Stjórnmál Apríl 2009

NÝJA ÍSLAND: ÞINGS OG ÞJÓÐAR AÐ ÁKVEÐA - FRAMKVÆMDAVALDS AÐ FRAMKVÆMA

...Í rauninni var ekkert þar sem átti að koma á óvart; hvorki þegar Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og fomaður Samfylkingarinnar sagði að sér fyndist eitt brýnasta hagsmunamál Íslendinga vera að komast inn fyrir dyr hjá Evrópusambandinu, né hjá mér þegar ég sagði að það væri það alvitlausasta sem ég gæti hugsað mér. Ónákvæmni gætti hjá mér í einu viðtali þegar skilja mátti að ég legði að jöfnu aðild að Evrópusambandi og viðræðuferli. Það leiðréttist hérmeð. En hvernig leysa samstarfsflokkar í ríkisstjórn djúpstæðan ágreining af þessu tagi? Það gera þeir með aðferðum Nýja Íslands: Lýðræðinu. Þjóðin ákveði...

Lesa meira

FLESTIR VG-KJÓSENDUR Í KRAGA!


Ofarlega í huga eru þakkir til allra þeirra sem lögðu Vinstrihreyfingunni grænu framboði lið í kosningabaráttunni, bæði við undirbúning þeirra og í kjörklefanum. ...Í  Suðvesturkjördæmi, svokölluðum Kraga, fékk VG 17,4% atkvæða og tvo þingmenn kjörna. Fyrir þremur árum var enginn þingmaður VG í kjördæminu. Í kosningunum 2007 fengum við fyrsta þingmanninn og eftir þessar kosningar eru þeir orðnir tveir. Bærilegur árangur í kjördæmi sem er hefðbundið vígi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Greinilegt er að VG er að treysta stöðu sína í kjördæminu svo um munar. Kraginn er langfjölmennasta kjördæmi landsins. Þannig skýrist að ...

Lesa meira

ÞJÓNUSTUTILSKIPUN ESB Í EÐLILEGUM FARVEGI

Morgunblaðið tekur bakföll í dag yfir því að ekki skuli hafa verið skrifað undir Þjónustutilskipun Evrópusambandsins á ríkisstjórnarfundi í gær. Ekki dugir minna en forsíða, innsíða og Staksteinar sem er með útleggingar um málið, væntanlega í tilefni þess að í dag ganga Íslendingar að kjörborðinu...Utanríkisráðherra kom í gær á ríkisstjórnarfund með nokkrar tilskipanir frá Brussel til afgreiðslu. Hann kvaðst vilja vekja athygli heilbrigðisráðherra sérstakalega á þjónustutilskipuninni. Óskað var eftir því að málið fengi nánari skoðun. Ég varð ekki var við annað en utanríkisráðherra þætti það fullkomlega eðlilegt. Ísland var keyrt í þrot vegna þess að ...allt var keyrt áfram í óðagoti, umræðulaust.. Það mætti ekki spyrjast að eftir okkur væri beðið. Nægði þá að segja að einhverjir sérfræðingar hefðu lagt blessun sína yfir málið... 
  

Lesa meira

VIÐ HEITUM ÞVÍ AÐ VINNA VEL!


Sannast sagna er ég mjög stoltur af samherjum mínum á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi. Á myndinni hér að ofan er talið frá vinstri Margrét Pétursdóttir ... Ása Björk Ólafsdóttir...Ólafur Þór Gunnarsson.... Andrés Magnússon... Guðfríður Lilja Grétarsdóttir... Sjálfur skipa ég annað sætið, og stend lengst til hægri þótt ég heiti lesendum að í pólitíkinni stefni ég ekki í þá átt.
Hvað skal segja nú rétt áður en kjörstaðir opna annað en að biðja öll þau sem vilja veg Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sem mestan í komandi kosningum að leggjast á eitt um að safna liði. Hvert atkvæði skiptir máli!!!   Myndin er tekin í blaði VG sem dreift var í Kraganum um helgina. Þar var að finna viðtöl og greinar og lýsti ég viðhorfum mínum í svörum við spurningum sem blaðið beindi til mín...

Lesa meira

LÍFEYRISSJÓÐIRNIR TIL BJARGAR


...Fyrir lífeyrissjóðina væri þetta hagkvæm og skynsamleg fjárfesting. Hjá ríkinu væru fjármunirnir vel komnir - jafnvel þótt ríkið standi nú höllum fæti. Fjárfesting með ríkið - okkur öll -  sem bakhjarl er öruggari en í fallvöltum atvinnufyrirtækjum. Þetta sanna dæmin. Svo er á hitt að líta að í gegnum almannasjóði streyma peningarnir að nýju út í atvinnulifið í framkvæmdum og þar með til fyrirtækjanna. Þetta myndi því gagnast fyrirtækjum í atvinnurekstri  þótt mest liggi fyrirtækjunum á því að fá vextina niður undir frostmark. Meginrök eru og þessi: Ef samfélagið hrynur þá hrynja einnig lífeyrissjóðirnir. Hvorugt ætlum við að láta gerast. Nú þurfa ...

Lesa meira

TÍMI TIL AÐ TENGJA


Þessi mynd var notuð með pistli hér á síðunni í októberbyrjun árið 2007. Til umfjöllunar voru tilraunir fjárfestingabraskara til að hafa af okkur orkuauðlindir, nokkuð sem varað hafði verið við í langan tíma og alveg sérstaklega í aðdraganda þingkosninganna vorið 2007. Fjölmiðlungar eru smám saman að leggja á borð fyrir okkur hvað máli skiptir í styrkveitinga/mútumálum gagnvart stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðismenn reyna án afláts að afvegaleiða þá....Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, segir síðan í útvarpsviðtali í dag  að ...

Lesa meira

SKÚRKURINN?


....Það er mín sannfæring að ef frá er skilin pólitísk villukenning Geirs og hve mislagðar hendur honum og samherjum hans í Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu voru hin síðari ár, þá fái það ekki breytt þeirri staðreynd að í mínum huga er Geir H. Haarde heiðarlegur og gegnheill maður. Það hef ég reynt hann af í löngum kynnum þingmannsins/ fjármálaráðherrans annars vegar og formanns Starfsmannafélags Sjónvarps og síðar BSRB/þingmanns hins vegar. Þess vegna þykir mér miður þegar hann leyfir sökudólgum að þvo hendur sínar á sinn kostnað. Sjálfstæðisflokkurinn á að sjá sóma sinn í því að láta raunverulega gerendur axla ábyrgð en nýta sér ekki bak Geirs H. Haarde, fráfarandi formanns, þótt breitt sé....

Lesa meira

MÁLSVARAR OG MÁLSTAÐUR


...Í þættinum baðst Bjarni, formaður flokksins afsökunar og kvaðst ætla að skila fénu til baka. En þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki að biðjast afsökunar á fleiru? Þetta er flokkurinn sem (ásamt hjálparkokkum úr öðrum ónefndum flokkum) er valdur þess að við erum stödd þar sem við nú erum. Bjarni Benediktsson átti í vandræðum í þættinum vegna þess málstaðar sem hann er í forsvari fyrir og vegna foraðsins sem nú er að koma betur og betur í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn er á bólakafi í. En hafi Bjarni átt erfitt í þessum þætti þá verður ekki sama sagt um Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, oddvita Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í kjördæminu. Hún nýtur þess vissulega að vera óvenju skýr og skilmerkileg í málflutningi, segir hlutina þannig að allir skilja. En hún er einnig...

Lesa meira

24%, 20%, 18%....


Hversu langt niður skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ætla að tala sig á síðustu metrunum fyrir kosningar? Hann stundar nú það sem kallað er málþóf á Alþingi til að koma í veg fyrir að komið verði á laggirnar sérstöku stjórnlagaþingi á komandi kjörtímabili. Þar er ætlunin að fjalla um stjórnskipan landsins. ... Meira hangir líka á spýtunni. Í ráði er að festa í stjórnarkrá ákvæði þess efnis að 15% þjóðarinnar getist krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg málefni og síðast en ekki síst að tryggður verði í stjórnarskrá eignarréttur á auðlindum sem "ekki eru einkaeignarréttarlegs eðlis." Þetta ávæði er lint en of afdráttarlaust fyrir Vinavæðingarflokkinn, sem má ekki til þess hugsa að ...

Lesa meira

LEIFTRANDI STJÓRNARANDSTAÐA SJÁLFSTÆÐISFLOKKS - EÐA ÞANNIG


Þeim sem tekst að halda sér vakandi yfir daufgerðum ræðuhöldum Sjálfstæðismanna á Alþingi þessa dagana, fá innsýn í harla undarlegan hugarheim. Flokkurinn sem leiddi þjóðina út í dýpsta skuldafen sem hún nokkru sinni hefur ratað í, hafnar nú öllum hugmyndum um kjarajöfnun og bjargráðum ...Það krefst átaks að fylgjast með málatilbúnaði Sjálfstæðismanna í Alþingi. Vissulega er engum vorkunn að fylgjast með umræðu um ranglátan málstað ef hún er skemmtilega fram sett. En pólitískum fjörkálfum Sjálfstæðisflokksins er flest betur til lista lagt en fá hlustandann til að leggja við hlustir. Kjósendum ráðlegg ég hins vegar að fylgjast vel með...

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar