Fara í efni

UM AFNÁM EFTIRLAUNALAGANNA


Efnahagskerfi Íslands stendur hvorki né fellur með eftirlaunaréttindum ráðherra, þingmanna og svokallaðra "æðstu embættismanna". Þegar meirihluti Alþingis breytti löggjöf um eigin lífeyrisréttindi og réttindi fyrrgreindra aðila árið 2001 og bætti í réttindin svo um munaði var þjóðinni misboðið.
Hófst nú barátta fyrir því að koma sérréttindakerfi þessara aðila fyrir kattarnef. Sú barátta  snerist í reynd ekki um krónur og aura. Hún snerist um það hvernig menn fara með völd sem þeim er treyst fyrir. Nýr meirihluti á Alþingi hefur nú lagt fram frumvarp um afnám hinna umdeildu laga. Svo sjálfsagt er að afnema þessi lög að varla á að þurfa að hafa um það fleiri orð. Engu að síður hefur þetta ekki fengist framgengt fyrr en nú. Það segir okkur að nokkuð um breytta stjórnarhætti. En fyrst og síðast minnir þetta á að barátta fyrir góðan og málstað skilar árangri þótt stundum gangi seint.