Stjórnmál Febrúar 2009

STÆRRI EN ÞJÓÐIN

Birtist í Morgunblaðinu 13.02.09.
MBL -- HAUSINN...Forsætisráðherra ritaði Davíð Oddssyni, og bankastjórunum tveimur, bréf sem hún gerði opinbert. Kannski var það misskilið gegnsæi. Hún bauð bankastjórunum að segja af sér sem lið í að geta byggt upp traust á íslensku fjármálalífi. Ekki af því að þeir hefðu gerst brotlegir við lög, heldur vegna þess að mikilvægt væri að skipta um áhöfn í brúnni. Menn, velviljaðir aðalbankastjóra Seðlabankans, sem ég hygg að hafi réttilega getið sér til um að honum var bréfið fyrst og fremst ætlað, myndu ekki kalla þetta áfellisdóm heldur Salomonsdóm. Í framhaldinu ...

Lesa meira

UM AFNÁM EFTIRLAUNALAGANNA


...Hófst nú barátta fyrir því að koma sérréttindakerfi þessara aðila fyrir kattarnef. Sú barátta  snerist í reynd ekki um krónur og aura. Hún snerist um það hvernig menn fara með völd sem þeim er treyst fyrir. Nýr meirihluti á Alþingi hefur nú lagt fram frumvarp um afnám hinna umdeildu laga. Svo sjálfsagt er að afnema þessi lög að varla á að þurfa að hafa um það fleiri orð. Engu að síður hefur þetta ekki fengist framgengt fyrr en nú. Það segir okkur að nokkuð um breytta stjórnarhætti. En fyrst og síðast minnir þetta á að ...

Lesa meira

FORÐUMST ALHÆFINGAR - LÍKA UM DAVÍÐ!

Davíð oddsson central bank
...

Sjálfstæðismenn telja að frumvarpið sé fyrst og fremst sett fram til að koma Davíð Oddssyni seðlabankastjóra frá völdum. Ég skil þessar vangaveltur en ætla að frábiðja allar aðdróttanir um annarleg sjónarmið af minni hálfu. Ég var sérstaklega kallaður til umræðunnar af hálfu einstakra þingmanna Sjálfstæðisflokksins, spurður um hvort ég ætlaði ekki að verja seðlabankastjóra einsog ég gerði jafnan þegar launafólk ætti í hlut. Ég kom til þings og svaraði fyrir mig... Ég vil þó gjarnan að sú skoðun mín komi fram að á síðustu vikum. mánuðum og misserum hefur mér stundum þótt sem Davíð Oddsson væri gerður að blóraböggli fyrir sitthvað sem hann hefur ekki átt beina sök á....

Lesa meira

NÝJAR ÁHERSLUR

Birtist í DV 04.02.
DV -...Hvað leyndina áhrærir hefur mér þótt gott að hlýða á nýjan viðskiptaráðherra Gylfa Magnússon útlista áherslur sínar um mikilvægi þess að aflétta þeirri leynd sem hvílt hefur yfir fjármálakerfinu. Þetta er í fullu samræmi við áherslur sem fram hafa komið í þjóðfélaginu á undanförnum vikum enda fullt samræmi á milli orða Gylfa Magnússonar í míkrófóninn á Austurvelli og nú sitjandi í Stjórnarráði Íslands. Á undanförnum árum hefur sá sem þetta ritar margoft flutt þingmál um að aflétta hvers kyns leynd í fjármálakerfinu. Vonandi heyrir það sögunni til að bankastjórar réttlæti stórfellda fjármagnsflutninga í skattaparadísir á Ermarsundi og í Suðurhöfum á þá lund að  eðlilegt sé að menn vilji hafa sín "stærri mál" út af fyrir sig! Stóra breytingin með nýjum áherslum við stjórn þjóðarskútunnar mun...

Lesa meira

KVEÐUR VIÐ NÝJAN TÓN Í STJÓRNARRÁÐI


Í dag tók við stjórnartaumum ný ríkisstjórn á Íslandi. Hún mun ekki sitja lengi því stefnt er að kosningum til Alþingis 25. apríl næstkomandi. Ríkisstjórnin hefur sett sér skýra verkáætlun fram til kosninga. Þessi verkáætlun er í góðum samhljómi við kröfur fjöldafundanna undangengnar vikur: Opna fyrir upplýsingar, virkara lýðræði, bráðaaðgerðir til bjargar heimilum og atvinnulífi og undirbúa stjórnarskrárbreytingar sem tryggi eignarhald á auðlindum.
Síðdegis undirritaði ný ríkisstjórn eiðstaf á Bessastöðum. Undir kvöldið ....

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar