Stjórnmál Febrúar 2009
Birtist í Morgunblaðinu 13.02.09.
...Forsætisráðherra ritaði Davíð Oddssyni, og
bankastjórunum tveimur, bréf sem hún gerði opinbert. Kannski var
það misskilið gegnsæi. Hún bauð bankastjórunum að segja af sér sem
lið í að geta byggt upp traust á íslensku fjármálalífi. Ekki af því
að þeir hefðu gerst brotlegir við lög, heldur vegna þess að
mikilvægt væri að skipta um áhöfn í brúnni. Menn, velviljaðir
aðalbankastjóra Seðlabankans, sem ég hygg að hafi réttilega getið
sér til um að honum var bréfið fyrst og fremst ætlað, myndu ekki
kalla þetta áfellisdóm heldur Salomonsdóm. Í framhaldinu ...
Lesa meira

...Hófst nú barátta fyrir því að koma sérréttindakerfi þessara
aðila fyrir kattarnef. Sú barátta snerist í reynd ekki um
krónur og aura. Hún snerist um það hvernig menn fara með völd sem
þeim er treyst fyrir. Nýr meirihluti á Alþingi hefur nú lagt fram
frumvarp um afnám hinna umdeildu laga. Svo sjálfsagt er að afnema
þessi lög að varla á að þurfa að hafa um það fleiri orð. Engu að
síður hefur þetta ekki fengist framgengt fyrr en nú. Það segir
okkur að nokkuð um breytta stjórnarhætti. En fyrst og síðast minnir
þetta á að ...
Lesa meira

...
Sjálfstæðismenn telja að frumvarpið sé fyrst og fremst sett fram
til að koma Davíð Oddssyni seðlabankastjóra frá völdum. Ég skil
þessar vangaveltur en ætla að frábiðja allar aðdróttanir um
annarleg sjónarmið af minni hálfu. Ég var sérstaklega kallaður til
umræðunnar af hálfu einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins,
spurður um hvort ég ætlaði ekki að verja seðlabankastjóra einsog ég
gerði jafnan þegar launafólk ætti í hlut. Ég kom til þings og
svaraði fyrir mig... Ég vil þó gjarnan að sú skoðun mín komi fram
að á síðustu vikum. mánuðum og misserum hefur mér stundum þótt sem
Davíð Oddsson væri gerður að blóraböggli fyrir sitthvað sem hann
hefur ekki átt beina sök á....
Lesa meira
Birtist í DV 04.02.
...Hvað leyndina
áhrærir hefur mér þótt gott að hlýða á nýjan viðskiptaráðherra
Gylfa Magnússon útlista áherslur sínar um mikilvægi þess að aflétta
þeirri leynd sem hvílt hefur yfir fjármálakerfinu. Þetta er í fullu
samræmi við áherslur sem fram hafa komið í þjóðfélaginu á
undanförnum vikum enda fullt samræmi á milli orða Gylfa Magnússonar
í míkrófóninn á Austurvelli og nú sitjandi í Stjórnarráði Íslands.
Á undanförnum árum hefur sá sem þetta ritar margoft flutt þingmál
um að aflétta hvers kyns leynd í fjármálakerfinu. Vonandi heyrir
það sögunni til að bankastjórar réttlæti stórfellda
fjármagnsflutninga í skattaparadísir á Ermarsundi og í Suðurhöfum á
þá lund að eðlilegt sé að menn vilji hafa sín "stærri mál" út
af fyrir sig! Stóra breytingin með nýjum áherslum við stjórn
þjóðarskútunnar mun...
Lesa meira

Í dag tók við stjórnartaumum ný ríkisstjórn á Íslandi. Hún mun
ekki sitja lengi því stefnt er að kosningum til Alþingis 25. apríl
næstkomandi. Ríkisstjórnin hefur sett sér skýra verkáætlun fram til
kosninga. Þessi verkáætlun er í góðum samhljómi við kröfur
fjöldafundanna undangengnar vikur: Opna fyrir upplýsingar, virkara
lýðræði, bráðaaðgerðir til bjargar heimilum og atvinnulífi og
undirbúa stjórnarskrárbreytingar sem tryggi eignarhald á
auðlindum.
Síðdegis undirritaði ný ríkisstjórn eiðstaf á Bessastöðum. Undir
kvöldið ....
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum