RÚV í dag lýsti Jóhanna Sigurðardóttir, fosætisráðherra, því yfir að þessi afstaða Breta og Hollendinga gengi ekki upp.....

Lesa meira

SAMSTAÐA ER EKKI SAMA OG UNDIRGEFNI


Sérstakt að lesa Fréttablaðið þessa dagana. Á miðvikudag var blaðið ekki prentað í stóru letri en þó blasti við að það endurspeglaði það sem ég hef fundið fyrir síðustu daga, ótta og áróður. Félagslega sinnað fólk hefur áhyggjur af vinstri stjórn. Miklu meira en það. Vill ekki að andað sé á hana. Ef óþægilegt gæti verið að ræða um.... Eins og fram hefur komið er það ásetningur minn að reyna eftir megni að stuðla að því að ríkisstjórnin haldi. Af þeim sökum sá ég mig knúinn til að segja af mér. Ríkisstjórnin varð samkvæmt formönnum stjórnarflokkanna að tala einni röddu í Icesave málinu, einnig því er varðaði vinnubrögð. Þetta þótti mér...

Lesa meira

VIÐ ERUM VINSTRIÐ Í RÍKISSTJÓRNINNI


Viðtal úr Morgunblaðinu 7.10.09
MBL - LogoÖgmundur Jónasson sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í liðinni viku vegna þess að hann gat ekki fallist á kröfu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um að ríkisstjórnin talaði einni röddu í Icesave-málinu. Margir hafa hins vegar á tilfinningunni að hin raunverulega ástæða afsagnar Ögmundar sé ekki komin fram. Hann segir að málið eigi sér langan aðdraganda þar sem baráttan hafi verið á milli opinna, þingræðislegra vinnubragða og valdboðs framkvæmdavaldsins...

Lesa meira

SJÓNARMIÐIN SKÝRÐ Á BYLGJUNNI

bylgjan xs

Afsögn mín úr embætti heilbrigðisráðherra hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga og hefur sitt sýnst hverjum. Ég hef reynt að skýra sjónarmið mín í útvarps- og sjónvarpsþáttum svo og í viðtölum í blöðum. Meðfylgjandi er slóð á viðtal í þættunum´"Í bítið" á Bylgjunni í gærmorgun...

Lesa meira

Í GÍSLINGU HJÁ GUNNARI HELGA


...Til að finna þessu stað var fenginn stjórnmálafræðingur úr Háskóla Íslands, Gunnar Helgi Kristinsson.
Hann var mættur í uppsláttarfrétt Sjónvarps til að setja staðhæfingar sínar í fræðilegan búning. Ekki þótti mér sérstaklega vel til takast og er ég þó með gráðu í stjórnmálafræðum -nokkuð gamla að vísu, greinilega úrelta. Að þessu vék ég lítillega í viðtölum á fréttamiðlum í kvöld, sbr. neðangreint. Í þessum viðtölum var ég einnig spurður út í umræður á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra. Í umræðunum var fjallað alemennt um...

Lesa meira

STILLT UPP VIÐ VEGG


Mig langar til að þakka fyrir allar þær góðu kveðjur sem ég hef fengið eftir að ég sagði mig úr ríkisstjórninni. Menn spyrja hvers vegna ég hafi ákveðið að segja af mér. Fram hefur komið að það gerði ég með trega og eftirsjá en átti ekki annarra kosta völ eftir að mér var stillt upp við vegg og settir afarkostir einsog glögglega mátti sjá bæði í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu daginn sem ég tók...

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar