Stjórnmál Desember 2007

Hafnfirðingar hafa nú sagt að þeir vilji öðlast hlut í Orkuveitu
Reykjavíkur og ganga þar með til samstarfs við OR í orkumálum. Með
þessu eru Hafnfirðingar að leggja áherslu á að þeir vilji að
orkumál verði algerlega á hendi opinberra aðila og er það pólitísk
afstaða sem VG og Samfylking sameinast um. Þetta er að mínum dómi
mikilvæg ákvörðun og vonandi vegvísir inn í framtíðina.
Vonandi mun Samfylkingin í Hafnarfirði íhuga stuðning við tillögur
sem Guðrún Ágústa hefur borið fram fyrir hönd VG í Hafnarfirði um
umfangsmiklar úrbætur á sviði velferðar-, skipulags- og
umhverfismála. Samfylkingin í Hafnarfirði hefur nú samþykkt...
Lesa meira

...
En á meðal annarra orða, hvað er það sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur gert svona afskaplega vel? Er Þorgerður Katrín að tala um
sölu SR-mjöls; hneykslið sem hlaut áfellisdóm Ríkisendurskoðunar?
Eða er hún að tala um einkavinavæðingu
ríkisbankanna eða sölu Pósts og síma? Er kannski verið að tala um
nýjasta afrekið, Þróunarfélagið á Keflavíkurflugvelli, þar sem
margt bendir til að stórfelld spilling sé til staðar, jafnvel hrein
og klár lögbrot? Þar stýrir Sjálfstæðisflokkurinn vissulega
för. Hann kann þetta segir varaformaður
Sjálfstæðisflokksins! Og Samfylkingin fær klapp á kollinn,
námsfús nemandi í Stjórnarráðinu í læri hjá hinum
kunnáttusama kennara. Skyldu kjósendur Samfylkingarinnar vera
...
Lesa meira

...Ég hef sannfæringu fyrir því að kröfur um frekari samdrátt
séu sjúkrahúsinu beinlínis hættulegar, auk þess sem ég hef fært
fyrir því rök að áframhaldandi niðurskurður sé til þess fallinn að
knýja heilbrigðiskerfið út í einkarekstur. Við lok umræðunnar á
Alþingi - undir þinglokin - óskaði ég eftir því að forsætisráðherra
svaraði fyrir stefnu stjórnarinnar í þessum efnum. Lítið var
á svörum hans að græða. Hann sakaði mig um útúrsnúninga og
kvað ummæli mín um störf framkvæmdastjóra SA á
Landsspítalanum vera einkar ósmekkleg án þess þó að færa
fyrir því málefnaleg rök. Röksemdum mínum svaraði hann ekki .
Lét nægja að beina að mér ásökunum.
Hvað Vilhjálm Egilsson áhrærir, kvaðst ég þekkja hann sem...
Lesa meira

Þinglokin voru söguleg að því leyti að í fyrsta sinn frá því ég
kom á Alþingi um miðjan tíunda áratuginn neitar
stjórnarmeirihlutinn að taka nokkuð tillit til stjórnarandstöðu.
Þannig hafði VG beint þeim tilmælum til oddvita
ríkisstjórnarflokkanna - og þá fyrst og fremst til
forsætisráðherrans - að til endurskoðunar yrði sú ákvörðun að
heimila heilbrigðisráðherra að ráða til starfa
forstjóra nýrrar söluskrifstofu heilbrigðismála á grundvelli
bráðabirgðaákvæðis í lögum um almannatryggingar...
Lesa meira

Fáheyrt er að reynt sé að gera viðamiklar breytingar á
þingskapalögum gegn mótmælum stærsta stjórnarandstöðuflokksins. VG
hefur margítrekað lýst vilja til breytinga á þingskapalögum og lagt
fram hugmyndir þess efnis, en jafnframt óskað eftir því að þingið
gefi sér rúman tíma til að ná niðurstöðu... Á þetta hefur hinn nýi
þingskapameirihluti ríkisstjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og
Frjálslyndra ekki fallist og tekið höndum saman um að þvinga málið
í gegn með hraði. Öllum frekari viðræðum um útfærslur á frumvarpinu
var afdráttarlaust hafnað á fundi allsherjarnefndar í kvöld...
Lesa meira

...Svo var að skilja að helsti vandi íslenskra stjórnmála væri
hve Vinstrihreyfingunni grænu framboði væru mislagðar hendur. Öðru
máli gegndi um ríkisstjórnina. Þar væri alveg sérstaklega gott
andrúmsloft enda hefði tekist náið samband með formönnum
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Agnesi þótti það krúttlegt
að sjá þau hvíslast á Geir og Ingibjörgu Sólrúnu á Morgunblaðsmynd
í vikunni sem leið... Agnes Bragadóttir og Egill Helgason vilja að
Jón Bjarnason þegi... En skyldu þau sem eiga allt sitt undir góðu
heilbrigðiskerfi vilja þögn? Skyldi heilbrigðisstarfsfólk vilja
láta þagga niður í Jóni Bjarnasyni og öðrum sem setja fram
rökstudda gagnrýni og krefjast úrbóta...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 3. des. 2007
"Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H.
Gunnarsson, formaður þingflokks Frjálslynda flokksins við umræður á
Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði
frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp.
Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum
tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um
EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá
Íslands, Kárahnjúkavirkjun, vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn
um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og
hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins...
Lesa meira

Ekki hefur það gerst í langan tíma að reynt sé að knýja fram
breytingar á þingskaparlögum í blóra við þingflokk á Alþingi...
Stjórnarmeirihlutinn hefur í ræðum á þingi um hið nýja frumvarp
haft á orði að það sé stjórnarandstöðunni fyrir bestu að kyngja
skertu málfrelsi og minna athagfnafrelsi í þinginu. "Umhyggja" af
þessu tagi kallast forræðishyggja og er ekki til eftirbreytni, ekki
síst þegar um er að ræða reglur sem gilda eiga um lýðræðið... Í dag
efndi þingflokkur VG til fundar með fréttamönnum til þess að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum