Stjórnmál Janúar 2009

„VONANDI BETRA ÍSLAND"

Nýr formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Gunnlaugsson, hlýtur almennt lof fyrir framgöngu sína í þjóðmálaumræðunni. Hann ber með sér inn í pólitíkina ferskleika - nýjan andblæ. Sigmundur hefur talsvert látið að sér kveða á undanförnum misserum einkum í skipulagsmálum en athygli hefur vakið frumleg nálgun hans til þeirra mála. Ekki þekki ég stjórnmálaskoðanir Sigmundar gerla en þó þykist ég finna að ekki fari þær saman með þeim viðhorfum sem voru ríkjandi á þeim tíma sem Framsókn var í sambúð með Sjálfstæðisflokknum frá miðjum tíunda áratugnum og fram til 2007. Allt þetta á eftir að koma í ljós. Hitt er þegar ljóst....

Lesa meira

HVERSU MARKTÆKUR ER PRÓFESSORINN?


Í landinu er stjórnarkreppa. Við blasa erfiðleikar sem jaðra við þjóðargjaldþrot. Afleiðingarnar verða hrikalegar!
Mörgu er um að kenna: Óheftri og skefjalausri markaðshyggju; gripdeildum fjármálamanna, siðlausri og óábyrgri stjórnarstefnu undangengin 18 ár undir leiðsögn Sjálfstæðisflokks í samstarfi við Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu. Þetta eru flokkarnir sem hafa keyrt okkur út í fenið....Allt þetta kom upp í hugann þegar ég hlýddi á viðtal við háskólaprófessor í Sjónvarpsfréttatíma í hádeginu í dag. Spurt var hvað VG þyrfti að gera til að verða stjórntækur flokkur! Ég spyr á móti: Hversu marktækur getur Gunnar Helgi Kristinsson talist sem prófessor í stjórnmálafræði sem sá ástæðu til að ...

Lesa meira

SKÝR SKILABOÐ OG JÁKVÆÐ


Björgvin G. Sigurðsson - nú fyrrverandi viðskiptaráðherra - gaf skýr og jákvæð skilaboð á fréttamannafundi í morgun.  Hann sagði af sér embætti og viðurkenndi að hann bæri að hluta til ábyrgð á því hvernig komið væri. Hann sagði að  það gerðu fleiri í stjórnmálunum og stjórnsýslunni. Að sjálfsögðu þarf hér að bæta við upptalningu Björgvins, sjálfum höfuðpaurunum - "útrásarvíkingunum" , sem reyndust þegar á hólminn kom, vera innrásarvíkingar sem tæmt hafa allar fjárhirslur þjóðarinnar og gott betur....Það sem nú þarf að gerast er að ....

Lesa meira

FRÉTTAMANNAFUNDUR Í VALHÖLL


...Flokkurinn hefði ákveðið að efnt skyldi til kosninga 9. maí næstkomandi. Ekki var látið svo lítið að kanna vilja annarra stjórnmálalflokka á þingi. Kannski ekkert skrítið, eftir tæplega tveggja áratuga ofstjórn þar sem allir þræðir hafa legið í Valhöll.
Hitt er svo annað mál að mikinn skugga bar á fréttamannnafundinn í dag, sem í mínum huga yfirskyggði allt annað. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti um alvarleg veikindi sín og nauðsyn þess að hann gengist undir skurðaðgerð. Þetta eru slæm tíðindi. Óska ég Geir alls hins besta, góðs og skjóts bata.   

Lesa meira

ÓTTAST AÐ KOSNINGAR TRUFLI EINBEITINGUNA


...Í lesendabréfi sem birtist á síðunni í dag er réttilega bent á þá veruleikafirringu sem fram kemur í afstöðu forsætisráðherra. Hann verður að skilja að gagnrýnin og reiðialdan beinist ekki gegn honum persónulega á nokkur hátt. Sjálfur er ég eindregið þeirrar skoðunar að Geir H. Haarde sé mjög heiðarlegur og grandvar maður, sem vill þjóð sinni vel...Nú dugir enginn sýndarveruleiki lengur. Þjóðfélagið logar í bókstaflegri merkingu. það er ábyrgðarhluti að leggja ekki sitt af mörkum til þess að reiðin beinist í lýðræðislegan og uppbyggilega farveg. Það yrði gert með því að...

