Stjórnmál 2009

...Þegar samvinna og samstaða tekst með einstaklingum vex hver
og einn þeirra umfram sjálfan sig - saman fá þeir áorkað meiru en
þeir hefðu gert hver á sínum báti. Samstaða þýðir ekki að
fylgja eigi hópi gagnrýnislaust. Sagan kennir einmitt að fátt er
varasamara en undirgefni og fylgispekt. Þjóðfélagshrun nú - sem og
fyrr á tíð - á meðal annars skýringu í því að stigið er á dómgreind
einstaklinganna, þeim gert að lúta boðvaldi. Dómgreind og
sjálfstæði þeirra er hins vegar sjálf forsenda lýðræðisins. Ef
einstaklingsfrumkvæðið er kæft og sjálfstæð hugsun fær ekki að
blómstra hverfur líka leikgleðin. Hún er okkur öllum mikils virði.
Þannig samstöðu viljum við - af fúsum og frjálsum vilja án...
Lesa meira
...Svo er að skilja á Samfylkingarfélagi Garðabæjar að þannig
eigi þetta að vera í pólitíkinni líka; að allir gangi í takt og
fari að fyrirskipunum. Þá gangi allt vel. Í ályktun sem félagið
sendi frá sér um Icesave málið í nýliðinni viku, segir að
Samfylkingin í Garðabæ hvetji þingmenn VG til þess "að taka
þingflokk Samfylkingarinnar sér til fyrirmyndar og ganga í takt og
í samræmi við ríkisstjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar, öllum
til heilla."Nú er það svo að innan VG hefur verið prýðileg
samstaða um þau grunngildi sem hreyfingin hvílir á. Hvað
ríkisstjórnarsáttmálann áhrærir þá ...
Lesa meira

Dreift hefur verið á Alþingi þingsályktunartillögu sem ég flyt
ásamt þremur öðrum þingmönnum VG þar sem farið er fram á að Alþingi
samþykki að fela forsætisráðherra og utanríkisráðherra að opinbera
öll skjöl og allar upplýsingar sem liggja fyrir og snerta ákvörðun
um að setja Ísland á lista "hinna viljugu þjóða" sem
ákafast studdu innrásina í Írak árið 2003. Greint var frá listanum
yfir "viljugar þjóðir", "coalition of willing nations", á
fundi með fréttamönnum í bandaríska utanríkisráðuneytinu, 18. mars
2003. Á fréttamannafundinum taldi talsmaður ráðuneytisins, Richard
Boucher, upp þau ríki sem í hlut áttu, sagði að þau hefðu verið
spurð...
Lesa meira

... Strauss-Kahn talar einsog aðrir, um "aðstoð" við Ísland
þegar í reynd er um það að ræða að "hjálp" sjóðsins er í því fólgin
að hætta að bregða fyrir okkur fæti; hætta að skipa þjóðum heims að
loka fyrir lánalínur til Íslands þar til við höfum staðið við
"skuldbindingar" okkar gagnvart Bretum og Hollendingum. Það er
vissulega engin nýlunda á þessari síðu að fjallað sé um þátttöku
Norðurlandanna í aðförinni að Íslandi. En nú er það sjálfur
framkvæmdastjóri AGS sem skellir skuldinni á þau í bréfi sem gert
hefur verið...
Lesa meira

... Ásmundur Einar hefur svarað þessu vel og tek ég hjartanlega
undir sjónarmið hans. Sjálfur stend ég að aðildarumsókn að ESB til
að framfylgja kröfum í þjóðfélaginu um lýðræðislega afgreiðslu á
þessu máli án þess nokkurn tímann að hafa látið af andstöðu minni
við aðild. Sannast sagna hef ég ALDREI verið því eins fráhverfur og
nú að ganga inn í Evrópusambandið. Má ég ekki segja það? Má bara
tala fyrir inngöngu og að það sé allra meina bót að Ísland...
Lesa meira

... Menn hefðu talað - segir hann í sama blaði - eins og hann
væri "að stela auðlindum landsins". Það er ekkert skrýtið Ross.
Nákvæmlega þetta eru þið hjá Magma að reyna að gera... Síðan er það
einsog til að bíta höfuðið af skömminni sem nú heyrist frá
matsfyrirtækjunum svokölluðu. Þau láta nú án afláts frá sér heyra
til að hrekja Íslendinga til undansláttar. Í rauninni er þetta
ekkert undarlegt því þetta eru í reynd handlangarar fjárfestanna.
Matsfyrirtækin gefa þjóðfélögum og einstökum fyrirtækjum einkunn
fyrir hve vel þau standa sig í...
Lesa meira

...Þessi tími kom upp í hugann þegar ég las athugasemd
sem Róbert Trausti Árnason skrifaði á
eyjan.is í gær sem viðbrögð við pistli hér á síðunni um
misbeitingu atvinnurekendavalds ... Ólína er
óneitanlega heimspekilegri en Róbert Trausti ... Hún fjallar
um valdið og kemur auga á það sem alltof fáir sjá: Að vald er
verðugt umhugsunarefni, ekki bara í sögubókum heldur í samtímanum
... Ég þekki til þingmanna sem eru andvígir Icesave, hafa
gagnrýnt vinnubrögð ríkisstjórnarinnar harðlega, ekkert síður en
ég, en ætla engu að síður að styðja þá niðurstöðu sem nú liggur
fyrir Alþingi. Það gera þeir að yfirveguðu ráði eftir að hafa metið
alla kosti og galla í stöðunni... Fyrir þessum einstaklingum
ber ég meiri virðingu en fyrir hinum sem alltaf gera það
sem auðveldast er í stöðunni hverju sinni....
Lesa meira

... Mér brá svoldið á fundi nefndar sem ég hef nýverið tekið
sæti í og fjallar um fjárfestingar á vegum hins opinbera, þegar
rann upp fyrir mér að það er hugmyndafræði AGS sem stýrir för í
vinnu nefndarinnar. Þessa hugmyndafræði þarf að ræða. Opinberlega.
Forsenda þess að teknar verði ákvarðanir í þágu almannahagsmuna er
opin og lýðræðisleg umræða. Hennar er nú þörf í ríkari mæli en
verið hefur...
Lesa meira

...Mikið finnst mér það góð tilhugsun að Þorleifur Gunnlaugsson
skuli vera málsvari okkar Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Önnur
úr framvarðarsveitinni eru vissulega kröftug, Sóley Tómasdóttir og
fleiri. Virkilega góð. En Þorleifur er oddvitinn og verður vonandi
áfram í brgarstjórnarkosningunum í vor! Í grein á Smugunni er að
finna athyglisverðar hugleiðingar hans um kreppuna...
Lesa meira

Eitt augnablik hvarflaði að mér að Staksteinahöfundur dagsins á
Mogga gæti verið stjórnmálamaður. Með reynslu. Og að hann væri að
gefa lýsingu á sjálfum sér, samkvæmt formúlunni, margur heldur mig
sig. Auðvitað er af nógu að taka þegar leynimakk og baksamningar
eru annars vegar, til dæmis úr heimi bankamálanna sem þessa dagana
eru í brennidepli; hvernig bankarnir voru fengnir félögum og vinum
í hendur fyrir slikk. Sem væri nú sök sér hefðu þeir ekki síðan
komið okkur út í það fen sem við erum nú stödd í. Látum þetta
liggja á milli hluta. Nema hvað baksamningar eru á dagskrá í
Staksteinum í dag...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum