Stjórnmál Nóvember 2007

Mest undrast ég þó hvað þessi flokkur er undarlega fljótur að
söðla um í skoðunum og afstöðu. Virðist alls ekki hafa átt erfitt
með að fylgja Íhaldinu inn á braut einkavæðingarinnar. Jafnvel í
heilbrigðiskerfinu! Ef til vill var þetta alltaf huganum kærast...
Þannig flögrar hin lífsglaða Samfylking frá einni sannfæringu til
annarrar. Allt eftir því hvað passar hverju sinni. Þetta má kalla
að vera léttur á hinum pólitíska fæti, að eiga auðvelt með að söðla
um. Sennilega er enginn vandi að gera það, ef menn eru smáir í sér,
fisléttir...
Lesa meira
Birtist í Fréttablaðinu 2.11.07
Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður
fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa
Eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu
embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst
ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í
landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á
Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið
væri að búa til "dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar
skírskotað til aðstæðna, sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með
aðgangi að sérstökum dollarabúðum...
Lesa meira
Greiðan hún vildi gjalda
gekk því bent til varna
Hann kom henni til valda
hún á allt undir Bjarna.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
Honum liggur lífið á
ljóta hefur þanka
Sviksemina allir sjá
selur Íslandsbanka.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Nú eignast elítan bankana senn
enda kaldrifjaðir kaupsýlumenn
áfallið munið
þjóðarhrunið
öll alþýðan hérna man þetta enn.
Aumur gerist Andrés minn
allir heim rata
Verður því þarna um sinn
þingmaður pírata?
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Svarið núna set á blað,
sannan vanda leysum.
Þjóðareignin þýðir að,
þjófum skorðu reisum.
Þjóðarklafa þekkið smið,
þing til grafar tryggja.
Kvótahafar keppast við,
kreppugjafir þiggja.
Kári
Lesa meira
Grímulaust í gegnum árin
gróðans ennþá njóta
í samfélaginu blæða sárin
undan sjálfseignarkvóta.
Bankasölu nú Bjarni þráir
Þó bæti lítið okkar hag
Engeyingarnir hér eru fáir
en græðgi þeirra fag.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Sá ég þjófa, bankabófa,
braskið prófa, leita hófa.
Því, því, því, því.
Aftur spilling enn á ný.
Kári
Lesa meira
Eftir níu mánuði megum við kjósa
framfærsluna múgurinn sér óljósa
saman þá stöndum
valið þar vöndum
ég frjálshyggjunni alls ekki hrósa.
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
... Ég las grein þína um kjarnorkuvopnin og fór á slóðina sem þú gafst inn á ræðu þína í þinginu um NATÓ og “öryggisstefnu” Íslands. Mikið vildi ég að þó ekki væri nema ein rödd á Alþingi sem talaði eins og þú gerðir en það er ENGINN þingmaður sem það gerir. Er að undra að fólk missi trúna á þinginu og þeim sem þar sitja í umboði vinstri stefnu! Ef gagnrýni er hreyft á NATÓ þá er það lágvært hvísl til að sýnast!
Runólfur
Lesa meira
Kosningarnar koma hér,
kanntu fléttu snúna?
Bankasýslan býður þér,
að byrja ránið núna.
Kári
Lesa meira
Kosningaárið er komið með stæl
kysumst föðmumst verum indæl
staðreyndin er
að Íhaldið fer
auðvitað verðum ánægð og sæl
Líklega er kreppan kominn á ról
keimlík um heimsins byggðu ból
þá sér hver raftur
gjaldþrotin aftur
og endist víst framyfir næstu jól.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Meðvirkni er mikið böl,
magnast hún á þingi.
Ef þar skamma áttu dvöl,
alltaf ferð í hringi.
...
Kári
Lesa meira
Allt Frá lesendum