Lesa meira

UM HEILBRIGÐI VIÐSKIPTABLAÐSINS


...Þegar hið endurreista Viðskiptablað kom út að nýju í eignarhaldi nýrra aðila í vikunni fjallaði leiðarinn um hve jákvætt það væri að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.  Heilbrigt skref var fyrirsögn leiðarans ...Ítrekað skal að einkavæðingaráhuginn er ekki nýr af nálinni á ritstjórn Viðskiptablaðsins. Hins vegar vakna ýmsar spurningar þegar auðmenn ná undirtökum í stjórnmálum og fjölmiðlum og hagsmunabarátta auðmannanna og ritstjórnarstefna fjölmiðla í þeirra eigu renna saman í eitt.  Þess vegna þessar hugrenningar að gefnu tilefni: Lofgjarðar,  um ráðherra sem deilir út ábatasömum verkefnum, í leiðara blaðs í eigu manns sem vonast til að komast sjálfur yfir verkefnin...

Lesa meira

ER AÐ UNDRA AÐ FÓLK HEIMTI KOSNINGAR?!


Í dag fékk ég þennan reikning sendan. Hann er ekki stílaður á mig einan heldur þjóðina alla. Á meðan skrifað er upp á reikning af þessu tagi fyrir okkar hönd virðist mér Samfylkingin bíða í ofvæni eftir því einu hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera gagnvart umsókn um aðild að Evrópusambandinu! Er þessi flokkur orðinn staurblindur...

Lesa meira

ENDURHEIMTUM ÞJÓÐAREIGINIR

Birtist í Morgunblaðinu 09.01.09.
MBL - LogoÞað er smám saman að renna upp fyrir þjóðinni hvað hefur hent hana á undanförnum árum. Allar eignir hennar hafa annað hvort verið teknar af henni með einkavæðingu eða þær hafa verið veðsettar að fullu og hún svipt þeim með þeim hætti...feigðarflanið hófst með einkavæðingu kvótakerfsins. En einmitt þar á nú að byrja að vinda ofan af öfugþróuninni.  Ná þarf að tryggja sjávarauðlindina aftur í þjóðareign. Sama gildir um vatnið, heitt og kalt, rafmagnið og alla grunnþjónustu samfélagsins ...Markaður á að ríkja þar sem hann gerir gagn. Ekki þar sem nú hefur sannast að hann gerir ógagn.  Brýnasta verkefni þjóðarinnar nú er að ná auðlindunum tilbaka. Ef við missum þær úr hendi til auðmanna innan lands eða utan þá eigum við okkur ekki viðreisnar von. Aldrei. Látum það ekki henda...

Lesa meira

ÞINGFLOKKUR VG ÁLYKTAR UM UPPGJÖF RÍKISSTJÓRNARINNAR


Í dag rann út frestur til að lögsækja bresk stjórnvöld fyrir að beita Íslendinga hryðjuverkalögum. Það gerði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta  til að slá tvær flugur í einu höggi: Eyðileggja íslenska bankakerfið erlendum fjárfestingafyrirtækjum sem víti til varnaðar og til að bæta eigin stöðu í skoðanakönnunum.
Íslenska ríkisstjórnin þorði ekki í mál og má ráða af því að hún hafi enga trú á málstað Íslendinga. Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segja okkur að tilteknir lögfræðingar hafi sagt þeim að ...

Lesa meira

EKKI VÆRI LÚÐVÍK KOMINN Á HNÉN

Ég hef hlustað á talsmenn ríkisstjórnarinnar reyna að skýra hvers vegna hún hefur lyppast niður gagnvart yfirgangi Breta sem beittu hryðjuverkalögum við að koma íslenska bankakerfinu á hliðina þegar það mátti minnst við. Nú er orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki að láta reyna á lögmæti þessara hryðjuverkalaga Breta... En það má ríkisstjórnin vita að málið snýst ekki einvörðungu um að tapa eða vinna málaferli heldur að sýna fram á trú okkar á eigin málstað. Það út af fyrir sig myndi styrkja okkur í samningum um lánskjör Icesave-lánanna... Þetta hafði ekkert með lögmæti að gera heldur trú á málstað og vald. Sá sem trúir á málstað sinn öðlast vald. Það skildu landhelgiskempurnar okkar. Lúðvík Jósepsson kemur upp í hugann. Hann var einn fremsti foringi okkar í landhelgisstríðunum. Hann var málsvari til að reiða sig á vegna þess hve mikill baráttumaður hann var. Í nýútkomnu blaði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi, Kópi, vík ég að baráttu Lúðvíks...

Lesa meira

Frá lesendum

ENGINN TIL AÐ HAFA VIT FYRIR KJÁNUM

Hjartanlega er ég sammála Sunnu Söru sem skrifar hér á síðunni um það hvernig við erum gerð að viðundri með hallærisauglýsingum erlendis þar sem fólki er boðið að skrækja í míkrófón og óhljóðunum síðan útvarpað á Íslandi í þar til gerðum hátölurum. Nú er væntanlega búið að borga fyrir þetta en verður þetta rugl ekki stöðvað og lokað fyrir frekari greiðslur? Getur verið að til standi að koma upp hátölurum fyrir þessa háðung? Ef svo er þá mótmæli ég því að mínum skattpeningum verði áfram varið til þessarar niðurlægingar. Er enginn á stjórnarheimilinu til að ...
Jóel A.

