Stjórnmál Mars 2009

Það er ekki mikil reisn yfir Sjálfstæðisflokknum í
stjórnarandstöðu í dag. Þingflokkurinn lagði siig í líma við að
þæfa stjórnarfrumvarp sem ætlað er að stöðva leka á
gjaldeyrishöftum. Reyndar hékk ýmislegt annað á spýtunni hjá
Sjálfstæðisflokknum en hann lét sig hafa að taka þetta mikilvæga
mál í gíslingu til að versla með.
Fram hafa komið vísbendingar um að einhverjir útflytjendur fái
greitt fyrir vörur sínar innan lands með íslenskum krónum en að
kaupandinn greiði, annaðhvort beint eða í gegnum millilið, í
erlendum gjaldmiðli til aðila utan landsteinanna. Þetta eru að
sjálgfsögðu svívirðileg svik við ...
Lesa meira

Niðurstaða liggur fyrir í prófkjörum helgarinnar. Eðli máls
samkvæmt er mér efst í huga útkoman hjá Vinstrihreyfingunni grænu
framboði í Suðvesturkjördæmi - Kraganum. Þar hlaut afgerandi kjör í
efsta sætið Guðfríður Lilja Grétarsdóttir. Sjálfur skipaði ég efsta
sæti í síðustu kosningum en bauð mig að þessu sinni fram í 2. sæti
listans. Mér varð að þessari ósk og er ég þakklátur fyrir það. Ég
er sannfærður um að með samstilltu átaki tekst okkur að fá tvo til
þrjá þingmenn kjörna...
Lesa meira

Við sem erum á þessari mynd bjóðum okkur fram í forvali VG í
Suðvesturkjördæmi sem fram fer í dag. Allar upplýsingar um tilhögun
forvalsins og um einstaka frambjóðendur er að finna hér:
http://www.vg.is/media/kosningar/2009/forvalsbaekl_SV_net.pdf
Ég hvet alla félaga í VG í Suðvesturkjördæmi að taka þátt í
forvalinu og bendi jafnframt á að hægt er að skrá sig í flokkinn á
kjörstað og öðlast þar með kosningarétt.
Lesa meira
Á morgun fer fram forval hjá VG í Suðvestur kjördæmi. Ég er í
hópi þeirra sem býð mig fram í forvalinu og óska ég eftir
stuðningi við að skipa 2. sæti listans í komandi
Alþingiskosningum. Í síðustu kosningum, vorið 2007, skipaði ég 1.
sæti listans og komst á þing en þetta var í fyrsta skipti sem VG
fékk mann kjörinn í kjördæminu. Nú þurfum við að berjast
fyrir fleiri þingsætum...
Lesa meira

...Nú er gamli valdaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn,
flokkurinn sem stýrt hefur þjóðarskútunni upp á sker með hrikalegum
afleiðingum, kominn í stjórnarandstöðu. Ekki ferst honum það
hlutverk vel úr hendi. En á næstu árum mun það vonandi lærast. Það
þarf nefnilega að vera innihald í málflutningi stjórnarandstöðu.
Slíkt er illgreinanlegt hjá Sjálfstæðisflokknum. Mér sýnist hans
hlutskipti ætla að verða ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 10.03.09.
...Í fyrsta lagi
virðist mér fyrrverandi heilbrigðisráðherra gefa sér að
ávinningurinn af einstökum kerfisbreytingum væri í hendi þegar
aðeins var um markmiðssetningu - ágiskun - um fjárhagslegan
ávinning að ræða. Þetta hef ég staðreynt. Nú er unnið að því að
breyta óskhyggju í árangur. Í öðru lagi skiptir pólitíkin máli
þegar stefnumótun í heilbrigðisþjónustunni er annars vegar. Ég hef
þannig séð gögn sem sýna ótvírætt að ...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum