Stjórnmál Júlí 2009

...En hvað er það sem líklegast er til að vinna málstað okkar
fylgi? Það er að koma fólki í skilning um að þegar á reynir virka
réttarkerfin ekki heldur hnefaréttur hins sterka. Farvegur Icesave
deilunnar er óræk sönnun þessa. Þegar allt kemur til alls er
almenningi umhugað um að verja grundvallarforsendur lýðræðislegs
réttarríkis. Þegar okkur tekst að færa sönnur á að okkur er
meinaður aðgangur að réttarkerfunum og í stað þess beitt
hnefaréttinum; að við viljum standa við lögformlegar og
þjóðréttarlegar skuldbindingar okkar; að við viljum borga þær
skuldir sem okkur ber að greiða, að við viljum endurheimta stolna
fjármuni og...
Lesa meira

... Við eigum það sammerkt að koma beint og
óbeint að hreinsunarstarfi eftir frjálshyggjuvaldatímann þar sem
þjóðfélagið hefur í bókstaflegri merkingu verið sett á hliðina,
þjóðin komin í heljargreipar alþjóðaauðvaldsins, okkur sem þjóð
stillt upp við vegg, vinalausum við samningaborð...Nei, Agnes og
hægra bloggið er búið að finna það út að allt ...er Svavari
Gestssyni og okkur samstarfsmönnum hans að kenna! Mannorð hans sem
samningamanns fyrir okkar hönd, megi nú meiða eins og hvern mann
lystir! Svo og mannorð Steingríms J. Sigfússonar og allra þeirra
sem eiga það sameiginlegt að BERA ENGA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ
HVERNIG KOMIÐ ER FYRIR ÍSLANDI en reyna nú að leita
lausna út úr vandanum. Ræðum þær lausnir sem bornar eru á
borð , verum þeim sammála eða ósammála eftir
atvikum, samþykkjum þær eða höfnum! Þannig á það að vera í lifandi
lýðræði - og á því þurfum við að halda meira en nokkru sinni -
gagnrýnu og frjálsu! En hlífum ...
Lesa meira

... Nokkrir þingmenn studdu tillögu um tvöfalda
atkvæðagreiðslu, það er að fyrst yrði þjóðin spurð hvort hún vildi
sækja um aðild og síðan yrði kosið um niðurstöðuna. Lengi vel var
ég á þessu máli enda hef ég alltaf talið að í grundvallaratriðum
lægi ljóst fyrir hvað í boði væri fyrir Ísland og þyrfti engar
könnunarviðræður til að leiða það í ljós. En þótt ég hafi
verið þessarar skoðunar hafa aðrir haft allt aðra sýn og
viljað láta reyna á hvað við fengjum við viðræðuborð. Gott og
vel, þá gerum við það. Þannig hef ég hugsað síðustu misserin. Þess
vegna var ég reiðubúinn að fylgja þeirri tillögu að ná í
samningsdrög til að kjósa um. Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég
grein fyrir þessari afstöðu minni. Jafnframt því hve
arfavitlaust ég teldi það vera að ganga inn í ESB.
Er einhver mótsögn í þessu? Nei, ekki nokkur. Er ég að ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 3. júlí 2009
Morgunblaðið fjallar síðastliðinn mánudag um
viðskipti í heilbrigðisþjónustu. Tilefnið er áhugi "einkarekna
heilbrigðisfyrirtækisins Nordhus Medica... á að nýta vannýttar
skurðstofur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þar myndu t.d.
sjúklingar frá Noregi og Svíþjóð fara í aðgerðir, niðurgreiddar af
heimaríkjum sínum." Heilbrigðisráðherrann, undirritaður, er sagður
standa í vegi fyrir því að þessar kröfur nái fram að ganga og sjái
"ekki ástæðu til að fjalla málefnalega um þær næstu 6-7 vikurnar."
Svara sé fyrst að vænta 15. ágúst. Þetta sé aldeilis furðulegt því
fjárhagsstaða Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja sé bágborin,
þjónustan hafi verið skert, en nú bjóðist "sértekjur sem geti
styrkt stofnunina."
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum