Stjórnmál 2008

...Eins og fram kemur greiddi Árni Páll Árnason, þingmaður
Samfylkingarinnar atkvæði gegn því að sérréttindi þingmanna,
ráðherra og "æðstu embættismanna" yrðu afnumin og þeir settir undir
sama fyrirkomulag og almennt gildir um starfsmenn ríkisins. Því
nefni ég Árna Pál sérstaklega að ég sá heimasíðuskrif hans þar sem
hann dregur upp allt aðra mynd og segir í ofanálag að
Vinstrihreyfingin grænt framboð hafi beitt sér gegn afnámi
sérréttindalaganna...
Lesa meira

Í umræðu á Alþingi í dag furðuðu margir sig á því hvernig það
geti farið saman að ráðast gegn grunngildum jafnaðarmennsku og
kenna sig um leið við jöfnuð. Þetta gerir
Samfylkingin, sem mér er sagt að
heiti jafnframt Jafnaðarmannaflokkur
Íslands...Ég skal játa að ég fékk eftirþanka eftir að
vekja á þessu máls í þinginu í dag og fletti því upp á heimasíðu
Samfylkingarinnar hvað hún í raun heitir. Viti menn, hvergi fann ég
minnst einu orði á Jafnaðarmannaflokk Íslands. Ég veit hins vegar
að ég hef oft heyrt flokksmenn Samfylkingarinnar slá um sig með
stóra jafnaðarmanna-nafninu, ekki síst fyrir kosningar.
Kannski hefur...
Lesa meira

Tvennt markvert gerðist í dag. Annað var að Öryrkjabandalag
Íslands sendi frá sér ályktun með þungum áfellisdómi yfir
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Síðan var hitt að
þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde kynntu nýja
sérréttindaútgáfu á lífeyriskjörum ráðherra, þingmanna og "æðstu
embættismanna" sem svo eru oft nefndir. Annars vegar hefur
ríkisstjórnin ákveðið að skerða lögbundnar hækkanir til aldraðra og
öryrkja frá næstu áramótum að telja. Á hinn bóginn hefur hún
ákveðið að láta undan þrýstingi um afslátt á eigin sérréttindum. En
viti menn, það á ekki að gilda frá áramótum heldur frá og með 1.
júlí næsta sumar! Öryrkjarnir skulu skertir strax og af fullum
þunga, en Geir og Ingibjörg ....
Lesa meira

...Þegar ræðumenn segja að öll "stjórnmálastéttin" eigi að víkja
fatast þeim flugið. Þeir sem alhæfa gegn stjórnmálum fara óþægilega
nærri Mússólíní. Í því ástandi sem nú ríkir í samfélaginu hafa
margar þjóðir sokkið ofan í einhvers konar fasisma. Það er
hryllingur og við verðum að vanda okkur svo hér byggist upp
eitthvað betra. Reiðin þarf að verða til þess að lýðræðið eflist á
allan hátt, að völd og áhrif fólks á umhverfi sitt og samfélag
aukist og styrkist. En þá þurfum við líka að tala af sanngirni. Það
bera ekki "allir stjórnmálamenn" ábyrgð á ástandinu, þetta er ekki
öllum stjórnmálaflokkum eða stefnum að kenna, það er einfaldlega
rangt. Sumir hafa talað fyrir auknu lýðræði og varað við ástandinu
sleitulaust öll hin síðari ár. Þá vantaði fleiri raddir í hópinn,
við vorum hrópandinn í eyðimörkinni....
Lesa meira

Samkomulag náðist um það í dag að á morgun fari fram umræða á
Alþingi um vantraust á ríkisstjórnina. Ég sé á netinu að sá
misskilningur er uppi að umræðan fari fram á þriðjudagskvöld og að
deilt sé um tímasetningu. Svo er ekki. Sá valkostur var vissulega
ræddur að hafa umræðuna á þriðjudagskvöld en niðurstaðan varð sú
eftir viðræður þingflokksformanna og forseta í dag að hún skyldi
fara fram á morgun enda eðlilegast að líta á vantraustið sem
dagskrártillögu sem taka beri fyrir þegar í stað. Um endanlegar
tillögur forseta Alþingis um fyrirkomulag umræðnanna náðist
ágætt samkomulag. Fróðlegt verður að heyra hvernig
stjórnarmeirihlutinn kemur til með að ...
Lesa meira

...Engu að síður héldu þau út í heim í slagtogi með stærstu
eigendum bankanna og stjórnendum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og
Sigurði Einarssyni til að segja fjárfestum á sameiginlegum fundum
með þeim, m.a. í New York og Kaupmannahöfn, að allt væri í
himnalagi. Fólk og fyrirtæki gætu óhrædd haldið áfram að fjárfesta
... Þegar haft er í huga að skuldasöfnunin varð mest
eftir þessar áróðurs- og auglýsingaferðir
þeirra Geirs og Ingibjargar, hlýtur að vakna spurning um
pólitíska ábyrgð þeirra. Það væri vesalt af þeirra hálfu að reyna
að bjarga eigin skinni með...
Lesa meira