Lesa meira

ÞEGAR ÞJÓÐ ER HÖFÐ AÐ FÍFLI

Eins og ég skil þetta þá er nú auglýst í útlöndum að fólki standi til boða að öskra í míkrófón og verði gólinu útvarpið víðsvegar um Ísland. Þetta sé að frumkvæði auglýsingastofu sem ríkisstjórnin borgar henni fyrir í því skyni að vekja athygli á Íslandi. Bara einhvern veginn! 
Nú vill svo til að þetta eru mínir peningar og þínir, skattpeningar okkar allra. Viljum við þetta? Varla eru fjárráðin ótakmörkuð þótt dómgreind ráðherranna sé það greinilega. Hvað voru þetta annars mikilr peningar sem þessi erlenda auglýsingastofa fékk? Veit það einhver? Mér finnst ég hafa ...
Sunna Sara

Lesa meira

Í FYRSTA, ÖÐRU, ÞRIÐJA OG FJÓRÐA LAGI

Í fyrsta lagi má spyrja hvort réttlætanlegt sé að setja stórar upphæðir (einn og hálfan milljarð) í að auglýsa Ísland nú þegar við opnum landið fyrir túrisma á nýjn leik. Stóð ekki til að gera það hægt og rólega?  
Í öðru lagi má spyrja hvort sú ríkisstjórn sé með fullum mjalla sem fjármagnar auglýsingaherferð sem byggir á því að útvarpa á víðavangi öskri og góli sem fólki erlendis er boðið að senda Íslandsstofu.
Í þriðja lagi og í ljósi þess að þetta er hluti af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar vegna veirufaraldursins(!!!) má spyrja hvort braggastráin ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira

FÖSTUDAGSREISA

Föstudaginn 10. júlí fóru fjórir mis-aldraðir karlar í bíltúr frá höfuðborgarsvæðinu austur í sveitir, eða eins og sumir segja: „austur fyrir fjall‟. Ekkert þurftu þeir að borga í ríkissjóð fyrir það eitt að fara að heiman, því alþingi okkar Íslendinga hafði ekki auðnast að setja lög um slíkt áður en allir þar á bæ voru sendir heim í sumarleyfi. Veður var með besta móti, logn og blíða sumarsól, er ekið var austur um Hellisheiði á löglegum hámarkshraða. Ferðafélagarnir voru þeir Hafsteinn Hjartarson, Svanur Halldórsson fyrrum leigubílstjori, Sigurjón Antonsson og bílnum ók af öryggisástæðum sá yngsti í hópnum og  hann hafði áður fyrr ekið um í ...
Sigurjón

Lesa meira

HVÍ EKKI SAMEINA FLOKKANA Á ÞINGI?

Það má örugglega ná samlegðaráhrifum með sameiningu flokka á Alþingi. Gríðarleg samstaða náðist strax á fyrstu dögum sitjandi þings um stóraukið framlag til stjórnmálaflokkanna á þingi. Þannig að við höfum reynslu fyrir því að með málefnalegri nálgun má ná fram samstöðu og árangri. Hvers vegna ekki í öðrum málum? 
Hvers vegna ekki í öllum málum? Nú eru allir með NATÓ, EES-samningurinn þykir frábær, samgöngukerfið verði einkavætt og áfram verði sjávarauðlindin sett í framsalskvóta. Nú vantar bara ...
Jóhannes Gr. Jónsson   

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Kári skrifar: STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network).
Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi.
RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands!
Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

Lesa meira

Kári skrifar: "HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt. Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar: BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka. 
PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka. 
Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst ...

Lesa meira

Kári skrifar: AÐ FARA BAKDYRAMEGIN INN Í EVRÓPUSAMBANDIÐ

Þegar valdaklíkan á Alþingi verður búin að ljúga Ísland inn í Evrópusambandið, ekki síst með þeim „rökum“ að þjóðin sé ekkert á leiðinni þangað, er ljóst að mörg sund munu lokast. Þjóðin mun missa þann rétt að gera alþjóðlega samninga við þriðju ríki [ríki utan ESB] enda fellur sá réttur undir „exclusive competence“ hjá ESB. Sú niðurstaða fæst með því að lesa í samhengi 2. mgr. 3. grTFEU (Lissabon-sáttmálinn) og 216. gr. TFEU. Í 3. gr. kemur fram á hvaða sviðum ESB hefur ...

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: BANDARÍKIN - STÉTTAANDSTÆÐUR ÞUNGVÆGARI EN RASISMI

Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Loyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar