Stjórnmál September 2009

ATLAGA AÐ EINKAREKSTRI?


...Sú spurning sem vaknar er þá þessi: Munu íslenskir sjúklingar leita inn á hina nýju einkaspítala og krefjast hlutdeildar hins opinbera í kostnaði? Liggur þetta í hugmyndinni? Munu sjálfstætt starfandi læknar vilja fá hið besta af báðum heimum, starfa á einkaspítala en jafnframt fá greiðslur frá hinu opinbera í gegnum Sjúkratryggingar? Hér gilda ekki eingöngu yfirlýsingar um ásetning manna því við verðum í alvöru að velta því fyrir okkur hvaða þrýstingur verður uppi þegar nýr einkarekinn veruleiki lítur dagsins ljós. Mikilvægt er að taka þessa umræðu strax. Um er að ræða hagsmuni sjúklinga, starfsfólks, skattgreiðenda, almannaþjónustunnar - og sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Sú staða gæti nefnilega skapast ...

Lesa meira

ÞEGAR FORTÍÐIN GUFAR UPP


Svolítð erfitt er að átta sig á Staksteinum Morgunblaðsins í dag að öðru leyti en því að ritstjóri blaðsins tekur þar undir með forystu Sjálfstæðisflokksins um að álitamál sé hvort sá flokkur eigi yfirleitt nokkra samleið með ríkisstjórninni í Icesave-málinu. Tilefnið er viðtal við mig síðastliðinn föstudag í Spegli RÚV þar sem ég furðaði mig á þessari afstöðu flokksins í ljósi þess sem á undan er gengið. Hef ég hvatt til þverpólitískrar samstöðu í þessu máli og minnt á að þegar þeirri aðferð hefur verið beitt í yfirstandandi erfiðleikum þjóðarinnar þá hefur það skilað árangri. Til marks um það eru Icesave fyrirvaranrir frá í sumar. Þar komu ....

Lesa meira

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN BREGST!!!


...Undir þetta hafði forsætisráðherrann tekið. Í þessum anda hafði framkvæmdavaldið farið með málið inn í þingið,  skuldbindingalaust - gengið til samráðs - í anda vinnulags sumarsins. Svarið sem ráðherrarnir fá er hins vegar afdráttarlaust. Við ætlum ekki að draga ríkisstjórnina að landi!!!  Þetta voru skilaboð Sjálfstæðisflokksins. Svona hugsa þeir sem telja að flokkur sinn sé stærri en þjóðin. Þjóðin veit hins vegar að svo er ekki. Sjálstæðisflokkuriunn sýndi í kvöld hve agnarsmár hann er...

Lesa meira

ÞEGAR HUGMYNDA"FRÆÐIN" TEKUR YFIR


...Ef það hefði verið boðskapurinn frá hinum norrænu gestum þá hefði verið hægt að taka þá og yfirlýsingar þeirra alvarlega. Svona var það þó ekki. Þess vegna leitaði hugurinn upp á Kremlarmúrinn. Áttatíu árum eftir að hugsjónirnar dóu austur þar. Og við tók jakkafata- og (í minna mæli) dragtarklæddur veruleikinn. Veruleiki sem stýrður er af vel snurfusuðu fólki sem líður vel í öllum kerfum...

Lesa meira

RADDIR GÆRDAGSINS

Birtist í Fréttablaðinu 07.09.09
Fréttabladid hausTveir gamlir stjórnmálajaxlar leggja undir sig leiðarsíðu Fréttablaðsins um helgina. Annar skrifar leiðara, hinn pólitíska fréttaskýringu. Báðir eru fyrrverandi. Leiðarahöfundurinn er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, stjórnmálagreinandinn fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Einhvern veginn fannst mér skrif þeirrra beggja vera svolítið fyrrverandi... Þetta er dæmigerð stjórnmálahugsun gærdagsins. Morgundagurinn snýst um opna umræðu og lýðræðislega. Þeir sem reyna að gera hana tortryggilega eiga heima í sögubókum fortíðarinnar....

Lesa meira

BREIÐ SAMSTAÐA SKILAÐI ÁRANGRI


...Fyrirvararnir eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi efnahagslegir fyrirvarar sem hagfræðingahópur í þinginu vann að. Á engan er hallað að nefna Pétur H. Blöndal á nafn öðrum fremur í þessu verki en hann hefur beitt sér frá upphafi fyrir því að settir yrðu fyrirvarar sem tengdu afborganir hagvexti. Lilja Mósesdóttir, Þór Saari, Tryggvi Þór Herbertsson og fleiri komu að þessari vinnu. Í öðru lagi eru það lögfræðilegir fyrirvarar. Grunnplaggið að þeim kom frá baráttumönnum í Indefense hópnum og þá sérstaklega Helga Áss Grétarssyni sem skilaði frábærri faglegri vinnu en síðan fékk hópur undir formennsku Eiríks Tómassonar það verk að samræma sjónarmið og áttu Helgi Áss og Benedikt  Bogason þar einnig sæti, ásamt starfsmönnum ráðuneyta. Ragnar Hall og fleiri lögfræðingar komu einnig að þessum málum...

Lesa meira

Frá lesendum

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVER BER ÁBYRGÐ Á ÍSLENSKU KJARNORKUVERUNUM?

Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og  endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald. 
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson

Lesa meira

ÍSLANDSBANKI SELDUR

Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.

SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC

... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...

Lesa meira

Kári skrifar: AFGLÆPAVÆÐING GLÆPAMENNSKU

Hún er sérkennileg umræðan um „afglæpavæðinguna“. Nú liggur fyrir breytingarfrumvarp[i] í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði lengur refsivert að hafa í vörslu sinni svonefnda „neysluskammta“ eiturlyfja. Er frumvarpið þar komið í „samráðsgátt“ (sýndarmennskugátt). Málið er angi af öðru miklu stærra máli sem kalla má „undanhaldið mikla“ og lýsir sér í uppgjöf og undanhaldi á mörgum sviðum – allt í nafni „framfara“ auðvitað. Þetta er í stuttu máli geigvænleg þróun og alls ekki góð, öðru nær. Eftir stendur að fíkniefnaneysla er harmvaldur allra sem í henni lenda og aðstandenda þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar:  HVERT SKAL HALDIÐ?

... Andsvar hugsandi vinstrimanna er að hrista af sér doðann, endurmóta róttæka umbótastefnu í vinstriátt, losa sig undan hægriáráttu eigin forystu. Það er ekki bara þörf, það er brýn nauðsyn ef ekki á illa að fara. 
Í stuttu máli: Endurreisn vinstri róttækni i sjónmálum er nauðsyn, sem binda þarf víðtækum umbóta- vilja í stjórnarháttum. Lágkúrustandi vinstriafla þarf að ljúka sem fyrst.  ...

Lesa meira

Kári skrifar: UPPRUNAÁBYRGÐIR - BLEKKINGAR OG SKATTSVIK

Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: VALDHAFINN STÍGUR FRAM

Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS

Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar