Stjórnmál September 2009

...Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar
leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins
opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt
starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á
einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum
Sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning
manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða
þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur
dagsins ljós. Mikilvægt er að taka þessa umræðu strax. Um er
að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda,
almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða
gæti nefnilega skapast ...
Lesa meira

Svolítð erfitt er að átta sig á Staksteinum Morgunblaðsins í dag
að öðru leyti en því að ritstjóri blaðsins tekur þar undir með
forystu Sjálfstæðisflokksins um að álitamál sé hvort sá flokkur
eigi yfirleitt nokkra samleið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu.
Tilefnið er viðtal við mig síðastliðinn föstudag í Spegli RÚV þar
sem ég furðaði mig á þessari afstöðu flokksins í ljósi þess sem á
undan er gengið. Hef ég hvatt til þverpólitískrar samstöðu í þessu
máli og minnt á að þegar þeirri aðferð hefur verið beitt í
yfirstandandi erfiðleikum þjóðarinnar þá hefur það skilað árangri.
Til marks um það eru Icesave fyrirvaranrir frá í sumar. Þar komu
....
Lesa meira

...Undir þetta hafði forsætisráðherrann tekið. Í þessum anda
hafði framkvæmdavaldið farið með málið inn í þingið,
skuldbindingalaust - gengið til samráðs - í anda vinnulags
sumarsins. Svarið sem ráðherrarnir fá er hins vegar afdráttarlaust.
Við ætlum ekki að draga ríkisstjórnina að
landi!!! Þetta voru skilaboð
Sjálfstæðisflokksins. Svona hugsa þeir sem telja að flokkur sinn sé
stærri en þjóðin. Þjóðin veit hins vegar að svo er ekki.
Sjálstæðisflokkuriunn sýndi í kvöld hve agnarsmár hann er...
Lesa meira

...Ef það hefði verið boðskapurinn frá hinum norrænu gestum þá
hefði verið hægt að taka þá og yfirlýsingar þeirra alvarlega.
Svona var það þó ekki. Þess vegna leitaði hugurinn upp á
Kremlarmúrinn. Áttatíu árum eftir að hugsjónirnar dóu austur þar.
Og við tók jakkafata- og (í minna mæli) dragtarklæddur veruleikinn.
Veruleiki sem stýrður er af vel snurfusuðu fólki sem líður vel í
öllum kerfum...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 07.09.09
Tveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja
undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar
leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Báðir eru fyrrverandi.
Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins,
stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.
Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið
fyrrverandi... Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins.
Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna
að gera hana tortryggilega eiga heima í sögubókum
fortíðarinnar....
Lesa meira

...Fyrirvararnir eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi
efnahagslegir fyrirvarar sem hagfræðingahópur í þinginu vann að. Á
engan er hallað að nefna Pétur H. Blöndal á nafn öðrum fremur í
þessu verki en hann hefur beitt sér frá upphafi fyrir því að settir
yrðu fyrirvarar sem tengdu afborganir hagvexti. Lilja Mósesdóttir,
Þór Saari, Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri komu að þessari vinnu.
Í öðru lagi eru það lögfræðilegir fyrirvarar. Grunnplaggið að þeim
kom frá baráttumönnum í Indefense hópnum og þá sérstaklega Helga
Áss Grétarssyni sem skilaði frábærri faglegri vinnu en síðan fékk
hópur undir formennsku Eiríks Tómassonar það verk að samræma
sjónarmið og áttu Helgi Áss og Benedikt Bogason þar einnig
sæti, ásamt starfsmönnum ráðuneyta. Ragnar Hall og fleiri
lögfræðingar komu einnig að þessum málum...
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum