Fara í efni

Á MÓTI ÁHÆTTUFJÁRFESTINGUM?


Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík reynir nú að fikra sig út úr þeim ógöngum sem flokkurinn er kominn í vegna hneykslismála sem tengjast einkavæðingaráformum í orkugeiranum. Ekki gengur það vel. Nú hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákveðið að þeir vilji selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í dótturfyrirtækinu Reykjavík Energy Invest. Þetta vilja þeir gera áður en ráðrúm gefst að fá úr því skorið hvort ákvarðanaferlið til þessa standist landslög! Þeir taka sömuleiðis ákvörðun þessa efnis án þess að geta svarað því hverjar séu eigur fyrirtækisins! Og hver skyldu rökin vera? Opinberir aðilar eiga ekki að standa í áhætturekstri. Þetta segir flokkurinn sem reisti Kárahnjúkavirkjun, mestu áhættu fjárfestingu Íslandssögunnar! Þetta er flokkurinn sem vildi veita DeCode tuttugu milljarða ábyrgð á áhættulán! Er ekki hægt að gera lágmarkskröfur um að stjórnmálamenn reyni að vera sjálfum sér samkvæmir?
Eftirfarandi eru nokkrar af þeim spurningum sem borgarfulltrúar VG hafa beint til meirihlutans í Reykjavík en ekki fengið svör við – ennþá:
Nokkrar…
af fjölmörgum spurningum sem vaknað hafa hjá fulltrúum VG – v/atburða liðinna daga í málefnum Orkuveitu Reykjavíkur:
Hvað hafa forsvarsmenn flokkanna að segja um:

o  Vinnubrögðin?

o  Samrunann?

o  Hvers vegna ekki var hægt að fresta fundi? Hvaða hagsmunir réðu þar för?

o  Mögulega aðkomu fyrrverandi framsóknarráðherrans Árna Magnússonar sem færði sig skyndilega úr stóli félagsmálaráðherra til að sinna orkumálum hjá Glitni?

o  Kaupréttarsamninga Bjarna Ármanssonar og Jóns Diðriks Jónssonar (sem hvorki er starfsmaður né eigandi fyrirtækisins) og að þeim sé haldið til streitu?

o  Upphafleg kaup Bjarna Ármanssonar á hlut í opinberu fyrirtæki skv. ákvörðun stjórnar Reykjavik Energy Invest án samráðs við pólítíska fulltrúa?

o  Hvers vegna var Bjarna boðið en ekki öðrum?

o  Hverjar eru eignir Reykjavik Energy Invest?

§ Á fyrirtækið eitthvað annað en fjármagn?

§ Á fyrirtækið skilgreinda þekkingu?

§ Á fyrirtækið íslenskar virkjanir?

§ Á fyrirtækið íslensk jarðhitasvæði?

§ Hverjir eru raunverulegir starfsmenn Reykjavik Energy Invest?

§ Eru sérfræðingar Orkuveitunnar skilgreindir sem starfsmenn dótturfyrirtækisins, eða eru starfsmenn þess aðeins sérfræðingar á sviði fjármála?

§ Hvað hefur Bjarni Ármannsson að segja um:

§ Aðkomu Árna Magnússonar?

§ Að hann hafi afþakkað fjölda atvinnutilboða í kjölfar afsagnar sinnar hjá Glitni?

§ Fund FL-group með fjárfestum daginn eftir stjórnarfund?

§ Verðmat á fyrirtækinu Reykjavik Energy Invest - hvernig það var unnið, af hverjum og hvort ekki hafi verið rétt að fá utanaðkomandi aðila að slíkri vinnu?

§ Hvað meinar hann með því þegar hann segir að hann vilji skapa frið um fyrirtækið? -Vill hann fá frið til að græða?

§ Hversu lengi hefur Bjarni hugsað sér að vera stjórnarformaður og eiga hlut í fyrirtækinu?

§ Hvað hefur borgarstjóri að segja um:

§ Að hann hafi lofað að Orkuveitan yrði ekki seld á yfirstandandi kjörtímabili?

§ Er Reykjavik Energy Invest ekki hluti af Orkuveitunni?