Fara í efni

FRÉTTAMANNAFUNDUR Í VALHÖLL


Sjálfstæðisflokkurinn er samur við sig. Í dag var tilkynnt í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins, um ákvörðun sem þar hefði verið tekin fyrr um daginn. Flokkurinn hefði ákveðið að efnt skyldi til kosninga 9. maí næstkomandi. Ekki var látið svo lítið að kanna vilja annarra stjórnmálalflokka á þingi.
Kannski ekkert skrítið, eftir tæplega tveggja áratuga ofstjórn þar sem allir þræðir  hafa legið í Valhöll.
Hitt er svo annað mál að mikinn skugga bar á fréttamannnafundinn í dag,  sem í mínum huga yfirskyggði allt annað.  Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti um alvarleg veikindi sín og nauðsyn þess að hann gengist undir skurðaðgerð. Þetta eru slæm tíðindi. Óska ég Geir alls hins besta, góðs og skjóts bata.