Ræða flutt á ráðstefnu Labour Representation Committe London 15.
november.
Við stofnun Verkamannaflokksins breska var nafngiftin Labour
Representation Committe. Nú skipuleggur vinstri armur flokksins sig
undir þessu heiti og leggur þar með áherslu á ræturnar gagnstætt
"Nýja Verkamannaflokki" þeirra Tonys Blair og Gordons Brown sem
þykir kominn langt yfir til hægri í viðleitni sinni til að
"nútímavæða" flokkinn. Opnunarræðu ráðstefnunnar flutti hin aldna
kempa og foringi vinstri aflanna til langs tíma,Tony Benn.
Næstur kom ég en aðrir ræðumenn á boðaðri dagskrá voru ...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 17. 11. 08
Pólitík og fagmennsku hefur verið stillt upp sem
andstæðum í umræðu um ný bankaráð hinna endurreistu ríkisbanka. Það
er vafasöm nálgun. Eftir að búið er að kafkeyra fjármálakerfi
landsins með jafn hrikalegum afleiðingum og raun ber vitni, heyrist
talað um hættuna sem stafi af því að hleypa Alþingi að stjórn
bankanna. »Bankaráðin flokkspólitísk á ný« segir í fyrirsögn
Fréttablaðsins fyrir nokkrum dögum. Vandlætingartónninn er
augljós...
Lesa meira
Birtist í Morgunblaðinu 14.11.08
Sá ágæti maður,
Birgir Dýrfjörð, skrifar grein í Mogunblaðið 3. nóvember sl. undir
fyrirsögninni Sjálfsafneitun Vinstri-grænna. Undir grein sinni
titlar Birgir sig sem stjórnarmann í flokksstjórn
Samfylkingarinnar. Í greininni gerir Birgir því skóna að hið
umdeilda eftirlaunafrumvarp hafi í reynd verið flutt "fyrir hönd
Vinstri-grænna", nokkuð sem ekki dugi að afneita. Þetta er
ósatt.
Lesa meira

Í gær mættu í Alþingi fulltrúar frá Rannsóknarmiðstöð um
samfélags- og efnahagsmál, RSE. Þeir komu færandi hendi með
nýútkomna bók, Hagfræði í hnotskurn, eftir Henry nokkurn Hazlit.
Þessi bók er hvatningarrit fyrir frjálshyggju, sem þessi hægri
sinnaða rannsóknarmiðstöð, sér ástæðu til að gefa út núna og færa
alþingismönnum að gjöf ....En þeir voru fleiri sem kvöddu sér
hljóðs í gær úr þessari átt. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri
Nýja Kaupþingsbanka skrifaði grein í Fréttablaðið. Hann er
hjartanlega á sama máli og frjálshyggjufélagar hans hjá RSE.
Fyrirsögnin á grein Finns er: Horft fram á veginn. Við nánari
skoðum kemur í ljós að Finnur heldur sig við fortíðarlausnir, rétt
eins og...
Lesa meira
Uppruni raforku á Íslandi er 57% jarðefnaeldsneyti, 34% kjarnorka og endurnýtanleg raforka einungis 9%. Þessi tilhögun og brask hjálpar umhverfissóðum að sýna hreinna bókhald.
Það sem ég velti fyrir mér, hver er ábyrgð íslenskra fyrirtækja sem selt hafa kjarnorkuveri upprunaábyrgð sem verður svo fyrir stórslysi, s.b. Tjernobil, er ekki eigandi upprunans sökudólgurinn eða ...
Rúnar Sveinjörnsson
Lesa meira
Þennan gamla þekkjum veg,
þreyttan sýna vanga.
Þú færð banka, þjóðgarð ég,
þannig skiptin ganga.
Ýmsa galla á því sé,
ætla að fylla á tanka.
Þegar vilja þvætta fé,
þá menn nota banka.
...
Kári
Lesa meira
Þegar græðir þjóðarbú,
þá við heimtum lykla.
Rán á banka ræðum nú,
reynsluna höfum mikla.
Tíminn þessi táknræni,
tækifæri í búskap.
Frelsi ásta og fjölkvæni,
fleiri en tveir í hjúskap.
...
Kári
Lesa meira
Bjarni selur bankann fljótt
bætir við fjölskyldu eignir
þó Engeyingarnir eigi gnótt
eflaust verða fegnir.
SA hagnaðist um fúlgur fjár
fljótlega kaupa því banka
En alþýðan sveltur og er sár
sé Drífu með þunga þanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ef að drýpur eitthvað smér,
öllu vill hún sanka.
Íslenska mafían ætlar sér,
eignarhald á banka.
Kári
Lesa meira
Trump er auðvitað skíthæll. Hlaut þó næstum helming atkvæða í kosningum. Lafir enn í embætti. “ Ákvörðun” netmiðla að loka fyrir munnræpu þessa forseta á vettvangi sinum er vel tekið af mörgum. Eftir stendur að lokunin er í raun pólitisk valdbeiting, sem nýta má í hvaða tilviki sem er. Hvaða raddir sem er má þannig þagga, falli þær ekki í kram ráðandi netmiðla. Þar er hætta búin ...
Nonni
Lesa meira
Aldnir upphefð alla þrá
ágætið sjálfir meta
Og fálkaorðuna vilja fá
allir þeir sem geta.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú lokast sárið
því loksins kláraðist ótuktar árið
sprautu víst fáum
bættan hag sjáum
og fljótlega líður frá Cóvíd fárið.
Ég óska öllum árið gott
eftir óþverra pestina
Kófinu nú komum á brott
og kjósum svo í restina.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Bönkum ræna bannsettu,
bófum auðinn fólu.
Ráðherra festa á rakettu,
reikna braut um sólu.
...
Kári
Lesa meira
Ráðherra forsætis rökin virði,
reglur gilda um frúna.
Faðmaði sjálf á Seyðisfirði,
en saklaus þykist núna.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum