Stjórnmál Maí 2009

Gott ef það var ekki á sjálfan kosningadaginn að Morgunblaðið
birti forsíðufrétt sem síðan var matreidd í Staksteinum í tilefni
alþingiskosniganna um að heilbrigðisráðherra, Ögmundur Jónasson,
hefði komið í veg fyrir að þjónustutilskipun Evrópusambandsins yrði
samþykkt í ríkisstjórn. Hvorki Morgunblaðið né aðrir fjölmiðlar
virtust hafa áhuga á því að grennslast fyrir um hvers vegna ég
vildi fara varlega... Í gær var þjónustutilskipunin samþykkt í
ríkisstjórn með geirnegldum...
Lesa meira

Mikið er dapurlegt að hlusta á talsmenn Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokks gráta það að til standi að afnema kvótabrask í
sjávarútvegi; að loksins, eftir áratuga mótmæli þjóðarinnar, eigi
að taka á kvótakerfinu, innkalla aflaheimildir frá mönnum sem hafa
sölsað þær til sín til að braska með í eigin þágu og láta þær ganga
til endurúthlutunar á réttlátum forsendum. Þetta á ekki að gerast í
einu vetfangi einsog margir hafa krafist. Nei, þetta á að gerast á
tveimur áratugum!!!... Ýmsir hafa haldið því fram með góðum rökum
að einkavæðing sjávarauðlindarinnar hafi verið upphafið af öllu
ruglinu. Nú á að...
Lesa meira

Fáar ríkisstjórnir á lýðveldistímanum hefja kjörtímabil sitt við
eins erfiðar aðstæður og sú stjórn sem tók við um helgina. Við
stjórnarskiptin varð minnihlutastjórn VG og Samfylkingar að
meirihlutastjórn því við kosningarnar 25. apríl öðluðust þessir
tveir flokkar meirihluta á Alþingi. Hver verður prófsteinninn á
þessa ríkisstjórn? Hann verður fyrst og fremst hvort okkur sem
skipum ríkisstjórnina og sá meirihluti sem hún styðst við tekst
að...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum