Stjórnmál Janúar 2009

„VONANDI BETRA ÍSLAND"

Nýr formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Gunnlaugsson, hlýtur almennt lof fyrir framgöngu sína í þjóðmálaumræðunni. Hann ber með sér inn í pólitíkina ferskleika - nýjan andblæ. Sigmundur hefur talsvert látið að sér kveða á undanförnum misserum einkum í skipulagsmálum en athygli hefur vakið frumleg nálgun hans til þeirra mála. Ekki þekki ég stjórnmálaskoðanir Sigmundar gerla en þó þykist ég finna að ekki fari þær saman með þeim viðhorfum sem voru ríkjandi á þeim tíma sem Framsókn var í sambúð með Sjálfstæðisflokknum frá miðjum tíunda áratugnum og fram til 2007. Allt þetta á eftir að koma í ljós. Hitt er þegar ljóst....

Lesa meira

HVERSU MARKTÆKUR ER PRÓFESSORINN?


Í landinu er stjórnarkreppa. Við blasa erfiðleikar sem jaðra við þjóðargjaldþrot. Afleiðingarnar verða hrikalegar!
Mörgu er um að kenna: Óheftri og skefjalausri markaðshyggju; gripdeildum fjármálamanna, siðlausri og óábyrgri stjórnarstefnu undangengin 18 ár undir leiðsögn Sjálfstæðisflokks í samstarfi við Alþýðuflokk, Framsóknarflokk og Samfylkingu. Þetta eru flokkarnir sem hafa keyrt okkur út í fenið....Allt þetta kom upp í hugann þegar ég hlýddi á viðtal við háskólaprófessor í Sjónvarpsfréttatíma í hádeginu í dag. Spurt var hvað VG þyrfti að gera til að verða stjórntækur flokkur! Ég spyr á móti: Hversu marktækur getur Gunnar Helgi Kristinsson talist sem prófessor í stjórnmálafræði sem sá ástæðu til að ...

Lesa meira

SKÝR SKILABOÐ OG JÁKVÆÐ


Björgvin G. Sigurðsson - nú fyrrverandi viðskiptaráðherra - gaf skýr og jákvæð skilaboð á fréttamannafundi í morgun.  Hann sagði af sér embætti og viðurkenndi að hann bæri að hluta til ábyrgð á því hvernig komið væri. Hann sagði að  það gerðu fleiri í stjórnmálunum og stjórnsýslunni. Að sjálfsögðu þarf hér að bæta við upptalningu Björgvins, sjálfum höfuðpaurunum - "útrásarvíkingunum" , sem reyndust þegar á hólminn kom, vera innrásarvíkingar sem tæmt hafa allar fjárhirslur þjóðarinnar og gott betur....Það sem nú þarf að gerast er að ....

Lesa meira

FRÉTTAMANNAFUNDUR Í VALHÖLL


...Flokkurinn hefði ákveðið að efnt skyldi til kosninga 9. maí næstkomandi. Ekki var látið svo lítið að kanna vilja annarra stjórnmálalflokka á þingi. Kannski ekkert skrítið, eftir tæplega tveggja áratuga ofstjórn þar sem allir þræðir hafa legið í Valhöll.
Hitt er svo annað mál að mikinn skugga bar á fréttamannnafundinn í dag, sem í mínum huga yfirskyggði allt annað. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tilkynnti um alvarleg veikindi sín og nauðsyn þess að hann gengist undir skurðaðgerð. Þetta eru slæm tíðindi. Óska ég Geir alls hins besta, góðs og skjóts bata.   

Lesa meira

ÓTTAST AÐ KOSNINGAR TRUFLI EINBEITINGUNA


...Í lesendabréfi sem birtist á síðunni í dag er réttilega bent á þá veruleikafirringu sem fram kemur í afstöðu forsætisráðherra. Hann verður að skilja að gagnrýnin og reiðialdan beinist ekki gegn honum persónulega á nokkur hátt. Sjálfur er ég eindregið þeirrar skoðunar að Geir H. Haarde sé mjög heiðarlegur og grandvar maður, sem vill þjóð sinni vel...Nú dugir enginn sýndarveruleiki lengur. Þjóðfélagið logar í bókstaflegri merkingu. það er ábyrgðarhluti að leggja ekki sitt af mörkum til þess að reiðin beinist í lýðræðislegan og uppbyggilega farveg. Það yrði gert með því að...

Lesa meira

UM HEILBRIGÐI VIÐSKIPTABLAÐSINS


...Þegar hið endurreista Viðskiptablað kom út að nýju í eignarhaldi nýrra aðila í vikunni fjallaði leiðarinn um hve jákvætt það væri að einkavæða heilbrigðisþjónustuna.  Heilbrigt skref var fyrirsögn leiðarans ...Ítrekað skal að einkavæðingaráhuginn er ekki nýr af nálinni á ritstjórn Viðskiptablaðsins. Hins vegar vakna ýmsar spurningar þegar auðmenn ná undirtökum í stjórnmálum og fjölmiðlum og hagsmunabarátta auðmannanna og ritstjórnarstefna fjölmiðla í þeirra eigu renna saman í eitt.  Þess vegna þessar hugrenningar að gefnu tilefni: Lofgjarðar,  um ráðherra sem deilir út ábatasömum verkefnum, í leiðara blaðs í eigu manns sem vonast til að komast sjálfur yfir verkefnin...

Lesa meira

ER AÐ UNDRA AÐ FÓLK HEIMTI KOSNINGAR?!


Í dag fékk ég þennan reikning sendan. Hann er ekki stílaður á mig einan heldur þjóðina alla. Á meðan skrifað er upp á reikning af þessu tagi fyrir okkar hönd virðist mér Samfylkingin bíða í ofvæni eftir því einu hvað Sjálfstæðisflokkurinn ætli að gera gagnvart umsókn um aðild að Evrópusambandinu! Er þessi flokkur orðinn staurblindur...

Lesa meira

ENDURHEIMTUM ÞJÓÐAREIGINIR

Birtist í Morgunblaðinu 09.01.09.
MBL - LogoÞað er smám saman að renna upp fyrir þjóðinni hvað hefur hent hana á undanförnum árum. Allar eignir hennar hafa annað hvort verið teknar af henni með einkavæðingu eða þær hafa verið veðsettar að fullu og hún svipt þeim með þeim hætti...feigðarflanið hófst með einkavæðingu kvótakerfsins. En einmitt þar á nú að byrja að vinda ofan af öfugþróuninni.  Ná þarf að tryggja sjávarauðlindina aftur í þjóðareign. Sama gildir um vatnið, heitt og kalt, rafmagnið og alla grunnþjónustu samfélagsins ...Markaður á að ríkja þar sem hann gerir gagn. Ekki þar sem nú hefur sannast að hann gerir ógagn.  Brýnasta verkefni þjóðarinnar nú er að ná auðlindunum tilbaka. Ef við missum þær úr hendi til auðmanna innan lands eða utan þá eigum við okkur ekki viðreisnar von. Aldrei. Látum það ekki henda...

Lesa meira

ÞINGFLOKKUR VG ÁLYKTAR UM UPPGJÖF RÍKISSTJÓRNARINNAR


Í dag rann út frestur til að lögsækja bresk stjórnvöld fyrir að beita Íslendinga hryðjuverkalögum. Það gerði Gordon Brown, forsætisráðherra Breta  til að slá tvær flugur í einu höggi: Eyðileggja íslenska bankakerfið erlendum fjárfestingafyrirtækjum sem víti til varnaðar og til að bæta eigin stöðu í skoðanakönnunum.
Íslenska ríkisstjórnin þorði ekki í mál og má ráða af því að hún hafi enga trú á málstað Íslendinga. Formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar segja okkur að tilteknir lögfræðingar hafi sagt þeim að ...

Lesa meira

EKKI VÆRI LÚÐVÍK KOMINN Á HNÉN

Ég hef hlustað á talsmenn ríkisstjórnarinnar reyna að skýra hvers vegna hún hefur lyppast niður gagnvart yfirgangi Breta sem beittu hryðjuverkalögum við að koma íslenska bankakerfinu á hliðina þegar það mátti minnst við. Nú er orðið ljóst að ríkisstjórnin ætlar ekki að láta reyna á lögmæti þessara hryðjuverkalaga Breta... En það má ríkisstjórnin vita að málið snýst ekki einvörðungu um að tapa eða vinna málaferli heldur að sýna fram á trú okkar á eigin málstað. Það út af fyrir sig myndi styrkja okkur í samningum um lánskjör Icesave-lánanna... Þetta hafði ekkert með lögmæti að gera heldur trú á málstað og vald. Sá sem trúir á málstað sinn öðlast vald. Það skildu landhelgiskempurnar okkar. Lúðvík Jósepsson kemur upp í hugann. Hann var einn fremsti foringi okkar í landhelgisstríðunum. Hann var málsvari til að reiða sig á vegna þess hve mikill baráttumaður hann var. Í nýútkomnu blaði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi, Kópi, vík ég að baráttu Lúðvíks...

Lesa meira

Frá lesendum

HVÍSLAÐ TIL AÐ SÝNAST?

... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur

Lesa meira

STAÐREYNDIN ER ...

Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl

Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira

ALVÖRULEYSI PÍRATA

Talskona Pírata, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, sagði í útvarpsfréttum að vonandi yrði komandi þing gott og að menn færu ekki sð karpa um smámál og tók síðan andköf til að frábiðja “málþóf” og mátti skilja að þar vísaði hún í málflutning Miðflokksins um orkupakkann.
Mér þótt sá málflutningur góður en hinn slakur, svo ekki sé meira sagt, frá hendi Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar. Flokkur fólksins var í lagi framan af en lyppaðist síðan niður. Stjórnarflokkana...
Jóhannes Gr. Jónsson

Lesa meira

HVER BER ÁBYRGÐ Á ÍSLENSKU KJARNORKUVERUNUM?

Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og  endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald. 
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson

Lesa meira

ÍSLANDSBANKI SELDUR

Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.

SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.

Lesa meira
Allt Frá lesendum

Fréttabréf

 

Frjálsir pennar

Grímur skrifar: PÁSKAUPPRISA PCC

... Upprisa BakkiSilicon nú um páska er að líkum hafin yfir mannlegan, röklegan skilning. Birtist því sem undur. Rétt eins og ófarasagan frá upphafi rekstrar 2018 til stöðvunar 2020 er látin standa óútskýrð, eins og gildir um athæfi æðri máttar-valda. Fullvíst er að “Hönd Guðs” kemur að páskaupprisu BakkiSilicon sú sem líknsöm er oft þeim þurfandi ...

Lesa meira

Kári skrifar: AFGLÆPAVÆÐING GLÆPAMENNSKU

Hún er sérkennileg umræðan um „afglæpavæðinguna“. Nú liggur fyrir breytingarfrumvarp[i] í heilbrigðisráðuneytinu um að ekki verði lengur refsivert að hafa í vörslu sinni svonefnda „neysluskammta“ eiturlyfja. Er frumvarpið þar komið í „samráðsgátt“ (sýndarmennskugátt). Málið er angi af öðru miklu stærra máli sem kalla má „undanhaldið mikla“ og lýsir sér í uppgjöf og undanhaldi á mörgum sviðum – allt í nafni „framfara“ auðvitað. Þetta er í stuttu máli geigvænleg þróun og alls ekki góð, öðru nær. Eftir stendur að fíkniefnaneysla er harmvaldur allra sem í henni lenda og aðstandenda þeirra ...

Lesa meira

Baldur Andrésson skrifar:  HVERT SKAL HALDIÐ?

... Andsvar hugsandi vinstrimanna er að hrista af sér doðann, endurmóta róttæka umbótastefnu í vinstriátt, losa sig undan hægriáráttu eigin forystu. Það er ekki bara þörf, það er brýn nauðsyn ef ekki á illa að fara. 
Í stuttu máli: Endurreisn vinstri róttækni i sjónmálum er nauðsyn, sem binda þarf víðtækum umbóta- vilja í stjórnarháttum. Lágkúrustandi vinstriafla þarf að ljúka sem fyrst.  ...

Lesa meira

Kári skrifar: UPPRUNAÁBYRGÐIR - BLEKKINGAR OG SKATTSVIK

Á þessu vefsvæði er réttilega bent á fáránleikann sem fylgir svokölluðum upprunaábyrgðum raforku. Þær eru hluti af blekkingastarfsemi og braski með rafmagn, þar sem „orkusóðar“ geta keypt sér syndakvittanir af hinum sem sóða minna (eða lítið). Með þessu móti er kaupandinn, neytandinn, látinn halda að hann kaupi „hreina raforku“ (græna). Neytandinn er með öðrum orðum blekktur. Eins og lesendur vita gekk Bretland endanlega úr Evrópusambandinu nú um áramótin. Á heimasíðu bresku lögfræðistofunnar Pinsent Masons er fjallað um skattahliðina á þessu svindl-fyrirkomulagi, í grein ... 

Lesa meira

Þórarinn Hjartarson skrifar: VALDHAFINN STÍGUR FRAM

Þingið í Washington samþykkti að ákæra Donald Trump til embættismissis fyrir uppreisnaráróður („incitement of insurrection“). Alvarlegra fyrir hann var samt það bann sem hann fékk frá samskiptamiðlunum. Og það segir meiri sögu. Eftir upphlaupið við bandaríska þingið í Capitol er sitjandi Bandaríkjaforseti útilokaður frá öllum helstu samskiptamiðlum (og um leið stærstu fjölmiðlum) netheima, Facebook, Instagram, Twitter, Google ...

Lesa meira

Kári skrifar: ORKUMÁL SEM ORSÖK ÁTAKA OG ÁGREININGS

Mörgum stjórnmálamönnum er tamt á tungu, eftir nýjustu atburði í Washington, að segja árás hafa verið gerða á „lýðræðið“. En það gleymist alltaf að láta fylgja með svarið við spurningunni: lýðræði hverra? Lýðræði valdaklíkunnar í Bandaríkjunum, lýðræði almennings? Forsetanefnur jafnt sem ráðherrar apa hver upp efir öðrum staðlaðar skoðanir um „árás á lýðræðið“ og látast stórhneykslaðir á því. Trúverðugleiki þessa fólks sem þannig talar er hins vegar enginn. Fólk sem lifir og hrærist í fílabeinsturnum er í órafjarlægð frá veruleika almennings, hvort heldur er í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Í máli þess er ætíð holur hljómur ...

Lesa meira
Allt Frjálsir pennar